Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Mogginn og evran

Fyrir jafnaðarmann einsog mig þá voru nýlegar breytingar á Morgunblaðinu virkilega skemmtilegar.  Helsta breytingin sem ég tók eftir var nefnilega sú að Staksteinar voru ekki lengur á síðustu innsíðu blaðsins.  Þannig að í stað þess að lestri blaðsins hjá mér læki með því að lesa óhróður um Ingibjörgu Sólrúnu, þá endar Moggalesturinn nú með nýjustu fréttum af sambandsmálum Britney Spears.

Það er líka einsog Staksteinar hafi mildast við þessa færslu innan blaðsins.  En í morgun virðast Staksteinar vera komnir í gamlar farið og þar birtist ansi furðulegur pistill frá ritstjórunum, þar sem vitnað er í skoðanakönnum meðal almennings á evru svæðinu:

Samkvæmt könnun, sem Financial Times lét gera telja tveir þriðju íbúa Frakklands, Ítalíu og Spánar að evran hafi haft neikvæð áhrif og helmingur Þjóðverja var sömu skoðunar. Í Frakklandi sögðu einungis 5% þeirra, sem spurðir voru, að evran hefði haft jákvæð áhrif.

Tveir þriðju Þjóðverja sögðu að þeir vildu heldur þýzka markið.

Það er óneitanlega athyglisvert að á sama tíma og þetta viðhorf virðist ríkjandi í þeim ESB-ríkjum, sem könnunin náði til hjá því fólki, sem hefur margra ára reynslu af hinum sameiginlega gjaldmiðli hefjast umræður hér um mikilvægi þess að taka upp evruna.

Það er ansi magnað Mogginn noti skoðanakönnun meðal þegna evru ríkjanna sem mótrök gegn því að á Íslandi sé talað um upptöku evrunnar.  Væri ekki nær að einblína frekar á skoðanir þeirra sem hafa vit á því hvernig aðstæður á Íslandi eru?

 Það er einfaldlega svo að bæði hagfræðingar, sem og menn úr viðskiptalífinu hafa bent á kosti evru umfram krónu.  Skoðanir fólks á evru svæðinu eru ansi flóknar.  Sumir sakna ákveðins stolts í því að eiga eigin gjaldmiðil og önnur tilfinningarök eru mjög sterk, sem meðal annars eru ein af ástæðum þess að Svíar höfnuðu Evrunni. Í þessum löndum sem Mogginn vitnar til voru einnig fyrir upptöku evru gríðarlega stórir og sterkr gjaldmiðlar sem sveifluðust ekki til við skýrslugerð danskra banka.  Einnig þurftu þegnar þessara landa ekki að búa við vaxtaokur einsog viðgengst á Íslandi.

Þessar skoðanir almennings á evru svæðinu koma okkur lítið við.  

Það er ansi hætt við því að ef að almenningi í þessum löndum væri gefinn kostur á því að velja á milli evrunnar og þess gjaldmiðils sem við hér á Íslandi notum (með tilheyrandi sveiflum og vaxtaokri) að þá yrðu niðurstöður skoðanakannarinnar sem Moggin vísar í öðruvísi.  Moggaritstjórar ættu að vita betur en að skjóta á Samfylkinguna með svo aumum rökum.

(EÖE) 


Bankarnir eru áskrifendur að peningum

Guðmundur Steingrímsson frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi spyr á bloggsíðu sinni:

Hvernig geta bankar sem bjóða upp á 11 til 12 prósent raunvexti á húsnæðislánum og yfir 20 prósent vexti á yfirdráttarlánum, í stórskuldugu þjóðfélagi, annað en stórgrætt á tá og fingri?

Bankarnir eru áskrifendur að peningum. Efnahagsstefnan sem bitnar harðast á almenningi, með verðtryggingu, óðaverðbólgu, háum stýrivöxtum og þenslu, er að stórum hluta lykillinn að gróða þeirra.

Gummi SteingrimsMeira af Guðmundi. Hér má sjá upptöku frá því úr Íslandi í bítið í morgun þar sem Guðmundur lék Erlu Ósk Ásgeirsdóttur, formann Heimdalls og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík afar illa svo vægt sé til orða tekið. Fólk er hvatt til að horfa á þáttinn. Spóla þarf fram á ca. 1:48 mín. til að sjá þau Guðmund og Erlu Ósk.


Pétur Blöndal varð sér til skammar

Fátækt barna og hagur þeirra var til umræðu í þinginu í gær að undirlagi Helga Hjörvars. Össur Skarphéðinsson segir Pétur Blöndal hafa orðið flokki sínum enn einu sinni til skammar í þingsal í umræðunum.

Framlag hans var aðallega að kvarta yfir því að stærðfræðilega mælikvarða á fátækt væri erfitt að finna! Óregla og fíkn foreldra var honum eiknar hugleikið. Pétur Blöndal virtist hreinlega á þeirri skoðun að fátækt væri einkum stærðfræðilegur hugarburður og helsta ástæða þess að til eru íslensk börn sem lifa undir fátæktarmörku felist í því, að foreldrarnir séu óreglufólk!

Það hlýtur að vera gleðiefni fyrir illa stadda Íslendinga - til dæmis einstæða foreldra í röðum látlaunafólks - að alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telji erfiðleika þeirra aðallega stafa af fíkn og skorti á reglusemi. En þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem Pétur H. Blöndal talar á þessum nótum - einsog aldraðir og öryrkjar muna úr frægu viðtali við hann fyrir nokkrum misserum.

Líttu þér nær

Ég veit að ég er ekki einn um að finnast það fyndið að sjá frjálshyggjukonu í Sjálfstæðisflokknum kvarta yfir því í Kastljósi að fólk í Samfylkingunni sé ekki allt á sömu skoðun í öllum málum.

Sérstaklega þegar að sami einstaklingur kvartar stuttu seinna í sama viðtali yfir lögum sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins setti nýlega.

(EÖE)

Írak - enn og aftur

... í Al Jazeera má lesa um tugi þúsunda Bandaríkjamanna mótmæla stríðinu og krefjast þess að menn haldi heim nú þegar. En geta menn það? Er hægt að ráðast inn í land og hlaupa svo heim frá hlutunum í mikilli óreiðu? Hvað segir sagan frá Vietnam? Hinsvegar er ljóst af fréttum í Al Jazeera að íbúar Arabalandanna trúa því ekki að utanríkisstefna Bandaríkjanna muni breytast mikið þó Demókratar taki við völdum sbr. þessi frétt.

Skrifar Lára Stefánsdóttir á bloggsíðu sína.

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking

Fyrir utan hið afleita nafn, þá hefur kaffibandalag stjórnarandstöðunnar virkað hálf klúðurslegt að undanförnu.  Ég hef lengi verið því fylgjandi að vinstri flokkarnir sameini krafta sína í kosningum í stað þess að berjast sín á milli um fylgi á meðan að stjórnarflokkarnir tveir halda sínu.

En vandamálið er bara að í kaffibandalaginu eru þrír flokkar.  Vinstri Grænir, Samfylkingin og svo Frjálslyndi flokkurinn.  Það er hins vegar augljóst eftir landsþing Frjálslyndra í gær að sá flokkur á litla sem enga samleið með stjórn sem að frjálslyndir jafnaðarmenn myndu vilja mynda.

Í kosningum um varaformann var hófsömustu rödd flokksins hafnað og Magnús Þór endurkjörinn varaformaður.  Svo er það augljóst eftir ræðu formanns flokksins að þeir eru að staðsetja sig sem flokk sem ætlar að nýta sér tortryggni gagnvart útlendingum til fylgisaukningar.  Með slíkum flokkum á Samfylkingin enga samleið.

---

Björn Ingi er á sinni síðu með ágætis samantekt á helstu áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum samkvæmt ræðu formannsins.

Flokkurinn vill stoppa flæði útlendinga til landsins gegn því sem stendur í EES samningunum.  Þeir þykjast geta gripið til neyðarúrræðis í samningnum þar sem hægt er að grípa til

"viðeigandi öryggisráðstafana ef upp koma alvarlegir, efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum. Í fyrst lagi verða erfiðleikarnir annað hvort að vera orðnir að veruleika eða yfirvofandi, í öðru lagi eiga ráðstafanirnar að takmarkast við það sem er bráðnauðsynlegt til að ráða bót á ástandinu og loks eiga ráðstafanir sem gerðar eru vegna erfiðleika sem skapast vegna eins samningsaðila að gilda gagnvart öllum samningsaðilum."


Tilvitnun fengin af vef Björns Inga.

Hvernig í ósköpunum ætla Frjálslyndir að réttlæta það að hér á landi ríki eitthvað sérstaklega alvarlegt ástand í málefnum útlendinga?  Þvert á móti þá væru hér gríðarleg vandamál ef að hér væru engir útlendingar.  Frjálslyndir og þeirra stuðningsmenn sem kvarta yfir enskumælandi strætóbílstjórum verða hreinlega að gera sér grein fyrir að valið snýst ekki um enskumælandi eða íslenskumælandi strætóbílstjóra, heldur einfaldlega enskumæland eða enga bílstjóra.  Slíkt er ástandið á vinnumarkaðinum.

Það er augljóst að eftirlitsstofnanir EES munu aldrei samþykkja að ástandið á Íslandi verðskuldi það að taka upp þessa klausu.  Þess vegna þurfa Frjálslyndir væntanlega að segja upp EES samningnum til að ná takmörkum sínum.  Eru þeir þá tilbúnir til þess að taka til baka réttindi Íslendinga, sem geta í dag unnið í flestöllum Evrópulöndum án vandræða.

---

Það er alveg ljóst að möguleikar Samfylkingarinnar til setu í ríkisstjórn eru takmarkaðir ef að úrslit kosninga verða eitthvað í átt við skoðanakannanir að undanförnu.  Við munum ekki mynda vinstri stjórn einungis með Vinstri Grænum.  Því er það augljóst að besti og raunhæfasti möguleiki Samfylkingarinnar til setu í ríkisstjórn verður með Sjálfsæðisflokknum.

Helsta vandamálið við þá stjórn er ESB hræðsla Sjálfstæðisflokksins, en hún hefur þó eitthvað minnkað núna þegar að fólk úr viðskiptalífinu talar meira um ESB aðild.  ESB yrði hvort eð er vandamál í samstarfi við Vinstri Græna, sem af einhverjum ástæðum eru á móti ESB.  Þá verður að telja líklegra að Sjálfstæðismenn sjái að sér í ESB málum frekar en Vinstri Grænir.

(EÖE)


Trú á upplýsta umræðu

Ingibjörg SólrúnIngibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar flutti ræðu á fundi flokksins í dag. Þar sagði hún Samfylkinguna hafa undanfarin misseri hafa sett stór mál á dagskrá. Lækkun matarverðs sem og evran og málefni Evrópusambandsins sem leið til að ná niður okurvöxtum og alltof háu verðlagi hér á landi.

Það liggur fyrir í skoðanakönnunum að upp undir helmingur þjóðarinnar er fylgjandi aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Þessi stóri hópur á að eiga sér málsvara, rödd í hinni pólitísku umræðu. Samfylkingin er sú rödd og við erum óhrædd við að setja málið á dagskrá. Umræðan hefur verið á villigötum og verum minnug þess að árið 1992 voru 60% þjóðarinnar þeirrar skoðunar að með EES samningnum myndum við missa yfirráð yfir fiskimiðunum.  Hefur það gerst? Auðvitað ekki. Samfylkingin trúir á upplýsta umræðu og mun fylgja þeirri stefnu fast eftir.

mbl.is Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómur er fallinn

Dómur Hæstaréttar sannar sakleysi Baugsmanna og er jafnframt áfellisdómur yfir ákæruvaldinu. Það sem eftir stendur er staðfesting á grímulausum pólitískum ofsóknum Sjálfsstæðisflokksins og misbeitingu valds á hendur "Baugsmiðlunum". Vanþóknun forystumanna Sjálfstæðisflokksins á óstýrlæti Baugsmanna og viljaleysi til að ganga undir "verndarvæng" flokksins ýtti rannsókn málsins af stað. Kostnaður við rannsókn málsins og allur dómskostnaður er gríðarlegur, og hverjir borga brúsann vegna þráhyggju Björns og co.- nú auðvitað við landsmenn!


mbl.is Sakborningar sýknaðir í Baugsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG um Fagra Ísland

andrea olafsAndrea Ólafsdóttir frambjóðandi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi skrifar áhugaverða færslu á bloggsíðu sína um Samfylkinguna og stefnumörkun flokksins í umhverfismálum - Fagra Ísland.

MÁLEFNIÐ SIGRAÐI - ég tek samherjum í náttúruvernd opnum örmum

Ég tek opnum örmum og fagnandi nýlegri stefnumótun XS um Fagra Ísland - það er vissulega fagnaðarefni að vakningin skuli vera orðin svo mikil sem raun ber vitni, því það eykur verulega líkurnar á því að náttúran fái fyrir alvöru að njóta vafans á næstu árum þegar við störfum saman í stjórnarráðinu.  Ég tek því fagnandi að XS skuli vera að stilla saman strengi við landsbyggðarfólkið sitt eins og fram kemur hér : Um verndun jökulsánna í Skagafirði

Þessu ber að fagna og það verður gaman að sjá hvort að fleiri frambjóðendur Vinstri grænna tali á þessum nótum á komandi misserum og beini heldur spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum sem ekki hefur stefnu í umhverfismálum.

Landbúnaður og svínarækt

Finnur Árnason, forstjóri Haga, kemur með mjög þarft og athyglisvert innlegg inní umræðuna um landbúnað á Íslandi og hátt matarverð.

Í mínum huga er svínaframleiðsla ekkert nema iðnaður. Það er takmarkaður virðisauki fyrir þjóðarbúið að vera með þessa starfsemi hér á landi þegar þetta er að kosta neytendur jafnmikið og það er að gera. Það er fráleitt að skattleggja alla þjóðina fyrir iðnaðarframleiðslu sem skilar ekki meiru en þetta.
 

Einnig vitnar Mogginn í hann áfram:

Finnur sagði að það sama gilti um kjúklingaframleiðsluna. Það væri iðnaðarframleiðsla. Verðmunur á innlendum og erlendum kjúklingum væri mjög mikill og þar að auki væri skortur á kjúklingakjöti á markaðinum.

 

Þetta er þarft innlegg frá Finni.  Kjúklingar og svín búa nefnilega ekki á íslenskum fjöllum, heldur lifa allt sitt líf inní íslenskum verksmiðjum nálægt Reykjavík, sem eiga meira sameiginlegt með brauðframleiðslu heldur en landbúnaðarvöru einsog lambakjöti.  Einnig bendir Finnur réttilega á að það er skortur á þessari vöru á íslenskum markaði, sem gerir verndina enn fáránlegri.

Nú eru ríkisstjórnarflokkarnir hræddir við að breyta til í landbúnaðarkerfinu einsog Samfylkingin vill gera.  En það er augljóst að niðurfelling verndar á svína- og kjúklingakjöt væri frábært fyrsta skref, sem myndi hafa lítil sem engin áhrif á íslenskar sveitir, enda er þetta bara verksmiðjuvara.

Þessar vörur hafa líka verið að aukast gríðarlega í vinsældum meðal Íslendinga og það væri veruleg kjarabót fyrir íslensk heimili ef þau gætu keypt svína- og kjúklingakjöt á verðum sem líkjast þeim sem tíðkast í nágrannalöndunum.


mbl.is Hætta á framleiðslu svínakjöts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband