Leita í fréttum mbl.is

Menn verða að gleyma málum áður en þeir gera eitthvað í þeim

Ingólfur MargeirsIngólfur Margeirsson rithöfundur og sagnfræðingur heldur úti ágætum vef og ritar þar reglulega um hin ýmsu mál. Í nýlegri færslu gerir Ingólfur góðlátlegt grín af ráðherra samöngumála, Sturlu Böðvarssyni.

Umferðarmál hafa mjög verið í deiglunni undanfarna dag. Í tilefni þess efndi samgöngumálaráðherra til blaðamannafundar í vikunni og lagði fram eftirfarandi yfirlýsingu:

„Kæru landar. Vegna síendurtekinna umferðarslysa, einkum á Suðurlandsvegi, hefur ríkisstjórnin ákveðið að verja mörgum tugum milljóna í borun jarðgangna milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Til að minnka dauðagildrur á Vesturlandsvegi hefur ríkisstjórnin ákveðið að grafa jarðgöng frá Ólafsfirði yfir í Héðinsfjörð og áfram til Siglufjarðar. Það mun auðvelda þeim 864 bifreiðum sem aka milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á ári, aksturinn og auka ferðaránægju ásamt því að ferðalöngum gefst tækifæri á að njóta náttúrufegurðar í Héðinsfirði en samkvæmt Hagstofunni hafa aðeins 268 manns komið í Héðinsfjörð frá árinu 1938. Jarðgöngin verða tvíbreið. Gætt hefur nokkurs ofsa í málflutningi manna um að  stækka Suðurlandsbraut í tvíbreiða akstursbraut vegna undanfarinna alvarlegra umferðarslysa. Ríkisstjórnin bendir á að flas er aldrei til fagnaðar og gott sé að láta mál setjast og róast áður en menn rjúka í framkvæmdir. Menn verða að gleyma málum áður en þeir gera eitthvað í þeim. Jarðgöngin fyrir norðan og vestan eru hins vegar orðin það gömul að enginn man eftir þeim, eða svo segja kjósendur mínir fyrir vestan sem vissulega eiga nú skilið jarðgöng. ..."

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég hef löngum verið aðdáandi Margeirs, en lítill aðdándi Sturlu, en mér finnst þetta langt frá því að ver fyndið né sniðugt að leggja mönnum svona orð i munn, þó að það eigi að vera "góðlátlegt grín"

Eiður Ragnarsson, 15.12.2006 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband