Leita í fréttum mbl.is

Umbætur á suðvesturhorninu nauðsynlegar

Umbætur á samgöngumannvirkjum á suðvesturhorninu eru nauðsynlegar. Í morgun var umræða um tvöföldun Suðurlandsvegar á Alþingi. Kratabloggið hefur áður bent á nauðsyn þess að helstu akstursvegir til og frá höfuðborginni verði tvöfaldaðir. Það er staðreynd að frá því að Reykjanesbrautin var að hluta tvöfölduð hefur banaslys ekki orðið og alvarlegum slysum fækkað. Bjorgvin GFólk örkumlast og týnir lífi á Suðurlandsveginum á ári hverju. Það er önnur staðreynd sem ekki er hægt að horfa fram hjá.

Kostnaður við tvöföldun Suðurlandsvegar er á reiki. Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri, hefur sagt í fjölmiðlum að kostnaðurinn sé 12 milljarðar. Aftur á móti segir Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri Sunnlenskra sveitarfélaga, að í sundurliðuðu bréfi frá Vegagerðinni frá miðju seinasta ári komi fram að verði útfærslan svipuð og farin var varðandi tvöföldun Reykjanesbrautar verði kostnaðurinn 7-8 milljarðar. Í umræðunni í morgun benti ennfremur Björgvin G. Sigurðsson á að í skriflegu svari samgönguráðherra við fyrirspurn á síðasta ári hafi verið áætlað að tvöföldun vegarins frá Reykjavík til Selfoss kostaði 6-8 milljarða.

Sturla BöðvarsÞað munar talsverðu - 6 eða 12 milljarðar. Munurinn slagar upp í kosningaloforð Frjálslynda flokksins fyrir kosningarnar 2003 þegar Guðjón Arnar Kristjánsson og félagar vanreiknuðu stefnu og loforð flokksins upp á rúmlega 10 milljarða!

Hvað um það. Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra, ber að höggva á hnútinn og upplýsa hver hinn raunverulegi kostnaður er við tvöföldunina.


mbl.is Óvissa um kostnað við tvöföldun Suðurlandsvegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það tekur því ekki að vera að munnhöggvast um hvað hver sagði í fyrra eða hitteðfyrra um áætlaðan kostnað við þessar framkvæmdir. Við vitum öll að nákvæm kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir áður en byrjað er að hanna veginn, þó hægt sé að nálgast töluna eitthvað með því að miða við Keflavíkurveginn. Við vitum líka öll að þegar vegaframkvæmdir fara í útboð gera verktakar tilboð frá 60-80% (algengast) af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Fer það að sjálfsögðu eftir ástandi markaðarins á hverjum tíma, og að undanförnu hefur þessi tala verið í hærri kantinum, og jafnvel allt upp fyrir 90%, en var lægri fyrir tveimur árum. Ég tel því tilgangslaust að vera að reyna að koma höggi á samgönguráðherra eða Jón Rögnvaldsson út af þessum mismun. Reyniði frekar að slá ykkur upp á einhverju öðru, kratar góðir.

Gestur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband