Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 27. nóvember 2006
Óeining efstu manna
Eflaust hefur það verið með þá staðreynd í huga sem að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins beindi því til flokksmanna að gæta þess að konur yrðu ekki eingöngu í baráttusætum þær ættu ekki síður heima í öruggum þingsætum. Og eflaust hefur það haft eitthvað með hvatningu Þorgerðar að gera að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og keppinautur Þorgerðar í varaformannskjöri á síðasta landsfundi barðist þar við Arnbjörgu um oddvitasætið. Þorgerður hlaut rétt rúm 60% greiddra atkvæða á landsdfundinum sem verður að teljast nokkuð slök kosning í flokki þar sem rússneskar kosningar tíðkast í æðstu embætti. Hún hefur því eflaust talið sig eiga harma að hefna gegn Kristjáni Þór.

Laugardagur, 25. nóvember 2006
Betra seint en aldrei
Árni Johnsen og Jón Sigurðsson eru í dag báðir búnir að segjast vera voða sorrý. Kratabloggið fagnar því. Batnandi manni er best að lifa.
En það hefði auðvitað verið trúverðugara ef þeir hefðu komið fram með þetta fyrr. Það er erfiðara að taka mark á afsökunarbeiðni sem kemur eftir að hvatningar um slíkt hafa dunið yfir mánuðum og árum saman.
Árni Johnsen fengi sjálfsagt líka jákvæðari undirtektir almennings ef að "iðrun" hans kæmi ekki akkúrat nú þegar að sú hætta virðist raunveruleg að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki til að bjóða hann fram til Alþingis fyrir flokkinn.
Grein hans í Morgunblaðinu myndi sömuleiðis virðast einlægari ef að það væri ekki alvarleg PR-krísa í gangi akkúrat núna vegna fjöldaúrsagna úr flokknum. Og ekki síður vegna eindreginna stuðningsyfirlýsinga formanns og varaformanns flokksins sem stinga í stúf við yfirlýsingar Landssambands sjálfstæðiskvenna og fleiri áhrifamikilla sjálfstæðismanna.
Kratabloggið leyfir sér því, eins og eflast margir fleiri, að efast um iðrun Árna Johnsen. Dæmin sem sýna takmarkaðan skilning hans á alvarleika brotana sem hann framdi eru því miður svo mörg.
---En að þætti Jóns Sigurðssonar. Hann er nú loksins búinn að feisa fyrir hönd flokks síns þau alvarlegu mistök sem stuðningurinn við Íraksstríðið var.
Íslenskir kjósendur munu engu að síður refsa Framsóknarflokknum fyrir sauðsháttinn í næstu kosningum. Ræða Jóns ætti hins vegar að flýta fyrir enduruppbyggingu flokks sem er hugmyndafræðilega gjaldþrota.
Jón var reyndar aðeins náinn persónulegur ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar þegar að ákvörðunin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var tekinn og er því ekki persónulega ábyrgur.
Sjálfstæðismenn eru strax byrjaðir að blogga um yfirlýsingu Framsóknarformannsins og eru alls ekki sáttir eftir því sem lesa má í skrif þeirra. Þeir halda fast við að Íraksstríðið hafi verið rétt aðgerð miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á sínum tíma og saka Jón Sigurðsson um að vera popúlisti.
Það er því ekki útlit fyrir því að Geir H. Haarde gangi til sambærilegra skrifta gagnvart þjóðinni í bráð.
![]() |
Iðrast af djúpri einlægni og biðst fyrirgefningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 24. nóvember 2006
Svafa Grönfeldt er í "réttum" stjórnmálaflokki

Það var því aldrei möguleiki á öðru en að nýr rektor væri "Sjálfstæðismanneskja" eins og það er kallað.
Svafa Grönfeldt fellur í þann flokk en hún er einmitt virk í Sjálfstæðisflokknum. T.d. má sjá að hún studdi við bakið á Guðlaugi Þór Þórðasyni í nýafstöðnu prófkjöri og sömuleiðis var hún á stuðningslista hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í fyrrahaust.
Enginn vafi er á að Svafa er afar hæf í sínu fagi og eflaust góður valkostur fyrir HR. Það sakar hins vegar ekki að hitt komi fram enda er það líka væntanlega ein ástæða þess að mikið af metnaðarfullu fólki sækir inn í Sjálfstæðisflokkinn - hann sér um sína.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 24. nóvember 2006
Forgangsröðun í rugli?
Oft er forgangsröðun ríkisstjórnarinnar skrýtin. Í fjárlögunum sést þetta hvað einna best.
Í morgun kusu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gegn tillögum stjórnarandstöðunnar um að setja á fót 75.000 króna frítekjumark vegna atvinnutekna fyrir eldri borgara en slíkt hefði einungis aukið ríkisútgjöldin um 400 milljónir.
Þessi aðgerð myndi aftur á móti færa eldri borgurum mikla kjarabót og í raun fengið ríkið hluta af þessum fjármunum aftur í ríkiskassann vegna skatttekna af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara. En þessu tímdu stjórnarliðar ekki.
Þeir voru hins vegar meira en til í að samþykkja um 500 milljón króna styrk til Bændasamtakanna. Þeir voru einnig til í að láta íslenska reðasafnið fá 800.000 kr. og Sögusetur íslenska hestsins fá 5 milljónir króna. Ungliðastarf hins jákvæða trúfélags, Krossins, fékk 2,5 milljónir frá skattgreiðendum og þá fékk Músík í Mývatnssveit hálfa milljón kr.
Og ekki má gleyma mótorbátnum Lóu sem fékk 2 milljónir eða vélbátnum Ölveri sem tókst að kría þrjár milljónir úr ríkiskassanum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 24. nóvember 2006
Fjölmiðlaþingmennirnir
Þorsteinn Pálsson fjallar á afgerandi hátt um íslenska alþingiskosningakerfið í leiðara dagsins í Fréttablaðinu. Telur hann kerfið vera meingallað enda hafi það verið málamiðlunarsamsull allra flokka árið 1999, sem enginn hafi í raun verið ánægður með. Þessu til stuðnings nefnir hann að einungis 35 þingmenn studdu málið í lokaafgreiðslu þess.
Galla kosningakerfisins telur hann fyrst og fremst vera þann að kjördæmin séu of stór, sem veldur því að bein tengsl þingmanna og kjósenda hafi að mestu verið rofin. Þeir einu sem lifi af í hörðum heimi prófkjaranna séu hinir svokölluðu fjölmiðlaþingmenn, sem lifa og hrærast í því að vekja athygli á sér og sínum málum. Fyrir vikið verður alþingissamkundan einsleit og skortir breidd til að geta með sönnu endurspeglað alla þjóðina.
Nefnir Þorsteinn nokkrar leiðir sem hægt væri að fara til að draga úr þessari slagsíðu og auka tengsl kjósenda við þingmenn. Tæpir hann sérstaklega á þeim aðferðum sem beitt er í Þýskalandi og í Írlandi. Þrátt fyrir að þær aðferðir séu síður en svo fullkomnar er mikilvægt að sífellt fari fram umræða um hvaða kosningafyrirkomulag sé heppilegast - sér í lagi þegar kerfið sem er notað núna er handónýtt - og gætu Íslendingar vafalaust lært eitthvað af þeim aðferðum sem beitt er í öðrum löndum. Pawel Bartoszek skrifaði þannig áhugaverða grein fyrir tveim árum um hvernig þýska kosningakerfið gæti fúnkerað á Íslandi - landinu væri þá skipt í 31 kjördæmi þar sem 31 þingmaður væri kjörinn persónukjöri, en 32 þingmenn væru kjörnir af landslistum (hér má sjá dæmi um þýskan atkvæðaseðil og á síðu Deutche Welle má finna ítarlegri umfjöllun um þýska kerfið). Enn fremur er fjöldi aðila á þeirri skoðun að landið ætti einfaldlega að vera eitt kjördæmi, þar sem öll atkvæði hefðu sama vægi og allir kysu af sama lista. Hvort sem mönnum hugnast sú leið sem Pawel skrifar um eða séu þeirrar skoðunar að farsælast sé að landið verði eitt kjördæmi, er mikilvægt að fram fari opinská umræða um fyrirkomulagið á næstu misserum - núverandi skrípi verður einfaldlega að víkja!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 24. nóvember 2006
Fordómalaus dómsmálaráðherra
Eins og væntanlega einhverjir vita þá heldur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra úti vefsetrinu Björn.is og þar heldur ráðherrann dagbók, setur inn ræður sínar og greinar og skrifar reglulega pistla.
Dómsmálaráðherra þjóðarinnar segist vera hlutlaus og fordómalaus maður - laus við sleggjudóma. Kratabloggið efast ekki um það. Ráðherrann hefur fullyrt að hann blandar sér ekki inn í lögreglurannsóknir undirmanna sinna eða reynir að hafa áhrif á dómara. Fyrir honum eru allir jafnir. Sama hvað menn heita - Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Jón Ásgeir Jóhannesson o.s.frv.
Kratabloggið ákvað að gera heldur flippaðan hlut - og fara inn á vefsetur dómsmálaráðherrans! Þar er að að finna leitarvél mikla og er hægt að kalla fram leit að hinum ýmsu orðum og orðasamsetningum. Það er ekki hægt að segja annað að Björn sé tæknivæddur netverji því veraldarvefurinn er ekki nein bóla.
Í vísindalegri rannsókn komu eftirfarandi fyrirtæki/uppnefni/nöfn upp þegar Kratabloggið pikkaði þau í leitarvél Björns:

Björgólfur Guðmundsson 0 grein á vefsvæðinu
Bakkavör 2 greinar á vefsvæðinu
Lýður Guðmundsson 1 grein á vefsvæðinu
Baugsmiðlar 21 greinar á vefsvæðinu
Magnús Þorsteinsson 0 grein á vefsvæðinu
Baugur 14 greinar á vefsvæðinu
Jóhannes Jónsson 7 greinar á vefsvæðinu
Avion Group 0 grein á vefsvæðinu
Sigurður Einarsson 1 grein á vefsvæðinu
Björgólfur Thor Björgólfsson 0 grein á vefsvæðinu
Jón Ásgeir Jóhannesson 8 greinar á vefsvæðinu
Benedikt Jóhannesson 1 grein á vefsvæðinu
Hannes Smárason 0 grein á vefsvæðinu
Gunnar Smári Egilsson 16 greinar á vefsvæðinu
Baugstíðindi 7 greinar á vefsvæðinu
Straumur-Burðarás 0 grein á vefsvæðinu
Það er ekki hægt að segja ákveðið mynstur komi í ljós þegar að niðurstöður þessarar vísindalegu rannsóknar eru skoðaðar. Dómsmálaráðherra ríkisins er laus við sleggjudóma og leggur menn og fyrirtæki ekki í einelti. Fyrir Birni Bjarnasyni eru allir jafnir. Sama hvað menn heita - Lýður Guðmundsson, Jóhannes Jónsson, Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson o.s.frv.
p.s. við þetta vill Kratabloggið bæta að þegar Jón Ólafsson, þessi sem Davíð Oddsson sagði vera ,,mesta skattsvikara sögunnar", er sleginn í leitarvél Björns Bjarnasonar er niðurstaðan - 28 greinar á vefsvæðinu.
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Skref í rétta átt
303 Ríkislögreglustjóri.
1.01 Ríkislögreglustjóri. Gert er ráð fyrir að beint greiðsluframlag úr ríkissjóði lækki um 3 m.kr. í ljósi áætlunar um jafnmikla hækkun á ríkistekjum stofnunarinnar af hlutdeild í áfengisgjaldi.
Framlög til embættis Ríkislögreglustjóra hafa hækkað stórkostlega undanfarin ár og í litlu samhengi við framlög til málaflokksins í heild. Í ár virðist ætla verða breyting þar á miðað við tillögur meirihluta fjárlaganefndar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Umbætur á fjármögnun stjórnmálastarfs betri en á horfðist
Kratabloggið hefur nú farið betur yfir frumvarp það sem kom frá nefnd um lagalega umgjörð stjórnmálaflokka og hefur hýrnað all nokkuð yfir ritstjórninni frá fyrstu viðbrögðum við kynningu málsins.
Frumvarpið tekur vissulega á því hvernig hægt sé að fjármagna framboð í samkeppni við núverandi stjórnmálaflokka og því ekki alveg rétt sem kom fram hér í gær að þessi hlið mála hefði verið vanrækt. Flokkar/framboðslistar sem fá að minnsta kosti 2,5% í kosningum til Alþingis/sveitarstjórna eiga rétt á styrkjum eftir sömu hlutfallstöflu og aðrir. En það er nota bene greitt EFTIR kosningar.
Það hallar hins vegar enn á fólk eftir því hvort það tilheyri einhverjum af gömlu stjórnmálaflokkunum eða ekki, varðandi opinbera styrki til stjórnmálastarfsemi og er það til lengri tíma litið óásættanlegt fyrirkomulag. Jafn réttur og aðstaða til að taka þátt í stjórnmálum er ein af grunnstoðum sósíaldemókratismans og að okkar mati lýðræðisins.
Fyrirkomulag þessarar mála hér á landi hefur nú þegar skekkt stjórnmálalitrófið með áþreifanlegum hætti.
Þannig hefur Kratabloggið heimildir fyrir því að Frjálshyggjufélagið hafi ætlað að standa við fyrirheit sitt um að bjóða fram til Alþingis en að athugun sem félagið lét gera hafi leitt í ljós að kostnaðurinn yrði margir tugir milljóna og þannig hafi framboðið strandað.
Frumvarpið þýðir því miður að staðan er enn 1-0 fyrir ríkisvæddar skoðanir gegn lýðræðinu.
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Þegar stórt er spurt
---
Össur Skarphéðinsson þingmaður í umræðum á Alþingi um vatnstjón í yfirgefnu húsnæði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Ýmsar góðar áherslubreytingar í fjárlögunum
Breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar á fjárlögunum eru komnar fram og var þeim dreift á Alþingi í dag.
Kratabloggið hefur rennt yfir tillögurnar og í fljótu bragði virðist sem þær áherslur sem meirihluti fjárlaganefndar er með séu margar nokkuð jákvæðar.
Athygli vekur umtalsverð aukning í framlögum til íþrótta- og æskulýðsmála sem og til íslenskukennslu fyrir útlendinga. Skorið er niður á öðrum stöðum.
Þetta eru vel þegnar breytingar á forgangsröðun fjárveitingarvaldsins og ástæða til að hrósa Birki Jóni, Einari Oddi og félögum fyrir þessar tillögur. Vonandi er hér ekki aðeins um að ræða tímabundin áhrif kosningavetrar.
Ekki er venjan að fjárlagafrumvarpið breytist mikið á milli annarrar og þriðju umræðu á alþingi og er yfirleitt samið um það milli flokkanna að hafa umræður í lágmarki. Hér er því um að ræða líklega niðurstöðu á fjárlögunum fyrir árið 2007.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk
Hugmyndabankar Sósíaldemókrata
-
The New Policy Institute
-
The Fabian Society
-
Global Progressive Forum
-
Progressive Policy Institue
-
Policy Network
Sósíaldemókratar um heim allan
-
Norski Verkamannaflokkurinn
-
Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Danski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Breski Verkamannaflokkurinn
-
Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Grænlenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Færeyski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Franski Sósíalistaflokkurinn
-
Hollenski Verkamannaflokkurinn
-
Belgíski Sósíalistaflokkurinn (hollenskumælandi)
-
Belgíski Jafnaðarmannaflokkurinn (frönskumælandi)
-
Austuríski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Írski verkamannaflokkurinn
-
Ítalski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Verkamannaflokkurinn í Lúxemburg
-
Maltneski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Framfaraflokkurinn
-
Spænski Sósíalistaflokkurinn
-
Pórtúgalski Sósíalistaflokkurinn
-
Skoski Þjóðarflokkurinn
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Wales
-
Svissneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Gríski Sósíalistaflokkurinn
-
Króatíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tékkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Ungverski Sósíalistaflokkurinn
-
Eistneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Lettneski Verkamannaflokkurinn
-
Lettneska Samfylkingin
-
Pólski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Pólski Vinstriflokkurinn
-
Pólska Vinstrifylkingin
-
Rúmenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Serbneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Slóvakíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Afríska Þjóðarráðið
-
Japanski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Japanski Lýðræðisflokkurinn
-
Ísraelski Verkamannaflokkurinn
-
Madaraka flokkurinn í Kenýa
-
Indónesíski Lýðræðisflokkurinn
-
Indverska Þjóðarráðið
-
Indverski Sósíalistaflokkurinn
-
Sósíalistaflokkur Chile
-
Lýðræðisflokkur Chile
-
Þjóðfrelsisflokkur Costa Rica
-
Samstöðuflokkkurinn í Quebec
-
Þjóðarflokkurinn í Quebec
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Hong Kong
-
Framlínuflokkurinn í Hong Kong
-
Borgaraflokkurinn í Hong Kong
-
Demókratíski byltingarflokkurinn í Mexíkó
-
Jafnaðar- og valfrelsisflokkur bænda í Mexíkó
-
Mongólski Þjóðbyltingarflokkurinn
-
Ný-sjálenski Verkamannaflokkurinn
-
Pakistanski Þjóðarflokkurinn
-
Verkamannflokkurinn í Singapore
-
Suður-Kóreski Verkamannaflokkurinn
-
Tyrkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tyrkneski Þjóðarflokkurinn
-
Afganski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Kanadíski Lýðræðisflokkurinn
-
Ástralski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski sósíalistaflokkurinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu afstöðu
Tenglar
Íslenskir sósíaldemókratar á netinu í stafrófsröð
- Agnar Freyr Helgason
- Alma Joensen
- Andrés Jónsson
- Anna Kristín Gunnarsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Arndís Anna Gunnarsdóttir
- Atli Bollason
- Atli Rafnsson
- Ágúst Einarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Páll Árnason
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Bjarni Gaukur Þórmundsson
- Björgvin G. Sigurðsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bryndís Nielsen
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagur B. Eggertsson
- Dofri Hermannsson
- Einar Örn Einarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Gauti Eggertsson
- Glúmur Baldvinsson
- Grétar Gunnarsson
- Guðbjartur Hannesson
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðmundur Rúnar Árnason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Guðrún Erlingsdóttir
- Guðrún Ögmundsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar H. Gunnarsson
- Gunnar Svavarsson
- Gylfi Þorkelsson
- Helga Rakel Guðrúnardóttir
- Helga Tryggvadóttir
- Helga Vala Helgadóttir
- Helgi Hjörvar
- Hildur Edda Einarsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hörður Guðbrandsson
- Ingimundur Sveinn Pétursson
- Ingólfur Margeirsson
- Jakob Frímann Magnússon
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ársælsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Jón Gunnarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Karl V. Matthíasson
- Katrín Júlíusdóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Sveinbjörnsson
- Kristrún Heimisdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Lúðvík Bergvinsson
- Lúðvík Geirsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Norðdahl
- Mörður Árnason
- Oddný Sturludóttir
- Páll Einarsson
- Ragnheiður Hergeirsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Róbert Marshall
- Sandra Franks
- Sigrún Elsa Smáradóttir
- Sigurjón Sveinsson
- Sonja B. Jónsdóttir
- Stefán Benediktsson
- Stefán Jóhann Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Svanfríður Jónasdóttir
- Sveinn Kristinsson
- Tinna Mjöll Karlsdóttir
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður B. Eggertsdóttir
- Valgerður Bjarnadóttir
- Þorleifur Örn Arnarsson
- Þórhildur Þorleifsdóttir
- Þórir Hrafn Gunnarsson
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Þórður Sveinsson
- Örlygur Hnefill Jónsson
- Össur Skarphéðinsson