Leita í fréttum mbl.is

Málsvari venjulega fólksins

Ingibjörg Sólrún Það er stundum sagt að pólitíkin snúist ekki um ,,venjulegt" fólk og er án efa margt til í því. Umræðan vill oft verða um toppana og þá sem hallað er á í samfélaginu. Í þessu sambandi var fróðleg áhersla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var síðustu helgi á málefni þessa stóra hóps. Þar benti formaðurinn á raunveruleg dæmi sem opinbera vel hvernig áherslur ríkisstjórnarflokkanna koma niður á venjulegu fólki þrátt fyrir orð þeirra um annað.

Dæmi Ingibjargar í ræðunni var eftirfarandi:

Tökum dæmi af hjónum með 500.000 krónur heildartekjur á mánuði sem tóku 12,5 milljóna króna húsnæðislán til 20 ára árið 2003 í upphafi þessa kjörtímabils. Þessi hjón hefðu að öðru jöfnu fengið 110 þúsund krónur í skattalækkun á ári á  undanförnum 4 árum. En verðbólgan hefur hins vegar hækkað afborgunina af húsnæðisláni þeirra um jafnháa upphæð á sama tímabili, m.ö.o. skattalækkunin er öll farin í hærri afborganir af húsnæðisláninu. En það segir ekki alla söguna – uppreiknaður höfuðstóll húsnæðislánsins hefur hækkað um 1 milljón króna umfram það sem gerst hefði ef verðbólgan hefði verið í samræmi við markmið Seðlabankans.  Sú hækkun situr eftir þó að verðbólgan hjaðni og hjónin okkar munu því greiða vexti af þessari auka milljón næstu 16 árin.

Þetta ætti nú að koma róti á huga margra sem eru í þessari stöðu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað hefur launavísitalan hækkað mikið? Gleymist að taka það inn í ?

ag (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband