Leita í fréttum mbl.is

Þykjustuleikur Framsóknar byrjaður

gudjonbestastorFramsóknarflokkurinn er byrjaður á sínum gamalkunna hallærisleik rétt fyrir kosningar að þykjast vera í stjórnarandstöðu í mörgum málum.

Annað hvort þykjast þeir ekki ráða neinu sbr. upphlaup Guðjóns Ólafs Jónssonar vegna samkomlagsins um þinglokin eða þá að þeir búa til andstöðu við mál sem þeir hafa sjálfir undirbúið í ríkisstjórn. Þykjast allt í einu ekki vera sú hækja/skækja sem allir eru farnir að þekkja úr 12 ára ríkisstjórnarsamstarfi þeirra við Sjálfstæðisflokkinn.

Framsóknarflokkurinn er búinn að vera í ríkisstjórn nær sleitulaust í 35 ár. Það er óhugsandi að þessi skuggaleikur þeirra virki í enn eitt skiptið. Sama hverju þeir kosta til í auglýsingar eða hversu oft sem þeir framleiða svona upphlaup í þinginu - þeir geta ekki þvegið það af sér. Hvað sem þeir lofa í kosningabaráttunni þá munu kjósendur spyrja hvers vegna þeir hafi ekki gert þetta fyrr?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og þú segir kæri greinarhöfundur (á þessu nafnlausa kratabloggi) Framsókn er búinn að vera meira og minna í stjórn í 35 ár. En hver er athugasemdin með því? Ert þú bloggari góður búinn að leggjast í rannsóknarvinnu á öllum alþingiskosningum siðustu 35 ár til að komast að þeirri niðururstöðu að Framsókn sé byrjuð á þeim "gamalkunna hallærisleik að þykjast vera í stjórnarandstöðu". Þú bloggari góður ert greinilega mjög gáfaður maður. Ertu þarna að sýna þá sanngirni sem þú þykist standa fyrir, eða er það bara hugtak sem þú bloggari góður notar spariklæddur? Hvernig væri að gera þennan vettvang kratabloggs sanngjarnari og meira í átt við sögulegar staðreyndir, þið fáið ekki mitt atkvæði með því að rakka niður Framsóknarflokkinn og sögu hans undanfarin 90 ár, því þar hafið þið sýnt að þið eruð á hálum og þunnum ís, bæði varðarndi þekkingu og virðingu á sögunni. Samfylkingin er ungur flokkur sem getur því miður ekki strax eignað sér allar framfarir á Íslandi. Takið ykkur saman í andlitinu og hefjið jákvæða kosningabaráttu á málefnum, og hættið að kalla aðra flokka skækjur, hækja er allt annað :) Ég held að fyrsta verkefni ykkar sé að koma saman stefnu varðandi nýtingu náttúruauðlinda í ykkar flokki svo maður viti hvað maður er að kjósa :)

Össur (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 11:48

2 identicon

Þessi þykjustuleikur er nú ekki síður leikinn af Sjálfstæðisflokknum.

hee (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 19:50

3 Smámynd: Nýkratar

Kratabloggið er ekki nafnlaust. Nafngreind ritsjórn stendur að þeim skrifum sem hér birtast.

Annars er það nú heldur ótrúverðugt að tala um nafnleysi en skrifa athugasemdina undir nafninu "Össur" og kvitta með netfanginu rikisstjornin@visir.is. Er þetta kannski Guðjón Ólafur sjálfur sem þetta ritar? :)

Nýkratar, 10.12.2006 kl. 19:55

4 identicon

Þetta er ótrúleg ósvífni !!!  Nei ég heiti ekki Guðjón Ólafur. Ég er hins vegar ekki skráður sem notandi á Kratabloggið en eins og stendur hér fyrir ofan:

"Óskráðir notendur geta einnig skrifað athugasemd, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að athugasemdin birtist."

Nafn mitt er rétt uppgefið, ég veit ekki hvað er svona ótrúlegt við það !!! Hins vegar stendur ekkert um að netfang fólk verði uppgefið á síðunni... ég gæti þess vegna verið með saddam@hussein.is  en þvílík ósvífni er að gefa upp netfang fólks án þess að tilefni sé til þess né réttur !!!

Það sem kom fram í kommenti mínu var aðallega þrennt:

1. jákvæð kosningabarátta (td. að kalla aðra ekki skækjur).

2. stefnumótun flokksins varðandi nýtingu náttúruauðlinda.

3. Athugasemdir varðandi íslenska stjórnmálasögu.

En þetta er greinilega ykkur (sem ekki komið undir nafni) ofviða, að fjalla um málefnin, en detta í ásakanir og dylgjur, allt til að tala um eitthvað allt annað en stefnuna, eða stefnuleysið !!! 

Það er tíðkanlegt á slíkum síðum sem þessari að það komi fram nafn þess er skrifar við hverja færslu, þó að það sé starfandi ritstjórn og allt sé á hennar ábyrgð. Þetta er spurning um gæði og heiðarleika síðunnar og er meira vinsamleg athugasemd sem vonandi verður tekin til athugunar.  Hins vegar vil ég benda lesendum enn og aftur á þá gríðarlegu ósvífni sem felst í því að birta netfang manns án leyfis, saka mann um að vera Guðjón Ólafur Jónsson, út af því að gert er ráð fyrir að þetta sé JÁ-manna blogg og allir sem dirfast að kommenta og eru ekki sammála ritstjórn ( eða þeim sem skrifar nafnlaust) þeir hljóti að fara villur vega, og ekki svara verðir. Ekkert í svarinu fjallaði um nokkuð sem máli skipti nema dylgjur og rangfærslur.

Hvernig væri að vera soldið jákvæðir, kurteisir og heiðarlegir.  Þá næst kannski betri árangur !!!  Vinsamlegast fjarlægið netfang mitt af síðunni, eða birtið netföng allra sem kommenta... það sama á að ganga yfir alla í þessu sem öðru er það ekki? Og takið endilega til greina athugasemd varðandi kenni á færslum. Enginn ætti að skammast sín fyrir skrif og skoðanir.

Össur M. (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 00:04

5 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ja hérna, hvað hefur breyst á þessum 35 árum sem Frammarar hafa setið í stjórn??   Það væri nú gaman að fara yfir það svona lauslega og sjá hvað hlutirnir hafa breyst til hins betra á flestum sviðum....

Eiður Ragnarsson, 15.12.2006 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband