Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Umbætur á fjármögnun stjórnmálastarfs betri en á horfðist
Kratabloggið hefur nú farið betur yfir frumvarp það sem kom frá nefnd um lagalega umgjörð stjórnmálaflokka og hefur hýrnað all nokkuð yfir ritstjórninni frá fyrstu viðbrögðum við kynningu málsins.
Frumvarpið tekur vissulega á því hvernig hægt sé að fjármagna framboð í samkeppni við núverandi stjórnmálaflokka og því ekki alveg rétt sem kom fram hér í gær að þessi hlið mála hefði verið vanrækt. Flokkar/framboðslistar sem fá að minnsta kosti 2,5% í kosningum til Alþingis/sveitarstjórna eiga rétt á styrkjum eftir sömu hlutfallstöflu og aðrir. En það er nota bene greitt EFTIR kosningar.
Það hallar hins vegar enn á fólk eftir því hvort það tilheyri einhverjum af gömlu stjórnmálaflokkunum eða ekki, varðandi opinbera styrki til stjórnmálastarfsemi og er það til lengri tíma litið óásættanlegt fyrirkomulag. Jafn réttur og aðstaða til að taka þátt í stjórnmálum er ein af grunnstoðum sósíaldemókratismans og að okkar mati lýðræðisins.
Fyrirkomulag þessarar mála hér á landi hefur nú þegar skekkt stjórnmálalitrófið með áþreifanlegum hætti.
Þannig hefur Kratabloggið heimildir fyrir því að Frjálshyggjufélagið hafi ætlað að standa við fyrirheit sitt um að bjóða fram til Alþingis en að athugun sem félagið lét gera hafi leitt í ljós að kostnaðurinn yrði margir tugir milljóna og þannig hafi framboðið strandað.
Frumvarpið þýðir því miður að staðan er enn 1-0 fyrir ríkisvæddar skoðanir gegn lýðræðinu.
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Þegar stórt er spurt
---
Össur Skarphéðinsson þingmaður í umræðum á Alþingi um vatnstjón í yfirgefnu húsnæði varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Draugagangur í gamla Alþýðuflokknum?
Valdimar Leó Friðriksson sagðist í viðtali við morgunhanann Jóhann Hauksson í morgun á Útvarpi Sögu vera búinn að fá símtöl frá gömlum krötum. Hann gaf fyrst í skyn að þeir væru að bera í hann víurnar. En breytti svo um gír og sagði að gamlir kratar væru enn til og margir þeirra væru að tala sín á milli en væru svo sem ekkert að tala við hann sérstaklega.
---
Valdimar Leó telur sig geta betur unnið í sínum málum sem einangraður stjórnarandstöðuþingmaður heldur en með þingflokk Samfylkingarinnar á bakvið sig. Það meikar auðvitað engan sens!
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Ýmsar góðar áherslubreytingar í fjárlögunum
Breytingatillögur meirihluta fjárlaganefndar á fjárlögunum eru komnar fram og var þeim dreift á Alþingi í dag.
Kratabloggið hefur rennt yfir tillögurnar og í fljótu bragði virðist sem þær áherslur sem meirihluti fjárlaganefndar er með séu margar nokkuð jákvæðar.
Athygli vekur umtalsverð aukning í framlögum til íþrótta- og æskulýðsmála sem og til íslenskukennslu fyrir útlendinga. Skorið er niður á öðrum stöðum.
Þetta eru vel þegnar breytingar á forgangsröðun fjárveitingarvaldsins og ástæða til að hrósa Birki Jóni, Einari Oddi og félögum fyrir þessar tillögur. Vonandi er hér ekki aðeins um að ræða tímabundin áhrif kosningavetrar.
Ekki er venjan að fjárlagafrumvarpið breytist mikið á milli annarrar og þriðju umræðu á alþingi og er yfirleitt samið um það milli flokkanna að hafa umræður í lágmarki.
Hér er því um að ræða líklega niðurstöðu á fjárlögunum fyrir árið 2007.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Koma svo Ellert!
Það kom fram í fréttum fyrir helgi að Ellert B. Schram (formaður 60plús félagskaparins) væri kominn inn á þing sem varamaður fyrir Helga Hjörvar í tvær vikur.
Kratabloggið hefur ekki orðið var við þingstörf Ellerts í fjölmiðlum enn sem komið er - en vonandi stendur það til bóta. Ástæða er til að hvetja þennan reynslumikla stjórnmálamann að taka til óspilltra málanna og tala óhikað fyrir hagsmunum eldri borgara t.d. við umræðu um fjárlagafrumvarpið. Nógu er af að taka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. nóvember 2006
Spyr hvort Gulli og Bingi hafi samið um mönnun á forstjórastól OR
Hann spyr m.a. hvernig standi á því að Guðlaugur Þór Þórðason, sem gagnrýndi afar harðlega stjórnun Orkuveitunnar á meðan hann var í minnihluta, skuli sem stjórnarformaður vera með sama mann í vinnu við að stjórna fyrirtækinu og Alfreð Þorsteinsson kaus. En Guðmundur Þóroddsson situr sem fastast sem forstjóri OR.
Hlynur, sem þótti naskur frétthaukur á sínum tíma, giskar á að þarna komi til eitthvert samkomulag Guðlaugs Þórs við Björn Inga Hrafnsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.
Björn Ingi mun reyndar sjálfur taka við stjórnarformennsku í Orkuveitunni eftir nokkra mánuði og því er kannski ekki mikill tími til stefnu hjá Guðlaugi að breyta áherslum í rekstrinum í samræmi við fjölbreytta gagnrýni sem hann setti fram á meðan hann var enn í minnihluta í borginni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Blaðamenn, álitgjafar og bloggarar á launaskrá hjá Pentagon
Er eðlilegt að bandaríski herinn taki þátt í áróðurstríði á netinu, útvarpi og í sjónvarpi?
Að hann greiði fólki fyrir að fara í þætti, á spjallsíður og halda fram rökum fyrir stríðsrekstrinum í Írak?
Samkvæmt nýlegum fréttum þá hefur bandaríska varnarmálaráðuneytið ákveðið að setja á fót sérstaka deild í þessum tilgangi.
Það er umhugsunarefni fyrir Íslendinga nú þegar að rætt er um að koma á fót íslenskri leyniþjónustu að fréttafölsun og röng upplýsingagjöf eru á meðal viðurkenndra vinnuaðferða hjá slíkum stofnunum.
Vefurinn | Breytt 23.11.2006 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Árni "Skattman" gerist æ stórtækari þegar hann seilist í veski landsmanna
Ríkisstjórnarflokkarnir halda því statt og stöðugt fram að skattaálögur hafi lækkað á meðan stjórnarandstöðuflokkarnir halda hinu gagnstæða fram (reyndar einnig Ríkisskattstjóri, verkalýðshreyfingin, Landsamband eldri borgara og Stefán Ólafssson prófessor).
En til að leysa þennan ágreining er auðveldast á benda á orð fjármálaráðuráðherrans sjálfs. Í skriflegu svari ráðherrans frá því í fyrra á þingi, sem Kratabloggið gróf upp, kemur beinlínis í ljós að skattbyrði hafi aukist hjá öllum tekjuhópum nema hjá þeim 10% tekjuhæstu. En hjá þeim hefur skattbyrðin minnkað umtalsvert undanfarin ár.
Hægt er að sjá svar Árna Skattman Mathiesen á http://www.althingi.is/altext/132/s/pdf/0561.pdf og er það taflan efst á blaðsíðu 2 sem er áhugaverðust í þessu sambandi.
Annars má líka sjá töfluna hér fyrir neðan sem sýnir þessa þróun á einfaldan hátt.
------------------------------------
Eftirfarandi tafla sýnir skattbyrði hjóna/sambúðarfólk sem hlutfall af heildartekjum og eftir tekjutíundum, nema fyrir efsta flokkinn sem skipt er í tvennt.
2004 2003 2002
1 8,4 6,8 5,5
2 13,5 11,8 11,1
3 16,4 15,4 15,0
4 19,3 18,3 18,0
5 21,4 20,6 20,1
6 23,0 22,3 22,3
7 24,7 24,0 23,9
8 25,8 25,3 25,4
9 27,4 26,9 27,0
10 22,8 23,0 24,5
10:1 28,0 28,3 28,9
10:2 20,4 20,7 22,3
------------------------------------
Lífstíll | Breytt 23.11.2006 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Alvarlegur lýðræðishalli
Þrátt fyrir að hið langþráða markmið og baráttumál, um að flokkarnir kæmu sér saman um lög um fjármál stjórnmálaflokkana, hafi nú loksins náðst þá verður ekki vart mikillar spennu eða fagnaðarláta.
Kannski er það vegna þess að tilfinningin í brjósti margra er sú að niðurstaðan hafi verið hálfgert skítamix sem litlu muni breyta - þó hún sé e.t.v. skref í rétta átt.
Önnur ástæða er sú að í niðurstöðum nefndarinnar er ekkert tekið á því hvernig flokkar sem ekki hafa boðið fram til Alþingis áður eða hafa ekki náð að fá þingmann kjörin eiga að fjármagna starfsemi sína. Starfsemi sem er jafn mikilvæg lýðræðinu og starfsemi gömlu flokkanna.
Raunar var kynning á niðustöðum áðurnefndrar nefndar notað sem tilefni til hækkunar á framlagi ríkissjóðs til stjórnmálaflokkana sem eiga nú fulltrúa á Alþingi úr 300 milljónum í 430 milljónir á ársgrundvelli.
Kratabloggið tekur undir með Frjálshyggjufélaginu sem ályktaði í vikunni um að fyrirkomulag þessara mála væri ógnun við lýðræðið í landinu.
Hins vegar er það í anda sósíaldemókratisma að styðja við stjórnmálasamtök eins og önnur frjáls félagasamtök. Kratabloggið getur því ekki tekið undir að rétt sé að einstaklingar og fyrirtæki fjármagni þessa starfsemi. Það eina sanngjarna og skynsamlega í þessum efnum er að styrkja líka ný stjórnmálaöfl og gera það samkvæmt einhverjum mælikvarða sem jafnar aðstöðu þeirra gagnvart núverandi valdhöfum.
Það er enn megn skítalykt af þessu málum og ástæðan er sú að það hallar verulega á hluta íslenskra borgara sem vilja hafa áhrif á stjórn landsins, með því að þeim er mismunað sem vilja bjóða fram en tilheyra ekki þeim fimm flokkum sem nú eiga fulltrúa á Alþingi.
Takmörk sett á kostnað frambjóðenda í prófkjörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 22. nóvember 2006
Bless Bless; Blair, Persson og Schröder! Halló Zapatero!
Það verður seint af forsætisráðherra Spánar, sósíaldemókratanum José Luis Zapatero, tekið að hann skuli hafa megnað að koma því í gegn þrátt fyrir andstöðu kaþólikka að heimila giftingar samkynhneigðra á Spáni. Þeir öðluðust samtímis fullan rétt til ættleiða börn.
Þetta gerði hann á fyrsta árinu sem hann var í embætti. Lögin tóku gildi þann 3. Júlí, 2005.
Það er upplífgandi að sjá þegar að leiðtogar jafnaðarmanna komast til valda að þeir skuli standa með hugsjónum sínum og gera breytingar í samræmi við kosningaloforðin.
Zapatero er ef til vill ekki mörgum kunnur á Íslandi en hann er engu að síður orðinn lykilmaður í alþjóðahreyfingu sósíaldemókrata og mikilvægur talsmaður sósíaldemókratískra gilda innan Evrópusambandsins.
Hann er verðugur arftaki Tonys Blair, Gerhards Schröder og Görans Persson í fylkingarbrjósti evrópskra jafnaðarmanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk
Hugmyndabankar Sósíaldemókrata
-
The New Policy Institute
-
The Fabian Society
-
Global Progressive Forum
-
Progressive Policy Institue
-
Policy Network
Sósíaldemókratar um heim allan
-
Norski Verkamannaflokkurinn
-
Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Danski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Breski Verkamannaflokkurinn
-
Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Grænlenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Færeyski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Franski Sósíalistaflokkurinn
-
Hollenski Verkamannaflokkurinn
-
Belgíski Sósíalistaflokkurinn (hollenskumælandi)
-
Belgíski Jafnaðarmannaflokkurinn (frönskumælandi)
-
Austuríski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Írski verkamannaflokkurinn
-
Ítalski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Verkamannaflokkurinn í Lúxemburg
-
Maltneski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Framfaraflokkurinn
-
Spænski Sósíalistaflokkurinn
-
Pórtúgalski Sósíalistaflokkurinn
-
Skoski Þjóðarflokkurinn
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Wales
-
Svissneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Gríski Sósíalistaflokkurinn
-
Króatíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tékkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Ungverski Sósíalistaflokkurinn
-
Eistneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Lettneski Verkamannaflokkurinn
-
Lettneska Samfylkingin
-
Pólski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Pólski Vinstriflokkurinn
-
Pólska Vinstrifylkingin
-
Rúmenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Serbneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Slóvakíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Afríska Þjóðarráðið
-
Japanski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Japanski Lýðræðisflokkurinn
-
Ísraelski Verkamannaflokkurinn
-
Madaraka flokkurinn í Kenýa
-
Indónesíski Lýðræðisflokkurinn
-
Indverska Þjóðarráðið
-
Indverski Sósíalistaflokkurinn
-
Sósíalistaflokkur Chile
-
Lýðræðisflokkur Chile
-
Þjóðfrelsisflokkur Costa Rica
-
Samstöðuflokkkurinn í Quebec
-
Þjóðarflokkurinn í Quebec
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Hong Kong
-
Framlínuflokkurinn í Hong Kong
-
Borgaraflokkurinn í Hong Kong
-
Demókratíski byltingarflokkurinn í Mexíkó
-
Jafnaðar- og valfrelsisflokkur bænda í Mexíkó
-
Mongólski Þjóðbyltingarflokkurinn
-
Ný-sjálenski Verkamannaflokkurinn
-
Pakistanski Þjóðarflokkurinn
-
Verkamannflokkurinn í Singapore
-
Suður-Kóreski Verkamannaflokkurinn
-
Tyrkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tyrkneski Þjóðarflokkurinn
-
Afganski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Kanadíski Lýðræðisflokkurinn
-
Ástralski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski sósíalistaflokkurinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu afstöðu
Tenglar
Íslenskir sósíaldemókratar á netinu í stafrófsröð
- Agnar Freyr Helgason
- Alma Joensen
- Andrés Jónsson
- Anna Kristín Gunnarsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Arndís Anna Gunnarsdóttir
- Atli Bollason
- Atli Rafnsson
- Ágúst Einarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Páll Árnason
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Bjarni Gaukur Þórmundsson
- Björgvin G. Sigurðsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bryndís Nielsen
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagur B. Eggertsson
- Dofri Hermannsson
- Einar Örn Einarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Gauti Eggertsson
- Glúmur Baldvinsson
- Grétar Gunnarsson
- Guðbjartur Hannesson
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðmundur Rúnar Árnason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Guðrún Erlingsdóttir
- Guðrún Ögmundsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar H. Gunnarsson
- Gunnar Svavarsson
- Gylfi Þorkelsson
- Helga Rakel Guðrúnardóttir
- Helga Tryggvadóttir
- Helga Vala Helgadóttir
- Helgi Hjörvar
- Hildur Edda Einarsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hörður Guðbrandsson
- Ingimundur Sveinn Pétursson
- Ingólfur Margeirsson
- Jakob Frímann Magnússon
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ársælsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Jón Gunnarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Karl V. Matthíasson
- Katrín Júlíusdóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Sveinbjörnsson
- Kristrún Heimisdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Lúðvík Bergvinsson
- Lúðvík Geirsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Norðdahl
- Mörður Árnason
- Oddný Sturludóttir
- Páll Einarsson
- Ragnheiður Hergeirsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Róbert Marshall
- Sandra Franks
- Sigrún Elsa Smáradóttir
- Sigurjón Sveinsson
- Sonja B. Jónsdóttir
- Stefán Benediktsson
- Stefán Jóhann Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Svanfríður Jónasdóttir
- Sveinn Kristinsson
- Tinna Mjöll Karlsdóttir
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður B. Eggertsdóttir
- Valgerður Bjarnadóttir
- Þorleifur Örn Arnarsson
- Þórhildur Þorleifsdóttir
- Þórir Hrafn Gunnarsson
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Þórður Sveinsson
- Örlygur Hnefill Jónsson
- Össur Skarphéðinsson