Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking

Fyrir utan hið afleita nafn, þá hefur kaffibandalag stjórnarandstöðunnar virkað hálf klúðurslegt að undanförnu.  Ég hef lengi verið því fylgjandi að vinstri flokkarnir sameini krafta sína í kosningum í stað þess að berjast sín á milli um fylgi á meðan að stjórnarflokkarnir tveir halda sínu.

En vandamálið er bara að í kaffibandalaginu eru þrír flokkar.  Vinstri Grænir, Samfylkingin og svo Frjálslyndi flokkurinn.  Það er hins vegar augljóst eftir landsþing Frjálslyndra í gær að sá flokkur á litla sem enga samleið með stjórn sem að frjálslyndir jafnaðarmenn myndu vilja mynda.

Í kosningum um varaformann var hófsömustu rödd flokksins hafnað og Magnús Þór endurkjörinn varaformaður.  Svo er það augljóst eftir ræðu formanns flokksins að þeir eru að staðsetja sig sem flokk sem ætlar að nýta sér tortryggni gagnvart útlendingum til fylgisaukningar.  Með slíkum flokkum á Samfylkingin enga samleið.

---

Björn Ingi er á sinni síðu með ágætis samantekt á helstu áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum samkvæmt ræðu formannsins.

Flokkurinn vill stoppa flæði útlendinga til landsins gegn því sem stendur í EES samningunum.  Þeir þykjast geta gripið til neyðarúrræðis í samningnum þar sem hægt er að grípa til

"viðeigandi öryggisráðstafana ef upp koma alvarlegir, efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum. Í fyrst lagi verða erfiðleikarnir annað hvort að vera orðnir að veruleika eða yfirvofandi, í öðru lagi eiga ráðstafanirnar að takmarkast við það sem er bráðnauðsynlegt til að ráða bót á ástandinu og loks eiga ráðstafanir sem gerðar eru vegna erfiðleika sem skapast vegna eins samningsaðila að gilda gagnvart öllum samningsaðilum."


Tilvitnun fengin af vef Björns Inga.

Hvernig í ósköpunum ætla Frjálslyndir að réttlæta það að hér á landi ríki eitthvað sérstaklega alvarlegt ástand í málefnum útlendinga?  Þvert á móti þá væru hér gríðarleg vandamál ef að hér væru engir útlendingar.  Frjálslyndir og þeirra stuðningsmenn sem kvarta yfir enskumælandi strætóbílstjórum verða hreinlega að gera sér grein fyrir að valið snýst ekki um enskumælandi eða íslenskumælandi strætóbílstjóra, heldur einfaldlega enskumæland eða enga bílstjóra.  Slíkt er ástandið á vinnumarkaðinum.

Það er augljóst að eftirlitsstofnanir EES munu aldrei samþykkja að ástandið á Íslandi verðskuldi það að taka upp þessa klausu.  Þess vegna þurfa Frjálslyndir væntanlega að segja upp EES samningnum til að ná takmörkum sínum.  Eru þeir þá tilbúnir til þess að taka til baka réttindi Íslendinga, sem geta í dag unnið í flestöllum Evrópulöndum án vandræða.

---

Það er alveg ljóst að möguleikar Samfylkingarinnar til setu í ríkisstjórn eru takmarkaðir ef að úrslit kosninga verða eitthvað í átt við skoðanakannanir að undanförnu.  Við munum ekki mynda vinstri stjórn einungis með Vinstri Grænum.  Því er það augljóst að besti og raunhæfasti möguleiki Samfylkingarinnar til setu í ríkisstjórn verður með Sjálfsæðisflokknum.

Helsta vandamálið við þá stjórn er ESB hræðsla Sjálfstæðisflokksins, en hún hefur þó eitthvað minnkað núna þegar að fólk úr viðskiptalífinu talar meira um ESB aðild.  ESB yrði hvort eð er vandamál í samstarfi við Vinstri Græna, sem af einhverjum ástæðum eru á móti ESB.  Þá verður að telja líklegra að Sjálfstæðismenn sjái að sér í ESB málum frekar en Vinstri Grænir.

(EÖE)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta er svoldið áhugaverð pæling: Geta lýðræðislegir flokkar sameinast um eitthvað eitt án þess að fórna kröfum lýðræðisþenkjandi fólks?

Er hægt að bera lýðræðislega þenkjandi fólk saman við fólk sem sameinast um flokkinn fyrst? Hér held ég að liggi eitt aðalvandamál þessara vinstri flokka.

(Tilheyri hvorugu)

Ólafur Þórðarson, 28.1.2007 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband