Miðvikudagur, 31. janúar 2007
Mogginn og evran
Fyrir jafnaðarmann einsog mig þá voru nýlegar breytingar á Morgunblaðinu virkilega skemmtilegar. Helsta breytingin sem ég tók eftir var nefnilega sú að Staksteinar voru ekki lengur á síðustu innsíðu blaðsins. Þannig að í stað þess að lestri blaðsins hjá mér læki með því að lesa óhróður um Ingibjörgu Sólrúnu, þá endar Moggalesturinn nú með nýjustu fréttum af sambandsmálum Britney Spears.
Það er líka einsog Staksteinar hafi mildast við þessa færslu innan blaðsins. En í morgun virðast Staksteinar vera komnir í gamlar farið og þar birtist ansi furðulegur pistill frá ritstjórunum, þar sem vitnað er í skoðanakönnum meðal almennings á evru svæðinu:
Samkvæmt könnun, sem Financial Times lét gera telja tveir þriðju íbúa Frakklands, Ítalíu og Spánar að evran hafi haft neikvæð áhrif og helmingur Þjóðverja var sömu skoðunar. Í Frakklandi sögðu einungis 5% þeirra, sem spurðir voru, að evran hefði haft jákvæð áhrif.
Tveir þriðju Þjóðverja sögðu að þeir vildu heldur þýzka markið.
Það er óneitanlega athyglisvert að á sama tíma og þetta viðhorf virðist ríkjandi í þeim ESB-ríkjum, sem könnunin náði til hjá því fólki, sem hefur margra ára reynslu af hinum sameiginlega gjaldmiðli hefjast umræður hér um mikilvægi þess að taka upp evruna.
Það er ansi magnað Mogginn noti skoðanakönnun meðal þegna evru ríkjanna sem mótrök gegn því að á Íslandi sé talað um upptöku evrunnar. Væri ekki nær að einblína frekar á skoðanir þeirra sem hafa vit á því hvernig aðstæður á Íslandi eru?
Það er einfaldlega svo að bæði hagfræðingar, sem og menn úr viðskiptalífinu hafa bent á kosti evru umfram krónu. Skoðanir fólks á evru svæðinu eru ansi flóknar. Sumir sakna ákveðins stolts í því að eiga eigin gjaldmiðil og önnur tilfinningarök eru mjög sterk, sem meðal annars eru ein af ástæðum þess að Svíar höfnuðu Evrunni. Í þessum löndum sem Mogginn vitnar til voru einnig fyrir upptöku evru gríðarlega stórir og sterkr gjaldmiðlar sem sveifluðust ekki til við skýrslugerð danskra banka. Einnig þurftu þegnar þessara landa ekki að búa við vaxtaokur einsog viðgengst á Íslandi.
Þessar skoðanir almennings á evru svæðinu koma okkur lítið við.
Það er ansi hætt við því að ef að almenningi í þessum löndum væri gefinn kostur á því að velja á milli evrunnar og þess gjaldmiðils sem við hér á Íslandi notum (með tilheyrandi sveiflum og vaxtaokri) að þá yrðu niðurstöður skoðanakannarinnar sem Moggin vísar í öðruvísi. Moggaritstjórar ættu að vita betur en að skjóta á Samfylkinguna með svo aumum rökum.
(EÖE)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Facebook
Fólk
Hugmyndabankar Sósíaldemókrata
-
The New Policy Institute
-
The Fabian Society
-
Global Progressive Forum
-
Progressive Policy Institue
-
Policy Network
Sósíaldemókratar um heim allan
-
Norski Verkamannaflokkurinn
-
Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Danski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Breski Verkamannaflokkurinn
-
Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Grænlenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Færeyski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Franski Sósíalistaflokkurinn
-
Hollenski Verkamannaflokkurinn
-
Belgíski Sósíalistaflokkurinn (hollenskumælandi)
-
Belgíski Jafnaðarmannaflokkurinn (frönskumælandi)
-
Austuríski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Írski verkamannaflokkurinn
-
Ítalski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Verkamannaflokkurinn í Lúxemburg
-
Maltneski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Framfaraflokkurinn
-
Spænski Sósíalistaflokkurinn
-
Pórtúgalski Sósíalistaflokkurinn
-
Skoski Þjóðarflokkurinn
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Wales
-
Svissneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Gríski Sósíalistaflokkurinn
-
Króatíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tékkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Ungverski Sósíalistaflokkurinn
-
Eistneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Lettneski Verkamannaflokkurinn
-
Lettneska Samfylkingin
-
Pólski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Pólski Vinstriflokkurinn
-
Pólska Vinstrifylkingin
-
Rúmenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Serbneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Slóvakíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Afríska Þjóðarráðið
-
Japanski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Japanski Lýðræðisflokkurinn
-
Ísraelski Verkamannaflokkurinn
-
Madaraka flokkurinn í Kenýa
-
Indónesíski Lýðræðisflokkurinn
-
Indverska Þjóðarráðið
-
Indverski Sósíalistaflokkurinn
-
Sósíalistaflokkur Chile
-
Lýðræðisflokkur Chile
-
Þjóðfrelsisflokkur Costa Rica
-
Samstöðuflokkkurinn í Quebec
-
Þjóðarflokkurinn í Quebec
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Hong Kong
-
Framlínuflokkurinn í Hong Kong
-
Borgaraflokkurinn í Hong Kong
-
Demókratíski byltingarflokkurinn í Mexíkó
-
Jafnaðar- og valfrelsisflokkur bænda í Mexíkó
-
Mongólski Þjóðbyltingarflokkurinn
-
Ný-sjálenski Verkamannaflokkurinn
-
Pakistanski Þjóðarflokkurinn
-
Verkamannflokkurinn í Singapore
-
Suður-Kóreski Verkamannaflokkurinn
-
Tyrkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tyrkneski Þjóðarflokkurinn
-
Afganski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Kanadíski Lýðræðisflokkurinn
-
Ástralski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski sósíalistaflokkurinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu afstöðu
Tenglar
Íslenskir sósíaldemókratar á netinu í stafrófsröð
- Agnar Freyr Helgason
- Alma Joensen
- Andrés Jónsson
- Anna Kristín Gunnarsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Arndís Anna Gunnarsdóttir
- Atli Bollason
- Atli Rafnsson
- Ágúst Einarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Páll Árnason
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Bjarni Gaukur Þórmundsson
- Björgvin G. Sigurðsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bryndís Nielsen
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagur B. Eggertsson
- Dofri Hermannsson
- Einar Örn Einarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Gauti Eggertsson
- Glúmur Baldvinsson
- Grétar Gunnarsson
- Guðbjartur Hannesson
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðmundur Rúnar Árnason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Guðrún Erlingsdóttir
- Guðrún Ögmundsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar H. Gunnarsson
- Gunnar Svavarsson
- Gylfi Þorkelsson
- Helga Rakel Guðrúnardóttir
- Helga Tryggvadóttir
- Helga Vala Helgadóttir
- Helgi Hjörvar
- Hildur Edda Einarsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hörður Guðbrandsson
- Ingimundur Sveinn Pétursson
- Ingólfur Margeirsson
- Jakob Frímann Magnússon
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ársælsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Jón Gunnarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Karl V. Matthíasson
- Katrín Júlíusdóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Sveinbjörnsson
- Kristrún Heimisdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Lúðvík Bergvinsson
- Lúðvík Geirsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Norðdahl
- Mörður Árnason
- Oddný Sturludóttir
- Páll Einarsson
- Ragnheiður Hergeirsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Róbert Marshall
- Sandra Franks
- Sigrún Elsa Smáradóttir
- Sigurjón Sveinsson
- Sonja B. Jónsdóttir
- Stefán Benediktsson
- Stefán Jóhann Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Svanfríður Jónasdóttir
- Sveinn Kristinsson
- Tinna Mjöll Karlsdóttir
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður B. Eggertsdóttir
- Valgerður Bjarnadóttir
- Þorleifur Örn Arnarsson
- Þórhildur Þorleifsdóttir
- Þórir Hrafn Gunnarsson
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Þórður Sveinsson
- Örlygur Hnefill Jónsson
- Össur Skarphéðinsson
Athugasemdir
Alveg með ólíkindum hvað þig nennið að þrástagast á þessu evru-rugli. Þar utan er Mogginn bara í hlutlausum fréttaflutningi fyrir okkur lesendur, og segir frá óánægjunni með evruna á meginlandinu. Þá
getur maður rétt ímyndað sér ástandið hér á Íslandi ef við værum
með evru í allt öðru efnahagsástandi og hagsveiflu en í ESB-löndunum. En það getur Ingibjörg Sólrún og co með engu móti
sklilið, enda hrynur kratafylgið í frjálsu falli þessa daganna.
Nei sem betur fer eruð þið kratar áhrifalausir í dag og allt bendir til
að svo verði um ókomin ár. :)
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.1.2007 kl. 20:24
"Alveg með ólíkindum hvað þig nennið að þrástagast á þessu evru-rugli."
Já, ég var búinn að gleyma því að það má ekki tala um evruna.
Þessi rök um að nauðsynlegt sé að halda í eigin gjaldmiðil vegna þess að efnahagssveiflur okkar markaðssvæðis séu ólíkar öðrum svæðum, eru einfaldlega afleit.
Heldurðu að efnahagssveiflur í Kaliforníu og Alaska séu eins? Hefur einhver í Alaska talað fyrir upptöku annars gjaldmiðils en dollars? Heldurðu að efnahagssveiflur í Þýskalandi og á Spáni séu eins? Heldurðu að menn hafi ekki vitað það fyrir upptöku evrunnar að svo væri?
Nýkratar, 31.1.2007 kl. 20:41
Jú jú ykkur er alveg heimilt að rausa um þessa evru daginn út og daginn inn. En slík umræða er innihaldslaus varðandi daginn í dag
og svo langt sem séð verður. Til að taka upp evru þarf að ganga í
Evrópusambandið. Það ferli tekur mörg ár og þarf auk þess að fara
í þjóðaratkvæði. Þar að auki þarf að breyta stjórnarskrá svo að
fullveldisframsalið rýmist innan hennar. Ekki stendur til að breyta
henni í þá átt skv. niðurstöðu starfandi stjórnarskránefndar, en
það ferlli krefst samþykki tveggja þinga milli kosninga.
Þannig að umræðan um evruna er bara bla bla bla gagnvart
efnahagsmálum næstu ára, enda skilar Samfylkingin og Ingibjörg
Sólrún auðu í þeim málum í dag. Þess vegna treystir ekki þjóðin
Samfylkingunni í dag, alveg eins og Ingibjörg treystir ekki sálfum
þingflokki sínum.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 31.1.2007 kl. 21:01
Bendi á grein Stefáns Jóhanns, varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar, ,,Er Evrópusambandið ólýðræðislegt skrifræðisbákn sem þjónar fremur stórfyrirtækjum en almenningi?"
Sjá: http://www.stefanjohann.is/
Eins og Stefán bendir á myndi innganga í Evrópusambandið draga úr íbúalýðræði. Alls kyns lög og reglugerðir koma frá bákninu sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar landanna hafa lítið að segja um. Íbúar sambandsríkjanna eru því sviptir lýðræðinu því umbjóðendur þeirra eru valdaminni en áður.
Mér finnst Samfylkingin einblína of mikið á Evruna og forðast að ræða það reglugerðafargan sem Evrópusambandinu fylgir. Hér er Stefán Jóhann þó undantekning og ættu fleira Samfylkingarfólk að líta til flokksbróður síns.
Sem betur fer virðist landinn þó vera meðviðtaður um þetta skv. nýjustu könnun fréttablaðsins þar sem 2/3 eru andvígir evru og inngöngu í ESB.
http://www.visir.is/article/20070124/FRETTIR01/101240157&SearchID=73270040170939
Ólafur Örn Nielsen, 1.2.2007 kl. 08:42
Grein eins og þessi er ástæðan fyrir því að ég brosi alltaf góðlátlega þegar Evrópusambandsinnar kvarta undan því að það megi aldrei tala um þessi mál. Þeir vilja nefnilega bara tala um það góða en aldrei það neikvæða.Það hvernig fólk í þessum löndum upplifir kjör sín og aðstæður eftir að evran var tekinn upp er vissulega innlegg inn í þessa umræðu.
Sufjan (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 09:27
Lífsgæði eru að meðaltali verri innan ESB en á Íslandi, sama má segja um Noreg.
Smá sveiflur er ekki réttlæting fyrir því að fórna sjálfstæðinu aftur til meginlandsins.
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 09:31
"Smá sveiflur..."
Ég er með rúmlega 20 milljón króna verðtryggt húsnæðislán og læt ekki fólk sem býr heima hjá mömmu og pabba segja mér hvað sé réttlætanlegt og hvað ekki.
Hvaða sjálfstæði er verið að fórna? Yfirráðum okkar yfir fiskimiðunum? Tja við erum alveg einfær um að drepa okkar stofna ein og sjálf og höfum ekki þurft neina hjálp við. Þannig að hin vonda fiskveiðistefna ESB er algjörlega í takt við okkar eigin. Skoðið aflatölur og hvernig meðalþyngd stofnsins hefur þróast á undanförnum 20 árum og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.
Allir samningar, allt alþjóðasamstarf hafa skilyrði í för með sér sem má kalla "frelsisskerðingu" eða "valdaafsal". Samstarfi v-evrópuríkjanna var komið á eftir seinni heimstyrjöld til einmitt að gera þau "háðari" innbyrðis og með því draga úr líkum á ófriði. Þannig að sömu rök má nota um aðild að NATO og Norðurlandaráði.
Spurningin er því hvaða völd eru framseld? Tvennt hefur helst verið nefnt sem við megum alls ekki missa fullkomna stjórn yfir og það eru peningamálinn og fiskveiðarnar. Við höfum sýnt að við erum algjörir sóðar í umgenginni um þá auðlind og höfum nú nýlega lagt gegn takmörkunum/banni á togveiðum sem við höfum notað samviskusamlega til að strauja landgrunnið og eyðileggja þar með klakstöðvar fisksins. Meira að segja verðum við að semja við aðrar þjóðir um nýtingu á stofnum sem ganga í okkar eigin lögsögu, t.d. síldin, þannig að það er ekki einu sinni um fullan ákvörðunarrétt að ræða æ í dag.
Með peningamálinn þarf ekki að segja margt, annað hvort skilur fólk þetta eða ekki. Lesið viðtalið við forstjóra Actavis í gær. Þar lesið þið rök atvinnulífsins fyrir sinni "inngöngu" sem mun aðeins þýða að við endum með tvö hagkerfi í landinu, annað sem hefur evru sem gjaldmiðil og hitt með krónu. Ef einhver heldur það að gengi hennar sé "stjórnað" af íslenkum ráðamönnum er það mikill, og dýr, misskilningur.
Aron N Þorfinnsson (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 11:16
Sæll EÖE
Þér finnst mikilvægt að fólk skrifi undir nafni.Það er virðingarverð afstaða því þú kvittar undir þín skrif.Ég sé hinsvegar ekki í fljótu bragði að aðrir aðilar sem eru skráðir sem pennar eða annað á þessari síðu finnist mikilvægt að fólk viti hver skrifar hvað.Textinn bara látinn duga.Þetta er samt ekkert leyndó eins og Orðið á götunni var.
Bears 24 Colts 17
Sufjan (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.