Leita í fréttum mbl.is

Umræður í Kastljósi: Drullumall Björns Inga

BingiDrengirnir hans Halldórs hafa reynt hvað þeir geta í skrifum sínum að tala upp framgöngu og framkomu Björns Inga Hrafnssonar í Kastljósi gærkvöldsins. Þar fór Helgi Seljan þáttastjórnandi yfir brot af pólitískum ráðningum Framsóknarflokksins í borginni á þeim fáu mánuðum sem eru frá borgarstjórnarkosningunum.

Sjálfur segir Björn Ingi:

Ég hef satt að segja lítið gaman að því að ræða stjórnmál á slíku plani og hef ekki haft frumkvæði að því.

Bingi og ÓskarÞvert á móti er ekki annað hægt en að draga þá ályktun að Björn Ingi kunni afar vel við sig í drullumalli og rætni dylgjupólitík. Ótrúlegast var þegar hann sagði Háskólann í Reykjavík hafa keypt sér velvild hjá Degi B. Eggertssyni, sem var með honum í þættinum, og fyrrverandi meirihluta og fengið úthlutað lóð undir skólann og í staðinn hafi Dagur fengið stöðu stundakennara við skólann. Það sjá allir sem vilja hversu fáránlegur málflutningur það er. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins sagði Guðfinna Bjarnadóttir, fráfarandi rektor HR og tilvonandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins,  skólann ekki sitja undir ummælum Björns Inga sem hún sagði vera út í hött og þeim vísað þeim alfarið á bug.

Guðmundur Steingrímsson fjallar um málið undir fyrirsögninni ,,Brúnn Ingi" og hvetur Kratabloggið lesendur sína til að lesa skrif hans. Um hlut Óskars Bergssonar segir Guðmundur m.a.:

Ég fullyrði að aldrei hafi nokkur maður í sögu íslenskra stjórnmála setið jafn augljóslega beggja megin borðs. Aldrei hefur jafnaugljóslega verið reynt að maka krókinn.

Anna Kristinsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins segir um málið:

Hitt að stjórnmálamenn séu líka verkefnaráðnir til sama stjórnvalds finnst mér aftur á móti á afar gráu svæði og ætti ekki að viðgangast. Ef menn á annað borð vilja vera þátttakendur í stjórnmálum og taka sæti á listum þá verða þeir að sætta sig við það að sitja þeim megin borðs.

Kratabloggið hvetur lesendur sína til að horfa á viðtal Helga Seljans við Dag B. Eggertsson og Björn Inga Hrafnsson frá því í gærkvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband