Leita í fréttum mbl.is

Svartur blettur á sögu þjóðarinnar

Þetta er svartur blettur á sögu þjóðarinnar [...] sem verður að upplýsa

Ingibjörg SólrúnTalsverðar utandagskrárumræður voru um símhleranir á Alþingi á föstudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hóf máls á umræðunum með því að segja að svo virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi misbeitt ríkisvaldinu í kalda stríðinu og vegið að orðspori og æru þeirra sem urðu fyrir hlerunum. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, svaraði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í forföllum Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra og reyndi að klína hlerununum á samstarfsflokkinn Framsókn. Árni M MathiesenÁrni nefndi meðal annars að hlutur feðganna Steingríms Hermannssonar og Hermanns Jónassonar, fyrrverandi forsætisráðherra, væri ekki lítill í þessum efnum. Eru hleranirnar þá í lagi ef Framsókn tók líka þátt í þeim?

Í sömu umræðu lét Árni þau ummæli falla að:

Einnig væri athyglisvert að ekki væri vitað um hleranir án leyfis dómara

Kratabloggið veltir því fyrir sér hvað teljist svona athyglisvert við það? Eru það athyglisverð tíðindi ef Sjálfstæðisflokkurinn fer að lögum þó að hann hugsanlega hefði komist upp með annað þar sem allir sem komu að hlerununum eru innmúraðir, flokkshollir Sjálfsstæðismenn sem hefðu ekki gert athugasemdir þó að lög hefðu verið brotin?

Kratablogginu finnst ekki nokkurt vit í öðru en að láta þingnefnd rannsaka hlerunarmálin til að komast að hvert umfang hlerananna hafi verið og hverjir hafi staðið að baki þeim og hvaða ástæður hafi leytt til hlerananna. Eru ástæðurnar þær að Sjálfstæðismenn og Framsókn vildu fá ýtarlegri upplýsingar um starfsemi stjórnarandstöðunnar? Markmið þingnefndarinnar væri að eyða þeirri miklu óvissu sem er um þessar hleranir en ekki að sakfella einn né neinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband