Leita í fréttum mbl.is

Óboðlegar skoðanakannanir

Egill Helgason þáttastjórnandi skrifar um nýlegar skoðanakannanir á svæði sínu á Vísi.is

Skoðanakönnun sem Blaðið birtir í morgun byggir á um það bil 300 manns. Úrtakið í könnuninni er 750. Svarhlutfallið er 88 prósent. Af þeim taka 53 prósent afstöðu. Þetta er ekkert til að byggja neina umræðu á. Enda virðist sumt í könnuninni vera alveg út úr kortinu - til dæmis 45,4 prósenta fylgi Sjálfstæðisflokksins. ... Er ekki ástæða til að biðja þá sem gera skoðanakannanir að vanda sig, eða sleppa því ella? Það eru að koma kosningar - og á þeim tíma er viss ábyrgðarhlutur að framkvæma skoðanakannanir. Því þær eru að vissu leyti skoðanamótandi. ... Menn hljóta líka að gera kröfu um að vinnubrögðin séu almennileg, ekki bara hippsum happs.

Guðmundur Steingrímsson frambjóðandi Samfylkingarinnar gantast með seinustu kannanir og segir framboðslista Óákveðinna vera á blússandi siglingu.

Einhvern tímann lagði ég til í hálfkæringi í góðra vina hópi að árangursríkast í pólitík væri líklega að bjóða fram lista óákveðinna. Óákveðnir myndu rúlla upp hvaða kosningum sem er. Nógu mikið fá þeir alla vega í skoðanakönnunum. Þeir eru með um og yfir 40% fylgi....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband