Leita í fréttum mbl.is

Ísland skiptir ekki máli í alþjóðlegu samhengi

Geir H Haarde Í umræðum í dag um ummæli Jóns Sigurðssonar um stuðning íslensku þjóðarinnar við árásarstríðið í Írak hafði Geir Hilmar Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins þetta að segja:

Það er alveg furðulegt stærilæti í fólki sem telur að íslenska ríkisstjórnin eða Íslendingar skipti það miklu máli í alþjóðlegu samhengi og í sambandi við ákvarðanir af þessu tagi að það hafi haft einhver áhrif á atburðarásina sem þarna varð.

Forsætisráðherra þjóðarinnar, sem jafnframt er fyrrum utanríksráðherra, telur Íslendinga og íslensku ríkisstjórnina ekki skipta máli í alþjóðlegu samhengi. Þar höfum við það. En hvað eru við þá að rembast þetta?

Geir Dori Þetta er sami Geir Hilmar og veitir forystu ríkisstjórn sem stendur í kosningabaráttu sem kostar tugi milljóna króna um laust sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Til hvers að standa í slíku veseni og fjárútlátum fyrst að vægi Íslands í alþjóðlegu samhengi er svona lítið?


mbl.is Rætt um ræðu Jóns í upphafi þingfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Höskuldsson

Þetta er hárrétt athugasemd hjá þér !

Hvað erum við að rembast við að komast í öryggisráðið, þegar við - Ísland, Íslendingar -  skiptum engu fjandans máli !!

Höskuldur Höskuldsson, 30.11.2006 kl. 20:42

2 Smámynd: Bragi Einarsson

jamm, þetta var furðuleg "varnarræða" hr. Harde í dag, svo ekki sé meira sagt. Ég get verið sammála um það að afstaða okkar hefði ekki breitt neinu þeirri ákvörðun Bush-stjórnar að ráðast í Írak, en hvers vegna þá í fjandanum vorum að lepja þetta upp eftir þeim og verja þetta rugl og taka afstöðu með að styðja þá?

Bragi Einarsson, 30.11.2006 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband