Leita í fréttum mbl.is

Álagið sem fylgir því að vera frammari

Ingvar GislaIngvar Gíslason er maður einn er var þingmaður Framsóknarflokksins og ráðherra menntamála 1980-83 í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, þáverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnina myndaði Gunnar með Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu í félagi við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins en í algjörri óþökk Sjálfstæðisflokksins.

Hvað um það. Ingvar þessir skrifar grein í Fréttablaðið í dag um álagið sem fylgir því að vera félagi í Framsóknarflokknum. Sér í lagi viðhorfið sem mæti flokknum í borg óttans - Reykjavík.

Ingvar ritar:

Ég hafði ekki verið lengi í Reykjavík þegar ég fór að finna fyrir pólitískum fordómum á mínu eigin skinni. Fúslega hafði ég samþykkt þá beiðni að nafni mínu væri raðað ofarlega á lista sem framsóknarmenn í háskólanum stóðu að í stúdentaráðskosningum haustið 1947. En þá brá svo við að ýmsir málkunningjar mínir úr Reykjavík lýstu furðu sinni og sögðust ekki trúa því að ég væri ,,frammari"!

Omar StefanssonEkki er langt síðan að oddviti og jafnframt eini bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, Ómar Stefánsson, kvartaði sárann yfir einelti og því illa umtali sem flokkurinn hefði ,,lent í" og fordæmdi barmmerki sem Vinstri grænir voru duglegir að dreifa í kosningunum sl. vor - ,,Aldrei kaus ég framsókn!

Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera frammari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband