Leita í fréttum mbl.is

Já, eða Nei: Eru allir í Samfylkingunni sammála um þetta mál?

Það er svo skrýtið með íslenska pólitík að aðeins einn flokkur er gagnrýndur stanslaust fyrir þá staðreynd að allir flokksmenn skuli ekki vera sammála um ákveðin málefni.  Ágætt dæmi um þetta kom fram í Silfri Egils í dag.  Þar krafðist íhaldsmaðurinn í settinu þess að Össur Skarphéðinsson svaraði fyrir það hvort að allir í Samfylkingunni væru sammála um stækkun álvers í Hafnarfirði.

Af einhverjum ástæðum virðast talsmenn annarra flokka ekki þurfa að svara slíkum spurningum.  Kjarni málsins er þessi:

  1. Samfylkingin er næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins og því eðli málsins samkvæmt rúmast þar fólk með ólíkar skoðanir.
  2. Stefna Samfylkingarinnar í þessu álversmáli er að láta kjósendur í Hafnarfirði velja hvort þeir vilji stækkun álvers.
  3. Það skiptir því engu máli hvort að einhverjir þingmenn eða meðlimir í Samfylkingunni séu hlynntir álveri og einhverjir á móti - íbúarnir í Hafnarfirði munu ráða!

Í öllum flokkum er til fólk, sem er hlynnt stækkun og á móti - en það breytir því ekki að stefna Samfylkingarinnar er ákveðin.  Dettur einhverjum í hug að spyrja Geir Haarde hvort að allir í Sjálfstæðisflokknum séu hlynntir eða á móti þeim málum, sem þeir standa fyrir í ríkisstjórn?

Kannski erum við Kratar ekki jafnmikil hjarðdýr og Sjálfstæðismenn.  Við erum gjarnari á því að láta það í ljós þegar að skoðun flokksins okkar er ólík okkar eigin skoðunum - ólíkt til dæmis þeim frjálshyggjumönnum sem virðast gleyma mörgum sínum grunngildum þegar þeir hafa fengið að setjast á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  

Við Kratar sameinumst í jafnaðarmannaflokk útaf því að við erum sammála um ákveðin grunngildi jafnaðarstefnunnar.  Það að við séum í sama flokki þýðir samt EKKI að við séum sammála um alla hluti.  Þetta er algengur misskilningur, sem er vert að leiðrétta

- (EÖE)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð samt að segja að þó það sé stefna Samfylkingarinnar í Hfj að láta bæjarbúa kjósa um stækkun álversins fríar það flokkinn ekki frá því að taka ábyrga afstöðu. Mér finnst það allavegana ekki.

hee (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 09:11

2 identicon

-Aðeins öfgaflokkar rúma eina skoðun- sem betur fer er Samfylkingin ekki einn þeirra-

Margrét S. Björnsdóttir.

Margrét S. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 17:55

3 identicon

Einar Oddur og Pétur Blöndal eru í sama flokki og það virðist engum detta í hug að það sé óeðlilegt, þrátt fyrir að þeir séu ekki sammála um nokkurn skapaðan hlut. Samt er alltaf látið eins og það séu allir á sömu línu í þeim flokki. Þar er bara orðaleppurinn „sjálfstæðisstefnan“ notuð til að láta líta út fyrir að allir séu sammála, þrátt fyrir að það séu trúlega engir tveir flokksmenn sammála um hvað þetta orð þýðir.

Pési (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 22:48

4 identicon

enn hvernig er það þegar samfylkingin á landsbyggðinni hefur svo ólíka skoðun á málum samanborið við það sem hægt væri að kalla 101 kjarnann. Tökum gott dæmi um þetta. forysta samfylkingunar segir. hey nú skulum við vernda náttúruna og hér á landi verðum ekki virkt meira eða reyst fleyri álver í okkar nafni. félöginn á landsbyggðina bregðast við þessu með því að gefa skít það sem forystan sagði.

ég veit vel að við íhaldsmenn séum oft á tíðum á öndverðu máli. enn við erum ekki að fara með þetta út um allt. við reynum að standa ekki upp á hól og kalla hvor í kapp við annan um það hvaða málefni séu best.

 enn er það þá ekki málið að stæðsti kosturinn/lösturinn við samfylkinguna er að þar sé lítill flokks agi þannig að hver sem er getur farið hvenær sem er fram með sínar skoðanir og baulað á þá sem eru á móti honum.

ps. fyrir mér er sjáflstæðisstefnan tákn fyrir sjálfstæði einstaklingsins og frelsi hans. 

Fannar frá Rifi (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 01:13

5 Smámynd: Dofri Hermannsson

Þessi síðasta athugasemd er alveg kostuleg. Hleypir virkilega sólskini inn í líf manns og setur bros á andlit manni.  Fannar frá Rifi viðurkennir að menn séu líka ósammála í Sjálfstæðisflokknum en eru beittir svo miklum flokksaga að þeir þora ekki að segja frá því. Alla vega ekki opinberlega. Engu að síður telur hann flokkinn vera tákn um frelsi einstaklingsins. Alveg frábært!

Dofri Hermannsson, 9.1.2007 kl. 11:54

6 Smámynd: Guðríður Arnardóttir

Auðvitað er Samfylkingin í Hafnarfirði að bregðast hárrétt við - Það er vart til lýðræðislegri leið en að kjósa um svo umdeild mál sem stjóriðju - þetta er samræðupólitíkin í hnotskurn

Bendi á skoðun mína á málinu á www.gudridur.blog.is

Guðríður Arnardóttir, 9.1.2007 kl. 15:25

7 identicon

Kostir og gallar við flokksaga. það yrði nú ekki mikil ríkistjórn ef hún væri öll byggð upp á mönnum sem vilja bara koma sínum hugmyndum fram og sættast á engar málamiðlanir. Menn verða að geta sæst á málamiðlanir og ekki bara æpt og gapað í fjölmiðlum um að þetta verði nú að gera og að verða laga hitt og þetta enn síðan þegar kemur að framkvæmdum þá setjast allir í sitt horn og segjast ekki geta fallist á neitt af því sem kemur frá öðrum. Að tala um eitthvað fallegt og gera ekki neitt er röfl. 

Dofri er það nú ekki svo að þessi flokks agi hefur komið meiri frjálslyndis umbótum og aukið frelsi einstaklingsins meira á íslandi heldur enn allur sósíalista kjaftaherinn í gegnum tíðinna sem aldrei stoppar nema í stutta stund í hverjum flokk. er það reyndar ekki svo að ef við skoðum söguna þá ætti nýr vinstri flokkur að vera stofnaður af reiðum vinstri mönnum úr öðrum flokkum á næsta kjörtímabili eða í síðastafalli þarnæsta.

Ef ég vil vera í flokki þá geng ég í hann og fer eftir honum. ég reyni svo að breyta því sem mér líkar ekki innanfrá. ekki fara í einhvern skotgrafarhernað sem aldrei skilar neinu.

Fannar frá Rifi (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 18:09

8 identicon

Gaman að Fannar frá Rifi skuli heiðra okkur með lofsöngi fyrir íhaldið. Hvað um það.

 Ég er engu að síður ósammála þeim flokksbræðrum og -systrum mínum þess efnis að það sé ábyrg afstaða til mála á borð við þetta að það beri að kjósa um þau. Vissulega er ég hlynnt því að kjósendur fái að kjósa um hin ýmsu mál en á móti bendi ég á að ein helstu og algengustu rök gegn slíkum atkvæðagreiðslum eru á þá leið að með því komast flokkar á þægilegan hátt hjá því að taka óvinsælar ákvarðanir eða afstöðu. Best væri ef Samfylkingin í Hafnarfirði lýsti sig annað hvort hlynnta eða andvíga stækkun álversins -þá með góðum rökum- en léti kjósendur engu að síður ráða.

hee (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 09:39

9 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Það er eitt sem ég hef velt fyrir mér varðandi Álversmálið í Hafnarfirði. Alcan var selt land fyrir nokkrum árum ekki satt? Hafnarfjarðarbær seldi Alcan landið ekki satt? Dettur einhverjum heilvita manni í hug að Alcan hafi keypt land undir skrúðgarð? Nei auðvitað var land keypt til að byrja undirbúning stækkuns, það sáu allir sem vildu sjá. Og Samfylkingin í Hafnarfirði sá það að sjálfsögðu enda seldu þeir Alcan landið. Þessi staðreynd segir mér einungis eitt að Samfylkingin í Hafnarfirði er fylgjandi stækkun álversins í Stráumsvík. Hinsvegar eru þeir að reyna að komast hjá umræðunni í dag til að friða alla hópa. Því miður hafa öll svona mál Boomerang effect og fólk á eftir að sjá í gegnum svona gunguskap.

Guðmundur H. Bragason, 12.1.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband