Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Burt með okrið! Við eigum ekki að sætta okkur við þessa dýrtíð

Talsverð umræða er nú um okursamfélagið sem við búum í. Samfylkingin hefur lengi bent á hversu galið það er að íslenskur almenningur þurfi að borga eitt hæsta matvælaverð í heimi, eitt hæsta lyfjaverð í heimi, eitt hæsta bensínverð í heimi og eina hæstu vexti í heimi. Við eigum ekki að sætta okkur við þessa dýrtíð. Það þarf pólitískan vilja til að breyta ástandinu og hann skortir hjá ríkisstjórninni. Hún hefur haft 12 ár til að taka á málinu.

Óboðlegar skoðanakannanir

Egill Helgason þáttastjórnandi skrifar um nýlegar skoðanakannanir á svæði sínu á Vísi.is

Skoðanakönnun sem Blaðið birtir í morgun byggir á um það bil 300 manns. Úrtakið í könnuninni er 750. Svarhlutfallið er 88 prósent. Af þeim taka 53 prósent afstöðu. Þetta er ekkert til að byggja neina umræðu á. Enda virðist sumt í könnuninni vera alveg út úr kortinu - til dæmis 45,4 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins. ... Er ekki ástæða til að biðja þá sem gera skoðanakannanir að vanda sig, eða sleppa því ella? Það eru að koma kosningar - og á þeim tíma er viss ábyrgðarhlutur að framkvæma skoðanakannanir. Því þær eru að vissu leyti skoðanamótandi. ... Menn hljóta líka að gera kröfu um að vinnubrögðin séu almennileg, ekki bara hippsum happs.

Guðmundur Steingrímsson frambjóðandi Samfylkingarinnar gantast með seinustu kannanir og segir framboðslista Óákveðinna vera á blússandi siglingu.

Einhvern tímann lagði ég til í hálfkæringi í góðra vina hópi að árangursríkast í pólitík væri líklega að bjóða fram lista óákveðinna. Óákveðnir myndu rúlla upp hvaða kosningum sem er. Nógu mikið fá þeir alla vega í skoðanakönnunum. Þeir eru með um og yfir 40% fylgi....


Samfylkingin í fyrsta, öðru og þriðja sæti

SamfylkinginFyrir helgi stóðu Samtök Sprotafyrirtækja og Samtök Iðnaðarins fyrir svonefndu Sprotaþingi sem hátt í 200 manns sóttu í Laugardalshöllinni. Þingflokkum stjórnmálaflokkanna var boðið að mæta á þingið með 1-3 þingmál sem miðuðu að eflingu nýsköpunar- og þróunarstarfs hér á landi. Tillögurnar voru gagnrýndar af fagaðilum og í lokin var kosið um hvaða tillögur þóttu bestar. Fyrir þingflokk Samfylkingarinnar mættu Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður flokksins, Katrín Júlíusdóttir þingmaður og Dofri Hermannsson framkvæmdastjóri þingflokksins.

Dofri skrifar á vefsíðu sína:

Við mættum til leiks með þrjár tillögur alls, tvær úr Hátækniáratugnum og heildartillöguna til að sýna að við vitum að hér þarf að taka á málum með heildstæðum hætti. Mat þeirra tæplega 200 gesta Sprotaþingsins á því hvaða þrjár tillögur væru bestar voru eftirfarandi:

   1. Tillaga Samfylkingarinnar um að stórefla Rannsóknar- og Tækniþróunarsjóð
   2. Tillaga Samfylkingarinnar um að koma upp endurgreiðslukerfi á R&D kostnaði
   3. Tillaga Samfylkingarinnar um Hátækniáratuginn

Tillögur annarra flokka voru líka margar góðar en gestir Sprotaþings höfðu á orði að Samfylkingin hefði lagt mun meiri vinnu í sínar tillögur en aðrir þingflokkar. E.t.v. er eitthvað til í því. Alla vega hefur Samfylkingin lagt mikla vinnu í að finna leiðir til að búa Nýja atvinnulífinu sem best skilyrði. Hér fylgir hugur máli.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um sovéskt efnahagskerfi í stóriðjusölu

Árni Páll Árnason skrifar um orkuauðlindir og stóriðjusovét Sjálfstæðisflokksins á vefsíðu sína:

Forystumenn stjórnarflokkanna klifa nú á því að engin stóriðjustefna sé rekin af hálfu hins opinbera og ákvarðanir um virkjanir séu teknar í frjálsum viðskiptum milli orkukaupenda og orkufyrirtækja. Þetta er tómur þvættingur. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um sovéskt efnahagskerfi í stóriðjusölu.

« Fyrri síða

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband