Leita í fréttum mbl.is

Evrópumálin á dagskrá hjá Samfylkingunni

Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sló mikilvægan tón í ræðu sinni á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var um helgina í Keflavík. Það sem var sérlega jákvætt var áhersla hennar á Evrópumálin.
 

Formaðurinn sagði orðrétt :


Og við verðum að skoða af fullri alvöru aðild að Evrópusambandinu, því flestar rannsóknir benda til þess að upptaka evru myndi – þegar fram líða stundir - stuðla að auknu jafnvægi í okkar efnahagsmálum, styrkja rekstrarskilyrði fyrirtækja og bæta verulega kjör heimilanna í landinu. Öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar flýja nú krónuna unnvörpum en íslenskur almenningur situr fastur í rússíbananum.


Hér er Ingibjörg Sólrún að hreyfa við einu stærsta

ISG og Evrópa

hagsmunamáli þjóðarinnar sem þarf að verða kosningamál í vor. En það er ekki nóg að Samfylkingin setji þetta mál á oddinn enda hefur hún svo sem gert það ítrekað (flokkurinn gaf meira að segja út sérbók um hugsanleg samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið) heldur þarf að draga hina stjórnmálaflokkana í umræðuna.
 

Það þarf að láta hina afturhaldsömu þjóðrembuflokka svara fyrir það af hverju Evrópusambandsaðild kemur ekki til greina hjá þeim á meðan nánast allar þjóðir Evrópu eru þar inni eða vilja komast þangað inn. Það er augljóst að það er enn stærri ákvörðun að halda Íslandi fyrir utan ESB en að ákveða að ganga inn í sambandið.

Ingibjörg Sólrún á hrós skilið fyrir stefnufestu sína í þessum mikilvæga hagsmunamáli Íslendinga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband