Leita í fréttum mbl.is

Slæmar fréttir á flöskudegi

ALCOHOL_image001Frjálslynt ungt fólk getur nú varla gert annað en að hrista hausinn þessa dagana vegna hugmynda núverandi ríkisstjórnar um að hækka skattlagningu yfirvalda á áfengum drykkjum. Ölgerðin Egill Skallgrímsson hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna málsins og má vel taka undir óskir þeirra um að ríkisstjórnin endurskoði þennan gegndarlausa vitleysisgang. Föðurleg (og allt að því kæfandi) ákvarðanataka um allt sem lítur að áfengismálum er að vísu ekki ný af nálinni hér á landi. Bjórinn var jú bannaður til 1989 og ekki má gleyma farsakenndri hækkun áfengisgjalds fyrir tveim árum síðan, sem Friðjón, góðvinur okkar Nýkrata, rifjar upp á heimasíðunni sinni. Grípum aðeins niður í pistilinn hans:

  Þetta minnir mig á eina aumustu stund Alþingis þegar frumvarp  um gjald af áfengi og tóbaki var lagt fram og tekið til 1. umræðu kl 18.08 vísað til nefndar kl. 18.53 tekið til 2. umræðu 20.58 og samþykkt sem breyting á lögum kl. 21.52. 

Flutningsmaður sagði í ræðu sinni

efni málsins er þannig að það þarf að hafa hraðar hendur við að afgreiða það í þingsölum eins og allir þingmenn þekkja.

Hækkunin nam 7% sem var um 100kr á flösku af sterku áfengi en ekki var hreyft við veikari drykkjum.  Þingheimur sem allur tók þátt í þessari dellu var sannfærður um að fólk myndi streyma í Ríkið og hamstra vodka vegna 100 kr. hækkunar!

Þetta var árið 2004 en ekki 1950, það eru svona vinnubrögð sem eru þingmönnum til minnkunar, ég trúi því að Ögmundur sé sannfærður um það þurfi að hafa vit fyrir almenningi með þessum hætti en þegar sjálftæðismenn standa að svona rugli þá örvæntir maður.

Já, það þarf heldur betur að hafa vitið fyrir okkur í áfengismálum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ef þetta fer í gegn, þá verð ég alltaf edrú á íslandi og fullur í Svíþjóð.  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2006 kl. 19:39

2 Smámynd: Bragi Einarsson

einmitt, maður liggur þegar í þunglyndi af hugsuninni einni yfir verðinu, þegar mar fer á pöbb!

Bragi Einarsson, 2.12.2006 kl. 00:27

3 identicon

Varið ykkur á tonlist.is það er bara scam, passið ykkur á að kaupa ekki áskrfit.

geirsi (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 04:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband