Leita í fréttum mbl.is

Sala á hvalkjöti ekki enn hafin

Í viðskiptablaðinu 10. janúar s.l. er greint frá því að nú tæpum þremur mánuðum „frá því að fyrsta langreyðurin var dregin á land, er sala hvalkjöts ekki hafin.“

Í greininni firrir sjávarútvegsráðherra sig ábyrgð á málinu og segir „þetta er eins og hver önnur starfsemi, ef að afurðirnar seljast ekki eða það er ekki eftirspurn eftir vörunni, þá heldur auðvitað enginn áfram þeirri framleiðslu.“

Þarna birtist sýn sjávarútvegsráðherra á málið svart á hvítu. Gerir ráðherra sér enga grein fyrir því hvaða áhrif hvalveiðarnar hafa þegar haft á aðra útflutningsafurðir og þá álitshnekki sem land og þjóð hefur orðið fyrir í alþjóðasamfélaginu? Allt til þess að veiða nokkra hvali sem eru síðan getum ekki selt!

Hefði ekki verið lágmarkskrafa að kanna hvort markaður væri fyrir hvalkjöt áður en farið var í þetta mikla áróðursstríð af hálfu Hvals HF og markaðsskrifstofu þeirra við Skúlagötu? Ætlar sjávarútvegsráðherra algjörlega að hlaupa frá málinu eða viðurkenna að upptaka veiðanna hafi verið mistök? Mistök sem hafi að óþörfu skaðað íslensk útflutningsfyrirtæki og ferðamannaiðnaðinn svo ekki sé talað um ímynd lands og þjóðar.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband