Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Umbætur á suðvesturhorninu nauðsynlegar

Umbætur á samgöngumannvirkjum á suðvesturhorninu eru nauðsynlegar. Í morgun var umræða um tvöföldun Suðurlandsvegar á Alþingi. Kratabloggið hefur áður bent á nauðsyn þess að helstu akstursvegir til og frá höfuðborginni verði tvöfaldaðir. Það er staðreynd að frá því að Reykjanesbrautin var að hluta tvöfölduð hefur banaslys ekki orðið og alvarlegum slysum fækkað. Bjorgvin GFólk örkumlast og týnir lífi á Suðurlandsveginum á ári hverju. Það er önnur staðreynd sem ekki er hægt að horfa fram hjá.

Kostnaður við tvöföldun Suðurlandsvegar er á reiki. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, hefur sagt í fjölmiðlum að kostnaðurinn sé 12 milljarðar. Aftur á móti segir Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Sunnlenskra sveitarfélaga, að í sundurliðuðu bréfi frá Vegagerðinni frá miðju seinasta ári komi fram að verði útfærslan svipuð og farin var varðandi tvöföldun Reykjanesbrautar verði kostnaðurinn 7-8 milljarðar. Í umræðunni í morgun benti ennfremur Björgvin G. Sigurðsson á að í skriflegu svari samgönguráðherra við fyrirspurn á síðasta ári hafi verið áætlað að tvöföldun vegarins frá Reykjavík til Selfoss kostaði 6-8 milljarða.

Sturla BöðvarsÞað munar talsverðu - 6 eða 12 milljarðar. Munurinn slagar upp í kosningaloforð Frjálslynda flokksins fyrir kosningarnar 2003 þegar Guðjón Arnar Kristjánsson og félagar vanreiknuðu stefnu og loforð flokksins upp á rúmlega 10 milljarða!

Hvað um það. Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, ber að höggva á hnútinn og upplýsa hver hinn raunverulegi kostnaður er við tvöföldunina.


mbl.is Óvissa um kostnað við tvöföldun Suðurlandsvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaðurinn bloggar

Margrét Sverris Formaður húsfélags Austurstrætis 9 er byrjaður að blogga og er það vel. Það er fagnaðarefni að fleiri og fleiri stjórnmálamenn hafa ákveðið að nýta sér mátt veraldarvefsins. Athyglisvert verður að fylgjast með skrifum Margrétar Sverrisdóttur á næstu misserum en það stefnir allt í uppgjör mikið á meðal ,,frjálslyndra" strax á nýju ári. Hvort Guðjóni Arnari verður hafnað eða hann felldur (sbr. þingflokkurinn rak Margréti ekki, heldur sagði henni upp að mati Guðjóns formanns) verður að koma í ljós.

Löglegt en siðlaust

Kristján Þór Er frasi sem gjarnan er kenndur við Vilmund Gylfason og var hluti af þjóðfélagsgagnrýni hans á 8. og í upphafi 9. ártugar seinustu aldar. Gott er að hafa gagnrýni hans í huga í tengslum við umræðuna um biðlaun bæjarstjóranna fráfarandi Kristjáns Þórs Júlíussonar á Akureyri og Stefaníu Katrínar Karlsdóttur í Árborg.

Ekki eru allir á eitt sáttir með útskýringar Kristjáns Þórs og þá ákvörðun hans að þiggja sex mánaða biðlaun.

Hlynur Hallsson, varaþingmaður Vinstri grænna, segir:
Er þetta ekki eitthvað einkennilegt? Var það semsagt Samfylkingin sem sagði bæjarstjóranum upp? En nú er Kristján Þór ekkert að hætta, hann verður forseti bæjarstjórnar. Verður hann þá á tvöföldum launum? Og svo verður hann væntanlega þingmaður eftir þann 12. maí í vor og þá einnig á þingmannslaunum. Verður hann þá á þreföldum launum í maí og júni. Er þetta ekki einum of... eða jafnvel tveimur of.... eða bara þremur of? Talandi um löglegt en siðlaust.

Stjórnarmaður í félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ segir þetta um ákvörðun flokksfélaga síns:
Eins og Kristján Þór hafi ekki verið búinn að hugleiða að gefa kost á sér til þingsetu þegar hann undirritar framlengingu á starfssamning sínum að loknum sveitastjórnarkosningum?

Ég fæ ælu í hálsinn við það að lesa þessar aumu og lélegu afsakanir sem hann týnir til. Þessir sveitastjórnarmenn eru meira og minna siðlausir upp til hópa.

mbl.is Halldór naut ekki biðlaunaréttar sem bæjarstjóri á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málsvari venjulega fólksins

Ingibjörg Sólrún Það er stundum sagt að pólitíkin snúist ekki um ,,venjulegt" fólk og er án efa margt til í því. Umræðan vill oft verða um toppana og þá sem hallað er á í samfélaginu. Í þessu sambandi var fróðleg áhersla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var síðustu helgi á málefni þessa stóra hóps. Þar benti formaðurinn á raunveruleg dæmi sem opinbera vel hvernig áherslur ríkisstjórnarflokkanna koma niður á venjulegu fólki þrátt fyrir orð þeirra um annað.

Dæmi Ingibjargar í ræðunni var eftirfarandi:

Tökum dæmi af hjónum með 500.000 krónur heildartekjur á mánuði sem tóku 12,5 milljóna króna húsnæðislán til 20 ára árið 2003 í upphafi þessa kjörtímabils. Þessi hjón hefðu að öðru jöfnu fengið 110 þúsund krónur í skattalækkun á ári á  undanförnum 4 árum. En verðbólgan hefur hins vegar hækkað afborgunina af húsnæðisláni þeirra um jafnháa upphæð á sama tímabili, m.ö.o. skattalækkunin er öll farin í hærri afborganir af húsnæðisláninu. En það segir ekki alla söguna – uppreiknaður höfuðstóll húsnæðislánsins hefur hækkað um 1 milljón króna umfram það sem gerst hefði ef verðbólgan hefði verið í samræmi við markmið Seðlabankans.  Sú hækkun situr eftir þó að verðbólgan hjaðni og hjónin okkar munu því greiða vexti af þessari auka milljón næstu 16 árin.

Þetta ætti nú að koma róti á huga margra sem eru í þessari stöðu.

Bragðlaus athafnastjórnmál Vilhjálms og Björns Inga

Steinunn Valdís Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir á heimasíðu sinni að miðað við yfirlýsingar Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Björns Inga Hrafnssonar um athafnastjórnmál hafi fjárhagsáætlunin, sem kynnt var í Borgarstjórn í gær, verið óttalega bragðlaus. Steinunn Valdís segir stefnu meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vera skýra.

Reykjavík á ekki lengur að vera með lægstu gjaldskrár fyrir samfélagsþjónustu. Gamla fólkið og barnafjölskyldurnar skulu borga.

Athafnastjórnmál Björns Inga og Vilhjálms í hnotskurn

Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson segir einu pólitísku tíðindin sem felast í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vera gjaldskrárhækkanir á öllum sviðum langt umfram verðlagshækkanir. Dagur birtir á heimasíðu sinni Topp tíu listi yfir gjaldskrárhækkanir í fjárhagsáætlun borgarinnar sem er í anda athafnastjórnmála Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Björns Inga Hrafnssonar.

Hækkanir á eldri borgara:
1. Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu aldraðra hækkar um 8,8%.
2. Gjaldskrá fyrir frístundastarf eldri borgara hækkar um 9,7%.
3. Gjaldskrá fyrir hádegis- og kvöldmat hækkar um 9,2-9,6%.
4. Kaffi, te, mjólk og drykkjarvörur hækka um 10%.

Hækkanir á barnafjölskyldur:

Bingi og Villi 5. Sundferðir fullorðinna hækka um 25% fyrir hvert skipti, 10 miða kort um 10% en árskort um 8,8%.
6. Gjaldskrá fyrir leikskóla hækkar um 8,8%.
7. Gjaldskrá fyrir frístundaheimili hækkar um 8,8% og hefur þá hækkað um 14,9% á árinu.
8. Gjaldskrá grunnnáms skólahljómsveita hækkar um 20%. Hækkanir á sorphirðu og í stöðumæla í miðbænum.
9. Gjaldskrá fyrir sorphirðu á að hækka um 22,8%.
10. Gjaldskrá í stöðumæla fyrir þriðju og fjórðu stund hækkar um 50-100%.

Þingmaður með vinstri og bæjarstjóri með hægri?

Af Stjániblái.is

Samstarfsflokkur okkar sjálfstæðismanna gerði þá kröfu að ég léti af starfi bæjarstjóra Akureyrar í kjölfar þess að ég hefði sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Samfylkingunni fannst það ekki ásættanlegt að ég gegndi starfi bæjarstjóra á sama tíma og ég leiddi lista sjálfstæðismanna í kosningabaráttu fyrir Alþingiskosningarnar á komandi vori.  Ég varð með öðrum orðum að afsala mér starfinu sem fyrst í kjölfar prófkjörsins svo meirihlutinn héldi í stað þess að gegna starfinu lengur.
Kristján Þór
Ætlaði Kristján Þór Júlíusson virkilega að sitja áfram sem bæjarstjóri á Akureyri samhliða því að vera þingmaður þjóðarinnar?

John McClaine og James Bond

Þeir Kristófer Helgason og Þorgeir Ástvaldsson á Bylgjunni hringdu í mig síðdegis og ræddu við mig um nýjustu James Bond-myndina, sem ég gaf þrjá og hálfa stjörnu.

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vefsetri sínu 4. des. ´06

Guð og stjórnmálin á Suðurlandi

Það tók Guð bara part úr degi að skapa hinn fullkomna mann en það tók nokkra daga að berja saman þennan Frankenstein.

Þórunn Jóna Sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Árborg í fjarveru Eyþór Arnalds, afar bitur og tapsár í fréttum Stöðvar 2 og Ríkissjónvarpsins í gærkvöld í kjölfarið að nýr meirihluti var myndaður í sveitarfélaginu.


Við þurfum ekki leppstjórn í bleikum náttkjólum

Ingibjörg Sólrún
Í athyglisverðri ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um nýliðna helgi fjallaði formaðurinn hin ýmsu mál eins og t.d. Evrópumálin líkt og Kratabloggið benti á í gær. Ingibjörg talaði einnig um hið málefnalaga frumkvæði sem Samfylkingin hefur haft í íslenskum stjórnmálum undanfarið ár. Máli sínu til stuðnings nefndi hún nokkur dæmi og þ.á.m. var matvælaverðið og öryggis- og varnarmálin. Ingibjörg sagði að það væri gott að ríkisstjórnin væri loksins að átta sig á því að Samfylkingin er með bestu lausnirnar og að við þurfum ekki leppstjórn í bleikum náttkjólum.

Um matarverðið sagði Ingibjörg:
Í þessari viku, fimm mánuðum fyrir kosningar en eftir sextán ár í ríkisstjórn, mætti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til þings með tillögu að lækkun matarskatts. Hvers vegna?  Vegna þess að Samfylkingin tók frumkvæðið í haust með metnaðarfullum tillögum um lækkun matvælaverðs.  Tillaga ríkisstjórnarinnar er léleg eftirlíking: Ábati heimilanna verður bara helmingur þess sem Samfylkingin lagði til en kostnaður ríkissjóðs talsvert meiri vegna þeirrar leiðar sem valin var.

Og um öryggis- og varnarmálin sagði hún:
Í þessari viku kom fram að ríkisstjórnin leitar nú loksins til annarra þjóða en Bandaríkjanna um samstarf í öryggis- og varnarmálum. Hvers vegna? Vegna þess að ólíkt Samfylkingunni sagði ríkisstjórnin aldrei satt. Hún sagði þjóðinni aldrei að nýi varnarsamningurinn væri ófullnægjandi og í raun samningur á forsendum Bandaríkjanna um Keflavík sem vara- eða æfingaherstöð. Samfylkingin lagði til í mars á þessu ári að stjórnvöld leituðu fjölþjóðlegs samstarfs í öryggis- og varnarmálum á vettvangi Nató en nú átta mánuðum síðar er ríkisstjórnin loksins að ranka við sér og leitar í örvæntingu að fleiri samstarfsaðilum en Bandaríkjunum. Allt sem Samfylkingin sagði er komið á daginn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband