Leita í fréttum mbl.is

Hinn feminíski VG

hypocriteHvers konar róttækur feministi tekur því ekki fagnandi að geta stuðlað að því að kona verði í fyrsta sinn forsætisráðherra Íslands? Tjah, formanni hins feminíska VG-flokks finnst það allavegana varla mikilvægt, sbr. ummæli hans í Kryddsíldinni um hugsanlegt forsætisráðherraefni kaffibandalagsins. Í staðinn fjasaði maðurinn um að "þeir sem ynnu stærsta sigurinn í kosningunum" ættu nú að eiga tilkall til embættisins. Frekar aumt það.

Sama dag skrifar varaformaður sama flokks undir áramótaannál á Múrnum þar sem hæðst er að endurminningum Margrétar Frímannsdóttur, eins af velheppnaðri stjórnmálamönnum síðari ára, og grínast með að hún heimfæri endurminningar Thelmu Ásdísardóttur upp á sjálfa sig. Sjúklegur húmor hjá varaformanninum og virðist varla bera þess merki að hún beri virðingum fyrir raunum Thelmu í æsku né skilji að neinu marki baráttu Margrétar fyrir auknum áhrifum innan Alþýðubandalagsins, þvert gegn vilja karlaklíkunnar.

Flokksmenn þess flokks sem þessir tveir einstaklingar eru í forsvari fyrir hreykja sér af því við hvert tækifæri að þeir séu einir flokka með stefnu í kvenfrelsismálum og raunar eini flokkurinn sem leggur áherslu á feminíska stefnu. Við gerum okkur grein fyrir því að sjálfsgagnrýni getur vafist fyrir mönnum, en er ekki tilvalið fyrir þá feminista sem hafa hugsað sér að kjósa Vinstri græna að velta því aðeins fyrir sér hvort sú stefna sé í rauninni nokkuð annað en orðin tóm?

Að þegar raunverulega reyni á, þá sé það kratahatrið sem trompi kvenfrelsið út af borðinu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hvaða Sjálfstæðiskona er að skrifa þetta? Eins og þær séu betur staddar? En þeir sem kjósa vinstri Græna, og þeir eru margir, hlusta ekki á svona bull. Það er með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi að Ingibjörg Sólrún verði ekki forsetisráðherra og eins og hún talaði í kryddsíldinni er ljóst að hún vill bara ráða öllu og ómögulegt verður að finna einhvern flöt á málum hjá henni, annan en hennar veg.

Þórarinn (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 13:49

2 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Sammála Þórarni í því að vandamálið liggi ekki í einhverri femínista hugsjón Vinstri grænna heldur er ISG sem manneskja algjörlega óhæf til að gegna embætti forsætisráðherra.

Þið Samfylkingarfólk virðist seint skilja að það er nákvæmlega svona málflutningur sem finna má í þessari blogg færslu sem er að fæla fylgi frá ykkur. Nú hafa VG verið að sækja verulega á fylgið hjá ykkur og þegar fólk les þessa blogg færslu sem augljóslega er skrifuð í miklum rembingi og biturð vegna fylgistaps þá sér það í gegnum skilaboðin.

Ólafur Örn Nielsen, 5.1.2007 kl. 13:58

3 identicon

Ég get ekki skilið það að það sé sérstakt keppikefli fyrir feminista að bara einhver kona verði forsætisráðherra, eins og það sé tilgangurinn í sjálfu sér.  A.m.k. finnst mér það frekar sorglegt.

 En fyrst Samfylkingin er svona feminisk, af hverju ákvaðu þá flokksmenn í prófkjöri að reka kvennborgarstjórann úr starfi? Er það ekki merki um kvenhatur samkvæmt ykkar skilgreiningu?

Jónsi (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 02:41

4 identicon

Ég verð nú bara að segja að mér fannst Ingibjörg skjóta sig í fótinn í þættinum. Hún átti aldrei að svara því til að hún ætti að verða forsætisráðherra en með því opnaði hún umræðuna of snemma og þetta dregur úr trúverðugleika stjórnarandstöðunnar og ég sé ekki hvernig þessir þrír flokkar ættu að virka saman í ríkisstjórn. Kanski verður þetta til þess að ríkisstjórnin heldur bara velli, á meðan Ingibjörg hóf þessa eldfimu umræðu sátu bara Jón og Geir glottandi yfir því hvað stjórnarandstaðan er góð í að tortíma sjálfum sér. 

Ef við tölum hinsvegar um það hvort þeirra væri betur hæft til að verða forsætisráðherra tel ég Steingrím tvímælalaust hæfari en ég efast um að hvorugt þeirra fái nú tækifærið. Fyrir mitt leyti vill ég alls ekki að Ingibjörg fái embættið svo að ég þarf endurskoða hug minn og kanski kjósa bara hægri blátt í staðinn fyrir vinstri grænt. 

Jón (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 09:23

5 identicon

Mikið óskaplega er hallærislegt að sjá gagnrýni á Vinstri Græna stimplaða sem rembing og biturð. Hver sá sem segir slíkt sér flísina í augum nágungans en ekki bjálkann í sínu eigin. Óþarfi að hafa orð um það meira.

Annars er ég ekki beinlínis hissa á að Steingrímur vilji frekar verða forsætisráðherra heldur en láta Ingibjörgu það möglunarlaust eftir, jafnvel þótt flestir skynsamir menn ættu að sjá að það er ekki beinlínis réttlátt. Svo segi ég bara eins og varaformaður VG í Blaðinu í dag: Þetta er seinni tíma spursmál.

hee (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband