Leita í fréttum mbl.is

Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð

Björgvin Valur

Björgvin Valur Guðmundsson ,,öfgasinnaður jafnaðarmaður" rifjar upp sinnepsgasfundinn mikla í kjölfarið á umræðunni um þátttöku íslensku þjóðarinnar í árásarstríðinu á Írak. Full ástæða er til að gera það einnig hér á Kratablogginu.

Mbl. í byrjun árs 2004:

Þetta er í fyrsta sinn sem efnavopn finnast í Írak, en það var meint efna-, lífefna- og kjarnavopnaeign Íraka sem var helsta ástæða þess að ráðist var inn í landið. Hefur slíkra vopna verið leitað án árangurs síðan. „Ég tel að hér sé um að ræða heimsatburð,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. „Ég er stoltur og þakklátur íslensku sérfræðingunum fyrir þeirra stóra þátt í þessu máli.“

Björgvin Valur skrifar:

Hver man ekki eftir þessu fyrst farið er að rifja upp þátttöku okkar í Íraksstríðínu; Halldor Asgrims 1sinnepsgasfundinum mikla?  Framsóknarmenn voru svo vissir um að innrásin í Írak hefði verið réttmæt að formaðurinn þeirra ákvað áður en endanlegar niðurstöður rannsóknar lágu fyrir að um efnavopnafund væri að ræða og montaði sig í fjölmiðlum.

Þegar svo hið sanna kom í ljós, þ.e.a.s. að Halldór Ásgrímsson hljóp á sig og gerði sig að fífli, var tilkynning hans um að Íslendingar hefðu fundið efnavopn í Írak, tekin af heimasíðu utanríkisráðuneytisins til að klóra yfir skítinn.

Þegar Jón Sigurðsson kallar ákvörðunina um stuðning við Íraksstríðið mistök, stillir hann sér tæknilega upp við hlið Árna Johnsen því að sjálfsögðu var um glæp að ræða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband