Leita í fréttum mbl.is

Írak - enn og aftur

... í Al Jazeera má lesa um tugi þúsunda Bandaríkjamanna mótmæla stríðinu og krefjast þess að menn haldi heim nú þegar. En geta menn það? Er hægt að ráðast inn í land og hlaupa svo heim frá hlutunum í mikilli óreiðu? Hvað segir sagan frá Vietnam? Hinsvegar er ljóst af fréttum í Al Jazeera að íbúar Arabalandanna trúa því ekki að utanríkisstefna Bandaríkjanna muni breytast mikið þó Demókratar taki við völdum sbr. þessi frétt.

Skrifar Lára Stefánsdóttir á bloggsíðu sína.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórt er spurt, þegar spurt er hvort hægt sé að framkvæma innrás en yfirgefa hið stríðshrjáða land síðar.

Ég hef aðeins kynnt mér hernaðarsögu og hef hvergi fundið neitt stríð sem hefur verið háð á þennan hátt nema eitt. Víetnamstríðið þar sem Bandaríkjamenn yfirgáfu landið með skottið á milli lappanna. Þar verður sú staðreynd varla umflúin að Víetnam jafnaði sig tiltölulega fljótt þar sem ekki var um marga hópa sem voru að berjast sín á milli. Bandaríkin eru enn sem komið er eina þjóðin sem hefur farið svona úr stríði. Ef hinsvegar Bandaríkjamenn yfirgefa Írak áður en búið er að vinna vinnuna sína þá mun landið leysast upp og innlimað af ríkjunum í kringum landið. Það bendir hins vegar ýmislegt til þess að Bandaríkjamenn ætli sér að hörfa með lið sitt heim, en líta ber svo á þá staðreynd að þeir fara varla á meðan spennan er svo mikil sem raun ber milli Írans og Bandaríkjanna.

meira ef óskað er   kaldi@lognid.is

kveðja: Kaldi.....     http://www.kaldi.is

Kaldi Stormsson (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband