Leita í fréttum mbl.is

Pétur Blöndal varð sér til skammar

Fátækt barna og hagur þeirra var til umræðu í þinginu í gær að undirlagi Helga Hjörvars. Össur Skarphéðinsson segir Pétur Blöndal hafa orðið flokki sínum enn einu sinni til skammar í þingsal í umræðunum.

Framlag hans var aðallega að kvarta yfir því að stærðfræðilega mælikvarða á fátækt væri erfitt að finna! Óregla og fíkn foreldra var honum eiknar hugleikið. Pétur Blöndal virtist hreinlega á þeirri skoðun að fátækt væri einkum stærðfræðilegur hugarburður og helsta ástæða þess að til eru íslensk börn sem lifa undir fátæktarmörku felist í því, að foreldrarnir séu óreglufólk!

Það hlýtur að vera gleðiefni fyrir illa stadda Íslendinga - til dæmis einstæða foreldra í röðum látlaunafólks - að alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telji erfiðleika þeirra aðallega stafa af fíkn og skorti á reglusemi. En þetta er svosem ekki í fyrsta skipti sem Pétur H. Blöndal talar á þessum nótum - einsog aldraðir og öryrkjar muna úr frægu viðtali við hann fyrir nokkrum misserum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þarna hitti kallinn naglann beint á höfuðið eins og fyrri daginn. Hann Pétur Blöndal er snillingur.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 15:46

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Pétur gerir sig bara að fífli með þessu, hann á ekki að steypa alla í sama mót. Auðvitað er til fátækt án þess að vín eða dóp eða sólarlandaferðir komi við sögu. Einstæðar mæður hafa það mjög skítt margar hverjar, eru í láglaunastarfi og hafa litla möguleika á að auka tekjurnar. Ég tala af reynslu! Álit mitt á Pétri gat ekki minnkað meira, það er alveg horfið. Mér finnst svona ummæli heimskuleg og lýsa hroka og skilningsleysi á því hvernig þjóðfélagi hann býr í. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.1.2007 kl. 17:32

3 identicon

Ef Pétur vinnur frá 9:00 til 14:00 alla virka daga þá er hann heppinn!Yfirleitt er fátækt fólk að vinna lélegustu störf sem unnuð er á vöktum...Þegar maður vinnur frá 6:00 til 15:00 ein vika og hin frá 15:00 til 23:00 eins og ég gerði og maðurinn minn gerir þá er það skiljanleg að það sé óregla í lifi fólks. Hvað er Pétur að pæla?

Fjóla

Fjóla (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 21:44

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Össur Skarphéðinsson segir Pétur H Blöndal hafa orðið flokki sínum enn einu sinni til skammar. ´
Mér sjálfri finnst Pétur H Blöndal alltaf vera til skammar yfirleitt.

Svava frá Strandbergi , 31.1.2007 kl. 02:20

5 identicon

Mín reynsla er sú að það er alveg hægt að ná endum saman í láglaunastörfum. Sá sem hefur þak yfir höfuðið og mat á borðið er ekki fátækur. Ýmsir þrýstihópar vilja færa fátæktarlínuna og kalla það fátækt að þurfa t.d. að gamla í gömlum slitnum skóm á meðan aðrir eiga nokkur pör af tískuskóm. Samanburður við aðra virðist því hafa meiri áhrif en afkoma. Svo já þeir eru í tugum eða hundruðum sem eru virkilega fátækir, ekki þúsundir. En af hverju eru þá þúsundir að lenda í gjaldþroti? Aftur þá held ég að það tengist samanburði við aðra frekar en afkomu. Láglaunafólk er oft að rembast við það að lifa millistéttarlífsstíl og það gengur bara í nokkur ár, alltaf kemur að skuldardögum.

Man eftir frétt frá því í fyrra um innflytjanda sem var á lágum launum en náði samt sem áður að safna sér peningum til þess að opna eigin veitingastað á aðeins 5 árum. Hann hefur getað lagt peninga til hliðar líklega vegna þess að hann tók ekki þátt í lífsstílasýndarmennsku Íslendinga og keypti aðeins nauðsynjar. Skil annars ekki tilganginn með því að ræða þetta á Alþingi. Fátækt eða ekki fátækt, finnst mjög eðlilegt að þegnar landsins beri ábyrgð á eigin afkomu. Ef það er alltaf hægt að gefast upp með þá vitneskju að ríkisbeljan komi til bjargar þá minnkar það hvatann í þjóðfélaginu til þess að standa á eigin fótum og gera sitt besta. Tvöföldun öryrkja á nokkrum árum er augljóst merki um að það er viss aumingjavæðing í samfélaginu.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband