Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Koma svo Ellert!

Það kom fram í fréttum fyrir helgi að Ellert B. Schram (formaður 60plús félagskaparins) væri kominn inn á þing ellertsem varamaður fyrir Helga Hjörvar í tvær vikur.

Kratabloggið hefur ekki orðið var við þingstörf Ellerts í fjölmiðlum enn sem komið er - en vonandi stendur það til bóta. Ástæða er til að hvetja þennan reynslumikla stjórnmálamann að taka til óspilltra málanna og tala óhikað fyrir hagsmunum eldri borgara t.d. við umræðu um fjárlagafrumvarpið. Nógu er af að taka.


Spyr hvort Gulli og Bingi hafi samið um mönnun á forstjórastól OR

Hlynur Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður og kosningastjóri Illuga Gunnarssonar, veltir vöngum yfirhlynur OR umbótum sem gerðar hafi verið hjá Orkuveitu Reykjavíkur á bloggsíðu sinni í gær.

Hann spyr m.a. hvernig standi á því að Guðlaugur Þór Þórðason, sem gagnrýndi afar harðlega stjórnun Orkuveitunnar á meðan hann var í minnihluta, skuli sem stjórnarformaður vera með sama mann í vinnu við að stjórna fyrirtækinu og Alfreð Þorsteinsson kaus. En Guðmundur Þóroddsson situr sem fastast sem forstjóri OR.

Hlynur, sem þótti naskur frétthaukur á sínum tíma, giskar á að þarna komi til eitthvert samkomulag Guðlaugs Þórs við Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Björn Ingi mun reyndar sjálfur taka við stjórnarformennsku í Orkuveitunni eftir nokkra mánuði og því er kannski ekki mikill tími til stefnu hjá Guðlaugi að breyta áherslum í rekstrinum í samræmi við fjölbreytta gagnrýni sem hann setti fram á meðan hann var enn í minnihluta í borginni.

Alvarlegur lýðræðishalli

Þrátt fyrir að hið langþráða markmið og baráttumál, um að flokkarnir kæmu sér saman um lög um fjármállydraedishalli stjórnmálaflokkana, hafi nú loksins náðst þá verður ekki vart mikillar spennu eða fagnaðarláta.

Kannski er það vegna þess að tilfinningin í brjósti margra er sú að niðurstaðan hafi verið hálfgert skítamix sem litlu muni breyta - þó hún sé e.t.v. skref í rétta átt.

Önnur ástæða er sú að í niðurstöðum nefndarinnar er ekkert tekið á því hvernig flokkar sem ekki hafa boðið fram til Alþingis áður eða hafa ekki náð að fá þingmann kjörin eiga að fjármagna starfsemi sína. Starfsemi sem er jafn mikilvæg lýðræðinu og starfsemi gömlu flokkanna.

Raunar var kynning á niðustöðum áðurnefndrar nefndar notað sem tilefni til hækkunar á framlagi ríkissjóðs til stjórnmálaflokkana sem eiga nú fulltrúa á Alþingi úr 300 milljónum í 430 milljónir á ársgrundvelli.

blaðamannafundurKratabloggið tekur undir með Frjálshyggjufélaginu sem ályktaði í vikunni um að fyrirkomulag þessara mála væri ógnun við lýðræðið í landinu.

Hins vegar er það í anda sósíaldemókratisma að styðja við stjórnmálasamtök eins og önnur frjáls félagasamtök. Kratabloggið getur því ekki tekið undir að rétt sé að einstaklingar og fyrirtæki fjármagni þessa starfsemi. Það eina sanngjarna og skynsamlega í þessum efnum er að styrkja líka ný stjórnmálaöfl og gera það samkvæmt einhverjum mælikvarða sem jafnar aðstöðu þeirra gagnvart núverandi valdhöfum.

Það er enn megn skítalykt af þessu málum og ástæðan er sú að það hallar verulega á hluta íslenskra borgara sem vilja hafa áhrif á stjórn landsins, með því að þeim er mismunað sem vilja bjóða fram en tilheyra ekki þeim fimm flokkum sem nú eiga fulltrúa á Alþingi.


mbl.is Takmörk sett á kostnað frambjóðenda í prófkjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bless Bless; Blair, Persson og Schröder! Halló Zapatero!

Það verður seint af forsætisráðherra Spánar, sósíaldemókratanum José Luis Zapatero, tekið að hann skuli hafa megnað að jose_luis_rodriguez_zapaterokoma því í gegn þrátt fyrir andstöðu kaþólikka að heimila giftingar samkynhneigðra á Spáni. Þeir öðluðust samtímis fullan rétt til ættleiða börn.

Þetta gerði hann á fyrsta árinu sem hann var í embætti. Lögin tóku gildi þann 3. Júlí, 2005.
Það er upplífgandi að sjá þegar að leiðtogar jafnaðarmanna komast til valda að þeir skuli standa með hugsjónum sínum og gera breytingar í samræmi við kosningaloforðin.

Zapatero er ef til vill ekki mörgum kunnur á Íslandi en hann er engu að síður orðinn lykilmaður í alþjóðahreyfingu sósíaldemókrata og mikilvægur talsmaður sósíaldemókratískra gilda innan Evrópusambandsins.

Hann er verðugur arftaki Tonys Blair, Gerhards Schröder og Görans Persson í fylkingarbrjósti evrópskra jafnaðarmanna.


« Fyrri síða

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband