Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 4. desember 2006
Jafnaðarmenn í meirihluta á nýjan leik
Jafnaðarmenn eru komnir í meirihluta í Árborg á ný en sl. kjörtímabil myndaði Samfylkingin meirihluta með Framsóknarflokknum. Eftir kosningarnar í vor mynduðu sjálfstæðismenn með Eyþór Arnalds í broddi fylkingar nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum. Sá meirihluti sprakk fyrir helgi aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann var myndaður.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg, verður bæjarstjóri og eru það mikil gleðitíðindi. Ragnheiður er með háskólagráðu í uppeldisfræði og starfsréttindum í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún starfað á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi, Réttargeðdeildinni að Sogni og á nýjan leik á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi og þá sem framkvæmdastjóri. Frá 2002 hefur Ragnheiður átt sæti í bæjarstjórn Árborgs og á seinasta kjörtímabili var hún varaformaður bæjarráðs.
Minnstu munaði að Ragnheiður hreppti 2. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er fram fór í nóvember og munaði einungis 20 atkvæðum á henni og Lúðvík Bergvinssyni í sætið. Hefði Ragnheiður náð öðru sætinu hefði hún smellt tveimur sitjandi þingmönnum aftur fyrir sig. Ragnheiður endaði að lokum í 4. sæti en hún hefur nú gefið það út að hún muni ekki taka það sæti og einbeita sér að bæjarmálunum í Árborg á næstu árum. Guðrún Erlingsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður Verslunarmannafélags Vestamannaeyja mun að öllum líkindum færast upp og skipa 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vegna kosninganna í maí nk.
![]() |
Nýr bæjarstjóri í Árborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. desember 2006
Fyrsta próf nýs bæjarstjóra Árborgar

Í fréttum hefur komið fram að ein helsta ástæða þess að meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lauk hafi verið ósætti milli flokkanna hvort hækka ætti verulega laun kjörinna fulltrúa í bænum. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn óskum Framsóknar um slíkar hækkanir. Nú kann að vera að þetta eigi ekki við rök að styðjast. Framsóknarmenn hafa, eftir því sem Kratabloggið kemst næst, ekkert tjáð sig um þessar meintu fyrirhuguðu hækkanir.

Þó að Ragnheiður ætli sér sjálf ekki að sitja í baráttusæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum, fjórða sætinu sem hún hlaut í nýafstöðnu prófkjöri, þá er það einfaldlega ekki pólítískur möguleiki fyrir flokkinn að standa að verulegum launahækkunum bæjarfulltrúa í Árborg rétt fyrir kosningar.
Vonandi stenst nýr bæjarstjóri þetta próf og leggur ekki frekari byrðar á bæjarfélagið umfram útgjöldin sem biðlaunaréttur fráfarandi bæjarstjóra, Stefanía K. Karlsdóttur, kallar á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. desember 2006
Evrópumálin á dagskrá hjá Samfylkingunni
Formaðurinn sagði orðrétt :
Og við verðum að skoða af fullri alvöru aðild að Evrópusambandinu, því flestar rannsóknir benda til þess að upptaka evru myndi þegar fram líða stundir - stuðla að auknu jafnvægi í okkar efnahagsmálum, styrkja rekstrarskilyrði fyrirtækja og bæta verulega kjör heimilanna í landinu. Öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar flýja nú krónuna unnvörpum en íslenskur almenningur situr fastur í rússíbananum.
Hér er Ingibjörg Sólrún að hreyfa við einu stærsta
Það þarf að láta hina afturhaldsömu þjóðrembuflokka svara fyrir það af hverju Evrópusambandsaðild kemur ekki til greina hjá þeim á meðan nánast allar þjóðir Evrópu eru þar inni eða vilja komast þangað inn. Það er augljóst að það er enn stærri ákvörðun að halda Íslandi fyrir utan ESB en að ákveða að ganga inn í sambandið.
Ingibjörg Sólrún á hrós skilið fyrir stefnufestu sína í þessum mikilvæga hagsmunamáli Íslendinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 4. desember 2006
Hætta ber að nota vegaframkvæmdir sem beitu á atkvæðaveiðum

Björgvin Valur Guðmundsson, hinn ,,öfgasinnaði jafnaðarmaður" á Austurlandi, segir á vefsíðu sinni um málið:
Mín vegna má hætta við eða fresta öllum jarðgöngum og stærri framkvæmdum annarsstaðar á Íslandi á meðan því það er löngu kominn tími til að hugað sé að samgöngumannvirkjum þar sem fólksfjöldinn er mestur og umferðin þyngst og hættulegust. Það er löngu kominn tími til að pólitíkusar hætti að nota vegaframkvæmdir sem beitu á atkvæðaveiðum og leyfi fagfólki að vega og meta þarfir og leggja til lausnir í samgöngumálum.
Full ástæða er að taka undir þessi orð Björgvins.
Föstudagur, 1. desember 2006
Slæmar fréttir á flöskudegi
Frjálslynt ungt fólk getur nú varla gert annað en að hrista hausinn þessa dagana vegna hugmynda núverandi ríkisstjórnar um að hækka skattlagningu yfirvalda á áfengum drykkjum. Ölgerðin Egill Skallgrímsson hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins og má vel taka undir óskir þeirra um að ríkisstjórnin endurskoði þennan gegndarlausa vitleysisgang. Föðurleg (og allt að því kæfandi) ákvarðanataka um allt sem lítur að áfengismálum er að vísu ekki ný af nálinni hér á landi. Bjórinn var jú bannaður til 1989 og ekki má gleyma farsakenndri hækkun áfengisgjalds fyrir tveim árum síðan, sem Friðjón, góðvinur okkar Nýkrata, rifjar upp á heimasíðunni sinni. Grípum aðeins niður í pistilinn hans:
Þetta minnir mig á eina aumustu stund Alþingis þegar frumvarp um gjald af áfengi og tóbaki var lagt fram og tekið til 1. umræðu kl 18.08 vísað til nefndar kl. 18.53 tekið til 2. umræðu 20.58 og samþykkt sem breyting á lögum kl. 21.52.
Flutningsmaður sagði í ræðu sinni
efni málsins er þannig að það þarf að hafa hraðar hendur við að afgreiða það í þingsölum eins og allir þingmenn þekkja.
Hækkunin nam 7% sem var um 100kr á flösku af sterku áfengi en ekki var hreyft við veikari drykkjum. Þingheimur sem allur tók þátt í þessari dellu var sannfærður um að fólk myndi streyma í Ríkið og hamstra vodka vegna 100 kr. hækkunar!
Þetta var árið 2004 en ekki 1950, það eru svona vinnubrögð sem eru þingmönnum til minnkunar, ég trúi því að Ögmundur sé sannfærður um það þurfi að hafa vit fyrir almenningi með þessum hætti en þegar sjálftæðismenn standa að svona rugli þá örvæntir maður.
Já, það þarf heldur betur að hafa vitið fyrir okkur í áfengismálum.
Fimmtudagur, 30. nóvember 2006
Ísland skiptir ekki máli í alþjóðlegu samhengi

Það er alveg furðulegt stærilæti í fólki sem telur að íslenska ríkisstjórnin eða Íslendingar skipti það miklu máli í alþjóðlegu samhengi og í sambandi við ákvarðanir af þessu tagi að það hafi haft einhver áhrif á atburðarásina sem þarna varð.
Forsætisráðherra þjóðarinnar, sem jafnframt er fyrrum utanríksráðherra, telur Íslendinga og íslensku ríkisstjórnina ekki skipta máli í alþjóðlegu samhengi. Þar höfum við það. En hvað eru við þá að rembast þetta?

![]() |
Rætt um ræðu Jóns í upphafi þingfundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 29. nóvember 2006
Framsóknarmenn: ,,Maður fylgir sínu liði"
Það sem mér þótti skrítið var að stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem hana ritaði virðist ekki gera sér grein fyrir að á þingi eru tvö lið og eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði.
- Dagný Jónsdóttir varaformaður menntamálnefndar um grein þingmanns Samfylkingarinnar varðandi opinberu háskólanna, heimasíðu sinni 12. des. 2004.
Það vill nú svo til að menn verja sína foringja.
- Hjálmar Árnason formaður þingflokks Framsóknarflokksins um ákvörðun Halldórs og Davíðs að styðja Bandaríkjamenn í Íraksstríðinu, Kastljósinu 27. nóv. 2006.
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
- Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 48. gr. Tók gildi 17. júní 1944.
Þriðjudagur, 28. nóvember 2006
Víðsýnna og frjálslyndara Alþingi!
Í kosningunum fyrir rúmu þremur og hálfu ári síðan varð umtalsverð nýliðun á Alþingi. Ungt fólk eins Ágúst Ólafur Ágústsson, Katrín Júlíusdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Dagný Jónsdóttir og Birgir Ármannsson tóku öll sæti á þingi. Vafalítið vonuðust margir til þess að með tilkomu þessara nýju og ungu þingmanna að ferskari vindar myndu blása um sali Alþingis.
Kjörtímabilinu er ekki enn lokið og hvetur Kratabloggið ungu þingmennina sem og aðra þingmenn til að nýta tækifærið og beita sér fyrir því að áfengiskaupaaldur á bjór og léttvíni verði lækkaður til samræmis við önnur borgaraleg réttindi í 18 ár. Annað brýnt mál er frumvarp um breytingu ýmissa lagaákvæða er varða sölu á bjór og léttvíni í verslunum sem 14 þingmenn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks standa að.
Fyrir rúmum tveimur árum lögðu 23 þingmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Frjálslynda flokknum (hvaða flokk afturhaldssinna vantar í þessa upptalningu?) fram frumvarp varðandi lækkun áfengiskaupaaldurs til samræmis við önnur réttindi, en af einhverjum ástæðum fékk það ekki afgreiðslu úr allsherjarnefnd. Jóhanna Sigurðardóttir var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en af því stóðu einnig m.a. núverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir, sem og tveir ráðherrar Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson.
Full ástæða er til að skora á þingmennina tuttugu og þrjá að fá að lágmarki níu aðra í lið með sér til viðbótar og klára þetta mál áður en kjörtímabilinu lýkur í vor.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 28. nóvember 2006
Vitnað í Vilmund
Frjálslynd jafnaðarstefna virðist standast tímans tönn. Eftirfarandi orð Vilmundar Gylfasonar eiga fullt erindi í umræðuna í dag:
[Það] má skipta ríkisafskiptum í tvo megin flokka: a) ríkisafskipti af framleiðslu: landbúnaðarstefna, byggðastefna, tollastefna, lánastefna í ríkisbönkum, peninga- og vaxtastefna. b) ríkisafskipti af velferðarmálum: menntamál, heilbrigðismál, stuðningur við þá, sem orðið hafa undir af einhverjum ástæðum, þ.e. tryggingamál, félagsmál hvers konar, dagvistun, stuðningur við íþróttir, listir o.s.frv. Mér hefur sýnst, en það kann þó að vera misskilningur, að í reynd hafi hugmyndir ungra sjálfstæðismanna um báknið burt, einkum snúið að síðarnefnda flokknum.
[...]
Fjölmargir ágætustu hugmyndafræðingar jafnaðarmanna eru í dag þeirrar skoðunar að lýðræðis jafnaðarmennska (socialdemocracy) og frjálshyggjan (liberalism) séu ekki lengur andstæð hugmyndakerfi, heldur gangi þau hönd í hönd í mörgum atriðum. Í bókstaflegri merkingu hafa sennilega jafnaðarmenn í Austurríki gengið lengst í því að viðurkenna þetta í orði (enda eru þeir nú hlutfallslega stærstir jafnaðarmannaflokka í Evrópu), svo og í Vestur-Þýskalandi. Á borði hafa Skandinavar einnig viðurkennt þessa miklu breytingu. Bretar eru hins vegar ívið ,,frumstæðari" í þessum efnum.
Hér á Íslandi má segja að Alþýðuflokkurinn hafi í reynd viðurkennt þessa megin breytingu með þáttöku í viðreisnarstjórninni, sem svo er kölluð, og stefnuskrá hennar. Áðdáunarvert plagg er einnig stefnuskrá frjálslyndra og vinstri manna frá 1969, þar sem þessi hugmyndafræðilega viðurkenning er beinlínins tekin fram í nafni flokksins.
Í grófum dráttum má lýsa þessum kenningum svo, að framleiðslan sjálf skuli lúta markaðslögmálum - og það alvöru markaðslögmálum - en hins vegar sé ríkið ævinlega tilbúið til þess að grípa inn í , bæði með hjálparaðgerðum og eins með fyrirbyggjandi aðgerðum, t.d. með því að setja auðhringalöggjöf, með skattlagningu, eða með félagslegri stýringu í takmarkaðar auðlindir. Jafnframt sé þjónusta og smárekstur sem mest rekinn eftir lögmálum markaðarins. Hins vegar sé byggt ofan á þetta kerfi velferðarþjóðfélag, svo sem í menntamálum, heilbrigðismálum, með styrkjakerfi til listamanna o.s.frv. Með þessum hætti er grundvallarhugmyndum frjálshyggju og velferðarríkis blandað saman.
Úr grein Vilmundar Gylfasonar, Frjálshyggja og jafnaðarstefna og íslenskar aðstæður, sem birtist í Morgunblaðinu í apríl 1979.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 27. nóvember 2006
Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð
Björgvin Valur Guðmundsson ,,öfgasinnaður jafnaðarmaður" rifjar upp sinnepsgasfundinn mikla í kjölfarið á umræðunni um þátttöku íslensku þjóðarinnar í árásarstríðinu á Írak. Full ástæða er til að gera það einnig hér á Kratablogginu.
Mbl. í byrjun árs 2004:
Þetta er í fyrsta sinn sem efnavopn finnast í Írak, en það var meint efna-, lífefna- og kjarnavopnaeign Íraka sem var helsta ástæða þess að ráðist var inn í landið. Hefur slíkra vopna verið leitað án árangurs síðan. Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð, sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. Ég er stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.
Björgvin Valur skrifar:
Hver man ekki eftir þessu fyrst farið er að rifja upp þátttöku okkar í Íraksstríðínu;
sinnepsgasfundinum mikla? Framsóknarmenn voru svo vissir um að innrásin í Írak hefði verið réttmæt að formaðurinn þeirra ákvað áður en endanlegar niðurstöður rannsóknar lágu fyrir að um efnavopnafund væri að ræða og montaði sig í fjölmiðlum.
Þegar svo hið sanna kom í ljós, þ.e.a.s. að Halldór Ásgrímsson hljóp á sig og gerði sig að fífli, var tilkynning hans um að Íslendingar hefðu fundið efnavopn í Írak, tekin af heimasíðu utanríkisráðuneytisins til að klóra yfir skítinn.
Þegar Jón Sigurðsson kallar ákvörðunina um stuðning við Íraksstríðið mistök, stillir hann sér tæknilega upp við hlið Árna Johnsen því að sjálfsögðu var um glæp að ræða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk
Hugmyndabankar Sósíaldemókrata
-
The New Policy Institute
-
The Fabian Society
-
Global Progressive Forum
-
Progressive Policy Institue
-
Policy Network
Sósíaldemókratar um heim allan
-
Norski Verkamannaflokkurinn
-
Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Danski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Breski Verkamannaflokkurinn
-
Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Grænlenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Færeyski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Franski Sósíalistaflokkurinn
-
Hollenski Verkamannaflokkurinn
-
Belgíski Sósíalistaflokkurinn (hollenskumælandi)
-
Belgíski Jafnaðarmannaflokkurinn (frönskumælandi)
-
Austuríski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Írski verkamannaflokkurinn
-
Ítalski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Verkamannaflokkurinn í Lúxemburg
-
Maltneski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Framfaraflokkurinn
-
Spænski Sósíalistaflokkurinn
-
Pórtúgalski Sósíalistaflokkurinn
-
Skoski Þjóðarflokkurinn
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Wales
-
Svissneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Gríski Sósíalistaflokkurinn
-
Króatíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tékkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Ungverski Sósíalistaflokkurinn
-
Eistneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Lettneski Verkamannaflokkurinn
-
Lettneska Samfylkingin
-
Pólski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Pólski Vinstriflokkurinn
-
Pólska Vinstrifylkingin
-
Rúmenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Serbneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Slóvakíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Afríska Þjóðarráðið
-
Japanski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Japanski Lýðræðisflokkurinn
-
Ísraelski Verkamannaflokkurinn
-
Madaraka flokkurinn í Kenýa
-
Indónesíski Lýðræðisflokkurinn
-
Indverska Þjóðarráðið
-
Indverski Sósíalistaflokkurinn
-
Sósíalistaflokkur Chile
-
Lýðræðisflokkur Chile
-
Þjóðfrelsisflokkur Costa Rica
-
Samstöðuflokkkurinn í Quebec
-
Þjóðarflokkurinn í Quebec
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Hong Kong
-
Framlínuflokkurinn í Hong Kong
-
Borgaraflokkurinn í Hong Kong
-
Demókratíski byltingarflokkurinn í Mexíkó
-
Jafnaðar- og valfrelsisflokkur bænda í Mexíkó
-
Mongólski Þjóðbyltingarflokkurinn
-
Ný-sjálenski Verkamannaflokkurinn
-
Pakistanski Þjóðarflokkurinn
-
Verkamannflokkurinn í Singapore
-
Suður-Kóreski Verkamannaflokkurinn
-
Tyrkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tyrkneski Þjóðarflokkurinn
-
Afganski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Kanadíski Lýðræðisflokkurinn
-
Ástralski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski sósíalistaflokkurinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu afstöðu
Tenglar
Íslenskir sósíaldemókratar á netinu í stafrófsröð
- Agnar Freyr Helgason
- Alma Joensen
- Andrés Jónsson
- Anna Kristín Gunnarsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Arndís Anna Gunnarsdóttir
- Atli Bollason
- Atli Rafnsson
- Ágúst Einarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Páll Árnason
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Bjarni Gaukur Þórmundsson
- Björgvin G. Sigurðsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bryndís Nielsen
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagur B. Eggertsson
- Dofri Hermannsson
- Einar Örn Einarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Gauti Eggertsson
- Glúmur Baldvinsson
- Grétar Gunnarsson
- Guðbjartur Hannesson
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðmundur Rúnar Árnason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Guðrún Erlingsdóttir
- Guðrún Ögmundsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar H. Gunnarsson
- Gunnar Svavarsson
- Gylfi Þorkelsson
- Helga Rakel Guðrúnardóttir
- Helga Tryggvadóttir
- Helga Vala Helgadóttir
- Helgi Hjörvar
- Hildur Edda Einarsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hörður Guðbrandsson
- Ingimundur Sveinn Pétursson
- Ingólfur Margeirsson
- Jakob Frímann Magnússon
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ársælsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Jón Gunnarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Karl V. Matthíasson
- Katrín Júlíusdóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Sveinbjörnsson
- Kristrún Heimisdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Lúðvík Bergvinsson
- Lúðvík Geirsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Norðdahl
- Mörður Árnason
- Oddný Sturludóttir
- Páll Einarsson
- Ragnheiður Hergeirsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Róbert Marshall
- Sandra Franks
- Sigrún Elsa Smáradóttir
- Sigurjón Sveinsson
- Sonja B. Jónsdóttir
- Stefán Benediktsson
- Stefán Jóhann Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Svanfríður Jónasdóttir
- Sveinn Kristinsson
- Tinna Mjöll Karlsdóttir
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður B. Eggertsdóttir
- Valgerður Bjarnadóttir
- Þorleifur Örn Arnarsson
- Þórhildur Þorleifsdóttir
- Þórir Hrafn Gunnarsson
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Þórður Sveinsson
- Örlygur Hnefill Jónsson
- Össur Skarphéðinsson