Leita í fréttum mbl.is

Hætta ber að nota vegaframkvæmdir sem beitu á atkvæðaveiðum

Síðustu vikur hefur tvöföldun Suðurlandsvegar á milli höfuðborgarsvæðisins og Selfoss verið talsvert í deiglunni og nýverið sendu sveitarstjórnar- og alþingismenn á svæðinu frá sér áskorun í formi auglýsingar á ríkisstjórnina. Það er fyrir löngu kominn tími til að ráðist verði í meiriháttar vegaframkvæmdir í kringum höfuðborgarsvæðið og unnið að tvöföldun Suðurlandsvegar til Selfoss og Vesturlandsvegar til Borgarnes sem og að tvöföldun Reykjanesbrautar verði kláruð hið fyrsta.

Agust Mogensen Ágúst Mogensen, framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær eftir að ráðist var í framkvæmdir á Reykjanesbraut hafi slysum fækkað og yfirfæra þyrfti þær aðgerðir yfir á Vesturlandsveg og Suðurlandsveg og aðgreina umferð úr gagnstæðum áttum sem fyrst.

Björgvin Valur Guðmundsson, hinn ,,öfgasinnaði jafnaðarmaður" á Austurlandi, segir á vefsíðu sinni um málið:
Mín vegna má hætta við eða fresta öllum jarðgöngum og stærri framkvæmdum annarsstaðar á Íslandi á meðan því það er löngu kominn tími til að hugað sé að samgöngumannvirkjum þar sem fólksfjöldinn er mestur og umferðin þyngst og hættulegust.  Það er löngu kominn tími til að pólitíkusar hætti að nota vegaframkvæmdir sem beitu á atkvæðaveiðum og leyfi fagfólki að vega og meta þarfir og leggja til lausnir í samgöngumálum.

Full ástæða er að taka undir þessi orð Björgvins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband