Leita í fréttum mbl.is

Trú á upplýsta umræðu

Ingibjörg SólrúnIngibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar flutti ræðu á fundi flokksins í dag. Þar sagði hún Samfylkinguna hafa undanfarin misseri hafa sett stór mál á dagskrá. Lækkun matarverðs sem og evran og málefni Evrópusambandsins sem leið til að ná niður okurvöxtum og alltof háu verðlagi hér á landi.

Það liggur fyrir í skoðanakönnunum að upp undir helmingur þjóðarinnar er fylgjandi aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Þessi stóri hópur á að eiga sér málsvara, rödd í hinni pólitísku umræðu. Samfylkingin er sú rödd og við erum óhrædd við að setja málið á dagskrá. Umræðan hefur verið á villigötum og verum minnug þess að árið 1992 voru 60% þjóðarinnar þeirrar skoðunar að með EES samningnum myndum við missa yfirráð yfir fiskimiðunum.  Hefur það gerst? Auðvitað ekki. Samfylkingin trúir á upplýsta umræðu og mun fylgja þeirri stefnu fast eftir.

mbl.is Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Samkvæmt upplýstri umræðu eru ekki fosendur fyrir umræðu/inngöngu í ESB næstu tíu árin og er því ekki pólitískt mál nú.

Samkvæmt upplýstri umræðu hafa margar innfluttar vörur (dæmi:serios morgunv. fjölskyldunnar) hækkað án frambærilegrar skýringar. Gott mál sem kosningamál, ætlar Samfylkingin að beita sér pólitískt  fyrir lækkunum á innfluttum vörum?

Samkvæmt upplýstri umræðu er rétt af formanni Samylkingarinnar að gefa upp þau nöfn Sjálfstæðismanna sem stóðu fyrir árás/kæru á hendur Baugi, hverjir eiga þar beina/óbeina aðild, gæti verið kosningamál?

Hverjir eru þeir með nafni  hjá stjórnvöldum sem Samfylgingin telur bera ábyrgð á  Birgismálinu og barnaníðingsmálinu, gæti orðið upplýst pólitískt mál?

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 28.1.2007 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband