Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Ísland skiptir ekki máli í alþjóðlegu samhengi

Geir H Haarde Í umræðum í dag um ummæli Jóns Sigurðssonar um stuðning íslensku þjóðarinnar við árásarstríðið í Írak hafði Geir Hilmar Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins þetta að segja:

Það er alveg furðulegt stærilæti í fólki sem telur að íslenska ríkisstjórnin eða Íslendingar skipti það miklu máli í alþjóðlegu samhengi og í sambandi við ákvarðanir af þessu tagi að það hafi haft einhver áhrif á atburðarásina sem þarna varð.

Forsætisráðherra þjóðarinnar, sem jafnframt er fyrrum utanríksráðherra, telur Íslendinga og íslensku ríkisstjórnina ekki skipta máli í alþjóðlegu samhengi. Þar höfum við það. En hvað eru við þá að rembast þetta?

Geir Dori Þetta er sami Geir Hilmar og veitir forystu ríkisstjórn sem stendur í kosningabaráttu sem kostar tugi milljóna króna um laust sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Til hvers að standa í slíku veseni og fjárútlátum fyrst að vægi Íslands í alþjóðlegu samhengi er svona lítið?


mbl.is Rætt um ræðu Jóns í upphafi þingfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andrés metur ástandið í Írak

andrés magg í írak 3
Andrés Magnússon
, sjálfstæðismaður og blaðamaður gagnrýnir leiðarahöfund Morgunblaðsins í dag á bloggsíðu sinni fyrir að segja að í Írak geysi nú borgarastyrjöld (civil war).

Það mætti kannski benda Andrési á að Vestanhafs fjölgar þeim daglega fjölmiðlunum sem byrjaðir eru að nota hugtakið borgarastyrjöld um ástandið í Írak. Þetta eru meðal annars:

-NBC News
-MSNBC
-Los Angeles Times
-Newsweek
-New York Times

Mættum við biðja um bloggfærslu þar sem að Andrés hefur vit fyrir fréttaritstjórum þessara miðla?

"Don't they understand about the liberty?"

teiknimynd neocon


Framsóknarmenn: ,,Maður fylgir sínu liði"

framsokn logo 3Það sem mér þótti skrítið var að stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem hana ritaði virðist ekki gera sér grein fyrir að á þingi eru tvö lið og eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði. 
 
- Dagný Jónsdóttir varaformaður menntamálnefndar um grein þingmanns Samfylkingarinnar varðandi opinberu háskólanna, heimasíðu sinni 12. des. 2004.

 

Það vill nú svo til að menn verja sína foringja.
 

- Hjálmar Árnason formaður þingflokks Framsóknarflokksins um ákvörðun Halldórs og Davíðs að styðja Bandaríkjamenn í Íraksstríðinu, Kastljósinu 27. nóv. 2006.

 

Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
 
- Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 48. gr. Tók gildi 17. júní 1944. 

Víðsýnna og frjálslyndara Alþingi!

ungir thmennÍ kosningunum fyrir rúmu þremur og hálfu ári síðan varð umtalsverð nýliðun á Alþingi. Ungt fólk eins Ágúst Ólafur Ágústsson, Katrín Júlíusdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Dagný Jónsdóttir og Birgir Ármannsson tóku öll sæti á þingi. Vafalítið vonuðust margir til þess að með tilkomu þessara nýju og ungu þingmanna að ferskari vindar myndu blása um sali Alþingis.

Kjörtímabilinu er ekki enn lokið og hvetur Kratabloggið ungu þingmennina sem og aðra þingmenn til að nýta tækifærið og beita sér fyrir því að áfengiskaupaaldur á bjór og léttvíni verði lækkaður til samræmis við önnur borgaraleg réttindi í 18 ár. Annað brýnt mál er frumvarp um breytingu ýmissa lagaákvæða er varða sölu á bjór og léttvíni í verslunum sem 14 þingmenn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks standa að.

Fyrir rúmum tveimur árum lögðu 23 þingmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Frjálslynda flokknum (hvaða flokk afturhaldssinna vantar í þessa upptalningu?) fram frumvarp varðandi lækkun áfengiskaupaaldurs js ms as sftil samræmis við önnur réttindi, en af einhverjum ástæðum fékk það ekki afgreiðslu úr allsherjarnefnd. Jóhanna Sigurðardóttir var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en af því stóðu einnig m.a. núverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir, sem og tveir ráðherrar Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson.

Full ástæða er til að skora á þingmennina tuttugu og þrjá að fá að lágmarki níu aðra í lið með sér til viðbótar og klára þetta mál áður en kjörtímabilinu lýkur í vor.


Vitnað í Vilmund

Vilmundur_GylfasonFrjálslynd jafnaðarstefna virðist standast tímans tönn. Eftirfarandi orð Vilmundar Gylfasonar eiga fullt erindi í umræðuna í dag:

[Það] má skipta ríkisafskiptum í tvo megin flokka: a) ríkisafskipti af framleiðslu: landbúnaðarstefna, byggðastefna, tollastefna, lánastefna í ríkisbönkum, peninga- og vaxtastefna. b) ríkisafskipti af velferðarmálum: menntamál, heilbrigðismál, stuðningur við þá, sem orðið hafa undir af einhverjum ástæðum, þ.e. tryggingamál, félagsmál hvers konar, dagvistun, stuðningur við íþróttir, listir o.s.frv. Mér hefur sýnst, en það kann þó að vera misskilningur, að í reynd hafi hugmyndir ungra sjálfstæðismanna um báknið burt, einkum snúið að síðarnefnda flokknum. 

[...]

Fjölmargir ágætustu hugmyndafræðingar jafnaðarmanna eru í dag þeirrar skoðunar að lýðræðis jafnaðarmennska (socialdemocracy) og frjálshyggjan (liberalism) séu ekki lengur andstæð hugmyndakerfi, heldur gangi þau hönd í hönd í mörgum atriðum. Í bókstaflegri merkingu hafa sennilega jafnaðarmenn í Austurríki gengið lengst í því að viðurkenna þetta í orði (enda eru þeir nú hlutfallslega stærstir jafnaðarmannaflokka í Evrópu), svo og í Vestur-Þýskalandi. Á borði hafa Skandinavar einnig viðurkennt þessa miklu breytingu. Bretar eru hins vegar ívið ,,frumstæðari" í þessum efnum.

Hér á Íslandi má segja að Alþýðuflokkurinn hafi í reynd viðurkennt þessa megin breytingu með þáttöku í viðreisnarstjórninni, sem svo er kölluð, og stefnuskrá hennar. Áðdáunarvert plagg er einnig stefnuskrá frjálslyndra og vinstri manna frá 1969, þar sem þessi hugmyndafræðilega viðurkenning er beinlínins tekin fram í nafni flokksins.

Í grófum dráttum má lýsa þessum kenningum svo, að framleiðslan sjálf skuli lúta markaðslögmálum - og það alvöru markaðslögmálum - en hins vegar sé ríkið ævinlega tilbúið til þess að grípa inn í , bæði með hjálparaðgerðum og eins með fyrirbyggjandi aðgerðum, t.d. með því að setja auðhringalöggjöf, með skattlagningu, eða með félagslegri stýringu í takmarkaðar auðlindir. Jafnframt sé þjónusta og smárekstur sem mest rekinn eftir lögmálum markaðarins. Hins vegar sé byggt ofan á þetta kerfi velferðarþjóðfélag, svo sem í menntamálum, heilbrigðismálum, með styrkjakerfi til listamanna o.s.frv. Með þessum hætti er grundvallarhugmyndum frjálshyggju og velferðarríkis blandað saman. 

Úr grein Vilmundar Gylfasonar, Frjálshyggja og jafnaðarstefna og íslenskar aðstæður, sem birtist í Morgunblaðinu í apríl 1979.


Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð

Björgvin Valur

Björgvin Valur Guðmundsson ,,öfgasinnaður jafnaðarmaður" rifjar upp sinnepsgasfundinn mikla í kjölfarið á umræðunni um þátttöku íslensku þjóðarinnar í árásarstríðinu á Írak. Full ástæða er til að gera það einnig hér á Kratablogginu.

Mbl. í byrjun árs 2004:

Þetta er í fyrsta sinn sem efnavopn finnast í Írak, en það var meint efna-, lífefna- og kjarnavopnaeign Íraka sem var helsta ástæða þess að ráðist var inn í landið. Hefur slíkra vopna verið leitað án árangurs síðan. „Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. „Ég er stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.“

Björgvin Valur skrifar:

Hver man ekki eftir þessu fyrst farið er að rifja upp þátttöku okkar í Íraksstríðínu; Halldor Asgrims 1sinnepsgasfundinum mikla?  Framsóknarmenn voru svo vissir um að innrásin í Írak hefði verið réttmæt að formaðurinn þeirra ákvað áður en endanlegar niðurstöður rannsóknar lágu fyrir að um efnavopnafund væri að ræða og montaði sig í fjölmiðlum.

Þegar svo hið sanna kom í ljós, þ.e.a.s. að Halldór Ásgrímsson hljóp á sig og gerði sig að fífli, var tilkynning hans um að Íslendingar hefðu fundið efnavopn í Írak, tekin af heimasíðu utanríkisráðuneytisins til að klóra yfir skítinn.

Þegar Jón Sigurðsson kallar ákvörðunina um stuðning við Íraksstríðið mistök, stillir hann sér tæknilega upp við hlið Árna Johnsen því að sjálfsögðu var um glæp að ræða.


Óeining efstu manna

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi voru nokkuð fyrirsjáanleg og ekki bara fyrir kristjan þór júlíussonþær sakir að í því notuðu flokksmenn tækifærið til þess að hafna Arnbjörgu Sveinsdóttur þingflokksformanni sem forystumanni í kjördæminu. Það er gömul saga og ný að konum vegnar illa í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins.  

Eflaust hefur það verið með þá staðreynd í huga sem að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins beindi því til flokksmanna að gæta þess að konur yrðu ekki eingöngu í baráttusætum – þær ættu ekki síður heima í öruggum þingsætum. Og eflaust hefur það haft eitthvað með hvatningu Þorgerðar að gera að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og keppinautur Þorgerðar í varaformannskjöri á síðasta landsfundi barðist þar við Arnbjörgu um oddvitasætið. Þorgerður hlaut rétt rúm 60% greiddra atkvæða á landsdfundinum sem verður að teljast nokkuð slök kosning í flokki þar sem rússneskar kosningar tíðkast í æðstu embætti. Hún hefur því eflaust talið sig eiga harma að hefna gegn Kristjáni Þór.  

Þorgerður KatrínMörgum brá hins vegar í brún yfir því hversu beinskeyttur Kristján var í garð Þorgerðar eftir að úrslitin lágu fyrir og talaði um ummæli hennar sem "afar óheppilegt inngrip". Arnbjörg sem tók úrslitunum nokkuð vel svaraði fyrir sig – og það er spurning hversu drengileg ummæli Kristjáns voru í ljósi þess að hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjörinu. Á sama tíma og Arnbjörg talaði um sterkan lista notaði bæjarstjórinn tækifærið og skammaði varaformann flokksins fyrir það sem hann taldi vera stuðningsyfirlýsingu við Arnbjörgu, þingflokksformanninn.  Í kvöldfréttum birtist því nokkuð áberandi óeining milli efstu manna á framboðslistanum auk þess sem að hörð gagnrýni kom fram á forystu flokksins.

Betra seint en aldrei

árni johnsenÁrni Johnsen og Jón Sigurðsson eru í dag báðir búnir að segjast vera voða sorrý. Kratabloggið fagnar því. Batnandi manni er best að lifa.

En það hefði auðvitað verið trúverðugara ef þeir hefðu komið fram með þetta fyrr. Það er erfiðara að taka mark á afsökunarbeiðni sem kemur eftir að hvatningar um slíkt hafa dunið yfir mánuðum og árum saman.

Árni Johnsen fengi sjálfsagt líka jákvæðari undirtektir almennings ef að "iðrun" hans kæmi ekki akkúrat nú þegar að sú hætta virðist raunveruleg að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki til að bjóða hann fram til Alþingis fyrir flokkinn. 

Grein hans í Morgunblaðinu myndi sömuleiðis virðast einlægari ef að það væri ekki alvarleg PR-krísa í gangi akkúrat núna vegna fjöldaúrsagna úr flokknum. Og ekki síður vegna eindreginna stuðningsyfirlýsinga formanns og varaformanns flokksins sem stinga í stúf við yfirlýsingar Landssambands sjálfstæðiskvenna og fleiri áhrifamikilla sjálfstæðismanna.

Kratabloggið leyfir sér því, eins og eflast margir fleiri, að efast um iðrun Árna Johnsen. Dæmin sem sýna takmarkaðan skilning hans á alvarleika brotana sem hann framdi eru því miður svo mörg.

---

jon presturEn að þætti Jóns Sigurðssonar. Hann er nú loksins búinn að feisa fyrir hönd flokks síns þau alvarlegu mistök sem stuðningurinn við Íraksstríðið var.

Íslenskir kjósendur munu engu að síður refsa Framsóknarflokknum fyrir sauðsháttinn í næstu kosningum. Ræða Jóns ætti hins vegar að flýta fyrir enduruppbyggingu flokks sem er hugmyndafræðilega gjaldþrota.

Jón var reyndar aðeins náinn persónulegur ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar þegar að ákvörðunin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var tekinn og er því ekki persónulega ábyrgur.

Sjálfstæðismenn eru strax byrjaðir að blogga um yfirlýsingu Framsóknarformannsins og eru alls ekki sáttir eftir því semgeir staðfasti lesa má í skrif þeirra. Þeir halda fast við að Íraksstríðið hafi verið rétt aðgerð miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á sínum tíma og saka Jón Sigurðsson um að vera popúlisti.

Það er því ekki útlit fyrir því að Geir H. Haarde gangi til sambærilegra skrifta gagnvart þjóðinni í bráð.


mbl.is Iðrast af djúpri einlægni og biðst fyrirgefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband