Fimmtudagur, 14. desember 2006
Framsókn = pólitískar ráðningar
Kratablogginu fannst áhugaverð sú upptalning sem Kastljósið var með í gær á pólitískum ráðningum Framsóknarflokksins í borginni. Ýmsir hafa notið góðs af því að vera í góðum tengslum við Björn Inga Hrafnsson, formann borgarráðs á síðustu mánuðum.
1. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins hefur verið ráðinn til eins árs sem verkefnisstjóri hjá Faxaflóahöfnum í tengslum við uppbyggingu Mýrargötusvæðisins. Verkefnið felst í nauðsynlegri hagsmunagæslu Faxaflóahafna gagnvart framkvæmda og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Óskar er sjálfur formaður framkvæmdaráðs borgarinnar og varaformaður skipulagsráðs að auki. Óskar fær greiddar 390.000 kr. á mánuði fyrir 15 stunda vinnuskildu á viku sem bætast ofan á föst laun 377.000 kr. á mánuði sem Óskar þiggur sem varaborgarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs.
Í tilfelli Óskars er kjörinn fulltrúi borgarinnar að selja fyrirtæki í bænum þjónustu við að koma verkefnum fyrirtækisins áfram gagnvart þeim sviðum borgarinnar sem hann veitir pólitíska forystu. Hann á því að gæta hagsmuna beggja vegna borðsins. Þetta er hættulegt fordæmi að mati Kratabloggsins.
2. Pétur Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins og ritstjóri kosningavefs flokksins hefur verið ráðinn sem verktaki hjá Faxaflóahöfnum vegna uppfærslu á netsíðu fyrirtækisins. Verkefnið er til 3 mánaða, en óljóst er hvað hann fær í laun. Á vefsíðu sinni viðurkennir Pétur að ráðningin sé vegna tengsla sinna við Björn Inga.
Rétt er að geta þess að Faxaflóahafnir eru undir stjórnarformennsku Björns Inga Hrafnssonar flokksbróður Óskars og Péturs.
3. Ásrún Kristjánsdóttir varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins hefur verið ráðin sem verkefnisstjóri vegna kortlagningu hönnunariðnarins innan borgarinnar. Í það 3 mánaða verkefni hafa verið settar 1,5 milljónir kr., m.a. til að borga laun Ásrúnar.
4. Rúnar Hreinsson fyrrum kosningastjóri borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri Kvikmyndaborgin Reykjavík. Í það 9 mánaða verkefni hafa verið settar 1,5 milljónir kr., m.a. til að borga laun Rúnars. Auk þess hefur ráðgjafarfyrirtækið Innvís sem tengist Rúnari verið ráðið í margvísleg verkefni fyrir Reykjavíkurborg. Rúnar neitaði að svara hvort hann væri starfsmaður eða eigandi Innvís og einnig að svara því hvort hann hefði verið kosningastjóri framsóknarmanna í síðustu borgarstjórnarkosningum (sem allir jú vita).
Kratablogginu finnst einkennilegt að ekki skyldi vera auglýst eftir einstaklingum í þessi verkefni eða leitað tilboða verkfræðistofa eða frá reyndum verkefnisstjórum, heldur ákveðið að ráða fólkið vegna pólitískra tengsla við Björn Inga. Það er þó spurning hvort það teljist eitthvað óeðlilegt þegar Framsókn á í hlut? Enda segir Björn Ingi í Kastljósinu í gær:
Ég tel að það hafi verið fullkomlega eðlilega staðið að þessum ráðningum enda er þarna í öllum tilfellum um að ræða tímabundnar verkefnaráðningar [...] og það er nú einu sinni þannig að það er kominn nýr meirihluti sem ætlar að fylgja sínum hugmyndum úr hlaði. Ég hef ekki komið að öllum þessum ráðningum beint en ég þekki þetta fólk og treysti því.
Kratabloggið skilur ekki hvers vegna það sé eitthvað eðlilegra að ráðningar séu flokkspólitískar þegar um er að ræða tímabundnar ráðningar frekar en í fastar stöður. Markmið ráðninga hlýtur ævinlega vera að fá hæfasta fólkið til starfans og þá hlýtur að vera eðlilegt að gefa fólki sem telur sig getað unnið verkefnið tækifæri á að bjóða fram krafta sína. Ef núverandi meirihluti Framsóknar og Sjálfsstæðismanna telja að þeir sem ráðnir hafa verið séu hæfastir til að sinna verkefnunum eiga þeir ekki að óttast að auglýsa þau!
Óneitanlega leggst sá grunur að Kratablogginu að verið sé að veita pólitíska greiða. Ef þetta er pólitískar ráðningar afhverju eru þá þeir sem ráðnir eru ekki á venjulegum nefndarlaunum? Hverjum finnst eðlilegt að Óskar Bergsson sé að fá 390.000 krónur á mánuði fyrir 15 tíma vinnu á viku? Jú, þeim sem eru að veita pólitíska greiða. Eru Sjálfstæðismenn tilbúnir að standa undir pólitískum greiðum Framsóknar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Fólk
Hugmyndabankar Sósíaldemókrata
-
The New Policy Institute
-
The Fabian Society
-
Global Progressive Forum
-
Progressive Policy Institue
-
Policy Network
Sósíaldemókratar um heim allan
-
Norski Verkamannaflokkurinn
-
Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Danski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Breski Verkamannaflokkurinn
-
Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Grænlenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Færeyski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Franski Sósíalistaflokkurinn
-
Hollenski Verkamannaflokkurinn
-
Belgíski Sósíalistaflokkurinn (hollenskumælandi)
-
Belgíski Jafnaðarmannaflokkurinn (frönskumælandi)
-
Austuríski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Írski verkamannaflokkurinn
-
Ítalski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Verkamannaflokkurinn í Lúxemburg
-
Maltneski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Framfaraflokkurinn
-
Spænski Sósíalistaflokkurinn
-
Pórtúgalski Sósíalistaflokkurinn
-
Skoski Þjóðarflokkurinn
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Wales
-
Svissneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Gríski Sósíalistaflokkurinn
-
Króatíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tékkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Ungverski Sósíalistaflokkurinn
-
Eistneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Lettneski Verkamannaflokkurinn
-
Lettneska Samfylkingin
-
Pólski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Pólski Vinstriflokkurinn
-
Pólska Vinstrifylkingin
-
Rúmenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Serbneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Slóvakíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Afríska Þjóðarráðið
-
Japanski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Japanski Lýðræðisflokkurinn
-
Ísraelski Verkamannaflokkurinn
-
Madaraka flokkurinn í Kenýa
-
Indónesíski Lýðræðisflokkurinn
-
Indverska Þjóðarráðið
-
Indverski Sósíalistaflokkurinn
-
Sósíalistaflokkur Chile
-
Lýðræðisflokkur Chile
-
Þjóðfrelsisflokkur Costa Rica
-
Samstöðuflokkkurinn í Quebec
-
Þjóðarflokkurinn í Quebec
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Hong Kong
-
Framlínuflokkurinn í Hong Kong
-
Borgaraflokkurinn í Hong Kong
-
Demókratíski byltingarflokkurinn í Mexíkó
-
Jafnaðar- og valfrelsisflokkur bænda í Mexíkó
-
Mongólski Þjóðbyltingarflokkurinn
-
Ný-sjálenski Verkamannaflokkurinn
-
Pakistanski Þjóðarflokkurinn
-
Verkamannflokkurinn í Singapore
-
Suður-Kóreski Verkamannaflokkurinn
-
Tyrkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tyrkneski Þjóðarflokkurinn
-
Afganski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Kanadíski Lýðræðisflokkurinn
-
Ástralski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski sósíalistaflokkurinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu afstöðu
Tenglar
Íslenskir sósíaldemókratar á netinu í stafrófsröð
- Agnar Freyr Helgason
- Alma Joensen
- Andrés Jónsson
- Anna Kristín Gunnarsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Arndís Anna Gunnarsdóttir
- Atli Bollason
- Atli Rafnsson
- Ágúst Einarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Páll Árnason
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Bjarni Gaukur Þórmundsson
- Björgvin G. Sigurðsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bryndís Nielsen
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagur B. Eggertsson
- Dofri Hermannsson
- Einar Örn Einarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Gauti Eggertsson
- Glúmur Baldvinsson
- Grétar Gunnarsson
- Guðbjartur Hannesson
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðmundur Rúnar Árnason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Guðrún Erlingsdóttir
- Guðrún Ögmundsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar H. Gunnarsson
- Gunnar Svavarsson
- Gylfi Þorkelsson
- Helga Rakel Guðrúnardóttir
- Helga Tryggvadóttir
- Helga Vala Helgadóttir
- Helgi Hjörvar
- Hildur Edda Einarsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hörður Guðbrandsson
- Ingimundur Sveinn Pétursson
- Ingólfur Margeirsson
- Jakob Frímann Magnússon
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ársælsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Jón Gunnarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Karl V. Matthíasson
- Katrín Júlíusdóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Sveinbjörnsson
- Kristrún Heimisdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Lúðvík Bergvinsson
- Lúðvík Geirsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Norðdahl
- Mörður Árnason
- Oddný Sturludóttir
- Páll Einarsson
- Ragnheiður Hergeirsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Róbert Marshall
- Sandra Franks
- Sigrún Elsa Smáradóttir
- Sigurjón Sveinsson
- Sonja B. Jónsdóttir
- Stefán Benediktsson
- Stefán Jóhann Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Svanfríður Jónasdóttir
- Sveinn Kristinsson
- Tinna Mjöll Karlsdóttir
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður B. Eggertsdóttir
- Valgerður Bjarnadóttir
- Þorleifur Örn Arnarsson
- Þórhildur Þorleifsdóttir
- Þórir Hrafn Gunnarsson
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Þórður Sveinsson
- Örlygur Hnefill Jónsson
- Össur Skarphéðinsson
Athugasemdir
Ertu allir búnir að gleyma flokkspólitískum ráðningum Alþýðuflokksins, þegar flokkurinn sat í ríkisstjórn á árunum 1991 til 1995. Karl Steinar í Tryggingastofnun, Jón Sigurðsson í Seðlabankann, Eiður í sendiherraembætti í Noregi og svo framvegis. Enginn flokkur er saklaus af pólitískum stöðuveitingum og framsóknarmenn eru ekki heilagir. Ekki frekar en kratarnir, en þau þrjú nöfn sem eru nefnd yfir héðan að framan aðeins það sem ég man eftir í svipinn.
Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.