Leita í fréttum mbl.is

Framsókn = pólitískar ráðningar

Kratablogginu fannst áhugaverð sú upptalning sem Kastljósið var með í gær á pólitískum ráðningum Framsóknarflokksins í borginni. Ýmsir hafa notið góðs af því að vera í góðum tengslum við Björn Inga Hrafnsson, formann borgarráðs á síðustu mánuðum.

 óskarogbingi1. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins hefur verið ráðinn til eins árs sem verkefnisstjóri hjá Faxaflóahöfnum í tengslum við uppbyggingu Mýrargötusvæðisins. Verkefnið felst í  “nauðsynlegri hagsmunagæslu” Faxaflóahafna gagnvart framkvæmda og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Óskar er sjálfur formaður framkvæmdaráðs borgarinnar og varaformaður skipulagsráðs að auki. Óskar fær greiddar 390.000 kr. á mánuði fyrir 15 stunda vinnuskildu á viku sem bætast ofan á föst laun 377.000 kr. á mánuði sem Óskar þiggur sem varaborgarfulltrúi og formaður framkvæmdaráðs.

Í tilfelli Óskars er kjörinn fulltrúi borgarinnar að selja fyrirtæki í bænum þjónustu við að koma verkefnum fyrirtækisins áfram gagnvart þeim sviðum borgarinnar sem hann veitir pólitíska forystu. Hann á því að gæta hagsmuna beggja vegna borðsins. Þetta er hættulegt fordæmi að mati Kratabloggsins.
 

2. Pétur Gunnarsson fyrrum framkvæmdastjóri þingflokks Framsóknarflokksins og ritstjóri kosningavefs flokksins hefur verið ráðinn sem verktaki hjá Faxaflóahöfnum vegna uppfærslu á netsíðu fyrirtækisins. Verkefnið er til 3 mánaða, en óljóst er hvað hann fær í laun. Á vefsíðu sinni viðurkennir Pétur að ráðningin sé vegna tengsla sinna við Björn Inga.

Rétt er að geta þess að Faxaflóahafnir eru undir stjórnarformennsku Björns Inga Hrafnssonar flokksbróður Óskars og Péturs.

3. Ásrún Kristjánsdóttir varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins hefur verið ráðin sem verkefnisstjóri vegna kortlagningu hönnunariðnarins innan borgarinnar. Í það 3 mánaða verkefni hafa verið settar 1,5 milljónir kr., m.a. til að borga laun Ásrúnar.

4. Rúnar Hreinsson fyrrum kosningastjóri borgarstjórnarflokks Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri Kvikmyndaborgin Reykjavík. Í það 9 mánaða verkefni hafa verið settar 1,5 milljónir kr., m.a. til að borga laun Rúnars.  Auk þess hefur ráðgjafarfyrirtækið Innvís sem tengist Rúnari verið ráðið í margvísleg verkefni fyrir Reykjavíkurborg. Rúnar neitaði að svara hvort hann væri starfsmaður eða eigandi Innvís og einnig að svara því hvort hann hefði verið kosningastjóri framsóknarmanna í síðustu borgarstjórnarkosningum (sem allir jú vita).

björningiKratablogginu finnst einkennilegt að ekki skyldi vera auglýst eftir einstaklingum í þessi verkefni eða leitað tilboða verkfræðistofa eða frá reyndum verkefnisstjórum, heldur ákveðið að ráða fólkið vegna pólitískra tengsla við Björn Inga. Það er þó spurning hvort það teljist eitthvað óeðlilegt þegar Framsókn á í hlut? Enda segir Björn Ingi í Kastljósinu í gær: 

 

Ég tel að það hafi verið fullkomlega eðlilega staðið að þessum ráðningum enda er þarna í öllum tilfellum um að ræða tímabundnar verkefnaráðningar [...] og það er nú einu sinni þannig að það er kominn nýr meirihluti sem ætlar að fylgja sínum hugmyndum úr hlaði. Ég hef ekki komið að öllum þessum ráðningum beint en ég þekki þetta fólk og treysti því.

 Kratabloggið skilur ekki hvers vegna það sé eitthvað eðlilegra að ráðningar séu flokkspólitískar þegar um er að ræða tímabundnar ráðningar frekar en í fastar stöður. Markmið ráðninga hlýtur ævinlega vera að fá hæfasta fólkið til starfans og þá hlýtur að vera eðlilegt að gefa fólki sem telur sig getað unnið verkefnið tækifæri á að bjóða fram krafta sína. Ef núverandi meirihluti Framsóknar og Sjálfsstæðismanna telja að þeir sem ráðnir hafa verið séu hæfastir til að sinna verkefnunum eiga þeir ekki að óttast að auglýsa þau!

Óneitanlega leggst sá grunur að Kratablogginu að verið sé að veita pólitíska greiða. Ef þetta er pólitískar ráðningar afhverju eru þá þeir sem ráðnir eru ekki á venjulegum nefndarlaunum? Hverjum finnst eðlilegt að Óskar Bergsson sé að fá 390.000 krónur á mánuði fyrir 15 tíma vinnu á viku? Jú, þeim sem eru að veita pólitíska greiða. Eru Sjálfstæðismenn tilbúnir að standa undir pólitískum greiðum Framsóknar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu allir búnir að gleyma flokkspólitískum ráðningum Alþýðuflokksins, þegar flokkurinn sat í ríkisstjórn á árunum 1991 til 1995. Karl Steinar í Tryggingastofnun, Jón Sigurðsson í Seðlabankann, Eiður í sendiherraembætti í Noregi og svo framvegis. Enginn flokkur er saklaus af pólitískum stöðuveitingum og framsóknarmenn eru ekki heilagir. Ekki frekar en kratarnir, en þau þrjú nöfn sem eru nefnd yfir héðan að framan aðeins það sem ég man eftir í svipinn.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband