Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Svafa Grönfeldt er í "réttum" stjórnmálaflokki

Háskólinn í Reykjavík er eins og Verslunarskólinn í eigu aðila sem eru tengdir Sjálfstæðisflokknum sterkum svafa böndum.

Það var því aldrei möguleiki á öðru en að nýr rektor væri "Sjálfstæðismanneskja" eins og það er kallað.

Svafa Grönfeldt fellur í þann flokk en hún er einmitt virk í Sjálfstæðisflokknum. T.d. má sjá að hún studdi við bakið á Guðlaugi Þór Þórðasyni í nýafstöðnu prófkjöri og sömuleiðis var hún á stuðningslista hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í fyrrahaust. 

Enginn vafi er á að Svafa er afar hæf í sínu fagi og eflaust góður valkostur fyrir HR. Það sakar hins vegar ekki að hitt komi fram enda er það líka væntanlega ein ástæða þess að mikið af metnaðarfullu fólki sækir inn í Sjálfstæðisflokkinn - hann sér um sína.

Forgangsröðun í rugli?

Oft er forgangsröðun ríkisstjórnarinnar skrýtin. Í fjárlögunum sést þetta hvað einna best. bændahöllin

Í morgun kusu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gegn tillögum stjórnarandstöðunnar um að setja á fót 75.000 króna frítekjumark vegna atvinnutekna fyrir eldri borgara en slíkt hefði einungis aukið ríkisútgjöldin um 400 milljónir.

Þessi aðgerð myndi aftur á móti færa eldri borgurum mikla kjarabót og í raun fengið ríkið hluta af þessum fjármunum aftur í ríkiskassann vegna skatttekna af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara.
En þessu tímdu stjórnarliðar ekki.

Þeir voru hins vegar meira en til í að samþykkja um 500 milljón króna styrk til Bændasamtakanna. Þeir voru einnig til í að láta
 íslenska reðasafnið fá 800.000 kr. og Sögusetur íslenska hestsins fá 5 milljónir króna. Ungliðastarf hins jákvæða trúfélags, Krossins, fékk 2,5 milljónir frá skattgreiðendum og þá fékk Músík í Mývatnssveit hálfa milljón kr.
Og ekki má gleyma mótorbátnum Lóu sem fékk 2 milljónir eða vélbátnum Ölveri sem tókst að kría þrjár milljónir úr ríkiskassanum.


Fjölmiðlaþingmennirnir

myndÞorsteinn Pálsson fjallar á afgerandi hátt um íslenska alþingiskosningakerfið í leiðara dagsins í Fréttablaðinu. Telur hann kerfið vera meingallað enda hafi það verið málamiðlunarsamsull allra flokka árið 1999, sem enginn hafi í raun verið ánægður með. Þessu til stuðnings nefnir hann að einungis 35 þingmenn studdu málið í lokaafgreiðslu þess.

Galla kosningakerfisins telur hann fyrst og fremst vera þann að kjördæmin séu of stór, sem veldur því að bein tengsl þingmanna og kjósenda hafi að mestu verið rofin. Þeir einu sem lifi af í hörðum heimi prófkjaranna séu hinir svokölluðu fjölmiðlaþingmenn, sem lifa og hrærast í því að vekja athygli á sér og sínum málum. Fyrir vikið verður alþingissamkundan einsleit og skortir breidd til að geta með sönnu endurspeglað alla þjóðina.

germanyNefnir Þorsteinn nokkrar leiðir sem hægt væri að fara til að draga úr þessari slagsíðu og auka tengsl kjósenda við þingmenn. Tæpir hann sérstaklega á þeim aðferðum sem beitt er í Þýskalandi og í Írlandi. Þrátt fyrir að þær aðferðir séu síður en svo fullkomnar er mikilvægt að sífellt fari fram umræða um hvaða kosningafyrirkomulag sé heppilegast - sér í lagi þegar kerfið sem er notað núna er handónýtt - og gætu Íslendingar vafalaust lært eitthvað af þeim aðferðum sem beitt er í öðrum löndum. Pawel Bartoszek skrifaði þannig áhugaverða grein fyrir tveim árum um hvernig þýska kosningakerfið gæti fúnkerað á Íslandi - landinu væri þá skipt í 31 kjördæmi þar sem 31 þingmaður væri kjörinn persónukjöri, en 32 þingmenn væru kjörnir af landslistum (hér má sjá dæmi um þýskan atkvæðaseðil og á síðu Deutche Welle má finna ítarlegri umfjöllun um þýska kerfið). Enn fremur er fjöldi aðila á þeirri skoðun að landið ætti einfaldlega að vera eitt kjördæmi, þar sem öll atkvæði hefðu sama vægi og allir kysu af sama lista. Hvort sem mönnum hugnast sú leið sem Pawel skrifar um eða séu þeirrar skoðunar að farsælast sé að landið verði eitt kjördæmi, er mikilvægt að fram fari opinská umræða um fyrirkomulagið á næstu misserum - núverandi skrípi verður einfaldlega að víkja!


Fordómalaus dómsmálaráðherra

Björn Bjarna með skóflu

Eins og væntanlega einhverjir vita þá heldur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra úti vefsetrinu Björn.is og þar heldur ráðherrann dagbók, setur inn ræður sínar og greinar og skrifar reglulega pistla.

Dómsmálaráðherra þjóðarinnar segist vera hlutlaus og fordómalaus maður - laus við sleggjudóma. Kratabloggið efast ekki um það. Ráðherrann hefur fullyrt að hann blandar sér ekki inn í lögreglurannsóknir undirmanna sinna eða reynir að hafa áhrif á dómara. Fyrir honum eru allir jafnir. Sama hvað menn heita - Ólafur Börkur Þorvaldsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Jón Ásgeir Jóhannesson o.s.frv.

Kratabloggið ákvað að gera heldur flippaðan hlut - og fara inn á vefsetur dómsmálaráðherrans! Þar er að að finna leitarvél mikla og er hægt að kalla fram leit að hinum ýmsu orðum og orðasamsetningum. Það er ekki hægt að segja annað að Björn sé tæknivæddur netverji því veraldarvefurinn er ekki nein bóla.

Í vísindalegri rannsókn komu eftirfarandi fyrirtæki/uppnefni/nöfn upp þegar Kratabloggið pikkaði þau í leitarvél Björns:

Bjorn Bjarna

Björgólfur Guðmundsson 0 grein á vefsvæðinu                                             
Bakkavör 2 greinar á vefsvæðinu
Lýður Guðmundsson 1 grein á vefsvæðinu
Baugsmiðlar 21 greinar á vefsvæðinu
Magnús Þorsteinsson 0 grein á vefsvæðinu
Baugur 14 greinar á vefsvæðinu
Jóhannes Jónsson 7 greinar á vefsvæðinu
Avion Group 0 grein á vefsvæðinu
Sigurður Einarsson 1 grein á vefsvæðinu
Björgólfur Thor Björgólfsson 0 grein á vefsvæðinu
Jón Ásgeir Jóhannesson 8 greinar á vefsvæðinu
Benedikt Jóhannesson 1 grein á vefsvæðinu
Hannes Smárason 0 grein á vefsvæðinu
Gunnar Smári Egilsson 16 greinar á vefsvæðinu
Baugstíðindi 7 greinar á vefsvæðinu
Straumur-Burðarás 0 grein á vefsvæðinu

Það er ekki hægt að segja ákveðið mynstur komi í ljós þegar að niðurstöður þessarar vísindalegu rannsóknar eru skoðaðar. Dómsmálaráðherra ríkisins er laus við sleggjudóma og leggur menn og fyrirtæki ekki í einelti. Fyrir Birni Bjarnasyni eru allir jafnir. Sama hvað menn heita - Lýður Guðmundsson, Jóhannes Jónsson, Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson o.s.frv.

p.s. við þetta vill Kratabloggið bæta að þegar Jón Ólafsson, þessi sem Davíð Oddsson sagði vera ,,mesta skattsvikara sögunnar", er sleginn í leitarvél Björns Bjarnasonar er niðurstaðan - 28 greinar á vefsvæðinu.


Enn af jafnaðarmannastjórninni í Norður-Kóreu

Skorað var á okkur að birta fleiri tilvitnanir í Vefþjóðviljann. Kratablogginu er það bæði ljúft og skylt. Hér er annar gullmoli frá nýfrjálshyggjumönnunum um sósíaldemókratisma og Norður-Kóreu:
 

“Í Norður-Kóreu hefur jafnaðarstefnu verið fylgt út í æsar og afleiðingarnar eru hungursneyð og ógnarstjórn. Hvergi í heiminum er ástand borgaranna jafn slæmt og í Norður-Kóreu”


Og í öðrum pistli á http://andriki.is stóð:


 

”Jú, hrein félagshyggja hefur verið reynd víða og eru íbúar Norður-Kóreu þessi misserin að súpa seyðið af slíkri tilraunastarfsemi.”


Kannski ekki neitt sérstaklega málefnalegir en allavega bráðfyndnir í þessari þráhyggju sinni.

Símafyrirtækin eru í fákeppni

Varaþingmaðurinn Sandra Franks á skilið hrós fyrir að hafa tekið upp á Alþingi ýmis óútskýrð atriði sem SANDRA FRANKSsnerta meinta samkeppni á íslenska farsímamarkaðnum.

Sandra var í viðtali hjá Jóhanni Haukssyni á Útvarpi Sögu í gærmorgun og á heimasíðu hennar má lesa grein hennar um málið. Jóhann lofaði í þættinum að ganga á eftir svörum frá Símanum og Vodafone. Það verður spennandi að heyra hvort þau svör fáist í þættinum í dag. Og enn meira spennandi verður að heyra hvort það verði ærleg svör eða gamalkunnur spuni um að hér sé símakostnaður lægri en víða annars staðar.

Við birtum hér brot úr grein Söndru:

Farsímanotandi sem er í áskrift hjá Betri leið? hjá Símanum greiðir 11 krónur fyrir hverja mínútu þegar hann hringir innan GSM-kerfis Símans. Mínútugjaldið hækkar hins vegar upp í 22 krónur, eða um 100%, ef hann hringir yfir í önnur kerfi. Sama er uppi á teningnum hjá Vodafone. Farsímanotandi í áskriftarleið GSM vinir hjá Vodafone greiðir 10,90 króna mínútugjald þegar hringt er innan GSM-kerfis, en þegar símtalið fer yfir í önnur farsímakerfi hækkar mínútugjaldið í 21,90 krónur á mínútu. Þarna er um sömu hækkun að ræða og hjá Símanum. Hjá báðum fyrirtækjunum hækkar gjaldið þá um 100%.

Hér virðast því stóru símafyrirtækin stunda verðsamráð í skjóli fákeppni. Er það löglegt?
 Í kjölfar þess að númeraflutningur milli símkerfa var gefinn frjáls vita notendur ekki lengur hvort hringing fer á milli kerfa þegar númer er valið. Notandinn getur því hæglega verið fluttur á milli símkerfa án þess að hafa nokkra hugmynd um það. Hann hefur því enga vitneskju um þegar símtalið verður allt í einu 100% dýrara. Bæði símafyrirtækin bregðast þeirri siðferðilegu skyldu að láta kaupanda þjónustunnar vita þegar gjaldið tvöfaldast við að hringing er flutt milli kerfa. 


Þessi mikla aukning á mínútugjaldi er óskiljanleg. Það eru engin tæknileg rök fyrir því að mínútugjaldið hækki svo gríðarlega við það eitt að hringing flyst milli kerfa. Ég flokka hana því undir okur í skjóli fákeppni.


Sagnfræði

Sósíaldemókratismi á ekki upp á pallborðið hjá öllum eins og gengur. Samt er þetta sú hugmyndafræði í stjórnmálum sem á sér talsmenn á langflestum þjóðþingum heims. Meðal þeirra sem seint munu teljast til aðdáenda okkar kratana eru ritstjórnarmeðlimir Vefþjóðviljans, bæði hinir nafngreindu og hinir nafnlausu.

Sem dæmi talaði Vefþjóðviljinn alltaf í eina tíð um "jafnaðarmannastjórnina í Norður-Kóreu"

Sem var reyndar nokkuð fyndið hjá þeim...


Skref í rétta átt

303     Ríkislögreglustjóri.
        1.01
Ríkislögreglustjóri. Gert er ráð fyrir að beint greiðsluframlag úr ríkissjóði lækki um 3 m.kr. í ljósi áætlunar um jafnmikla hækkun á ríkistekjum stofnunarinnar af hlutdeild í áfengisgjaldi.

Framlög til embættis Ríkislögreglustjóra hafa hækkað stórkostlega undanfarin ár og í litlu samhengi við framlög til málaflokksins í heild. Í ár virðist ætla verða breyting þar á miðað við tillögur meirihluta fjárlaganefndar.


Varla genginn í "skólagjaldabjörg" samt

Að tryggja jafnan aðgang allra að menntun er eitt mikilvægasta viðfangsefni sósíaldemókrata hvarvetna. hjalmar arnason i undralandiLíka á Íslandi.

Það er lykilatriði að mati ritstjórnar Kratabloggsins að það verði áfram á allra færi að mennta sig. Og það veit Björgvin og er sama sinnis.

Óskhyggja gamla skólastjórans Hjálmars Árnasonar breytir þar engu um. Orð Björgvins G. Sigurðssonar snúast eins og Kratabloggið kýs að skilja þau aðeins um mögulegar útfærslur á mikilli menntasókn sem von er á þegar að sósíaldemókratar komast aftur hér til valda. Hann er fylgjandi jafnrétti til náms eins og allir góðir kratar.


Orðskýringar

Steingrímur Sævarr er búinn að uppgvöta Kratabloggið. Það er bara fínt. Bjóðum hann velkominn í hóp lesenda bloggsins.

Hann er samt eitthvað að fara fram úr sér í dramatíseringu sinni á færslu okkar um viðtal Jóhanns Haukssonar við Valdimar Leó Friðriksson, fyrrverandi þingmann Samfylkingarinnar.

valdimarleogunnarörlygsquisling Það er rétt að Kratabloggið skellti upp þrífara-mynd af Valdimar Leó, Quisling og Gunnari Örlygs. Ástæða þess að okkur kom Quisling í hug er samt ekkert dramatísk. Þetta skýrist af því að hluti ritstjórnarmeðlima hefur dvalið um lengri tíma í Noregi og þar hefur orðið "Quislingur" og "svikari" blandast saman í tungumálinu. Það er ekki óvenjulegt þar í landi að nota orðið "Quislingur" til að lýsa svikurum við málstaðinn - hver svo sem málstaðurinn er sem vísað er til. Þessi málvenja smyglaði sér þannig inn í ritstjórn Kratabloggsins.

En að sjálfsögðu lítur Kratabloggið ekki á svik Valdimars Leó við kjósendur Samfylkingarinnar þeim augum að þau jafnist á við samstarf Vidkuns Quisling við nasista í Noregi í síðari heimsstyrjöldinni.

Langt í frá.

Valdimar Leó er reyndar sjálfur kunnur af því að nota sterk orð til að lýsa skoðunum sínum. T.d. lýsti hann því yfir í ræðu á landsþingi Ungra jafnaðarmanna fyrr í haust að "Framsóknarflokkurinn væri ekkert annað en bófaflokkur og mafía."

Við vonum því að hann taki ekki það því ekki of nærri sér vera kallaður "Quislingur" af fyrrum félögum sínum meðal íslenskra krata. Og Gunnar vonandi ekki heldur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband