Leita í fréttum mbl.is

,,Margt, nýtt, ungt og flott fólk"

„Það er margt, nýtt, ungt og flott fólk í flokknum, með ferskar hugmyndir sem ég sé ekki hjá hinum flokkunum og sérstaklega ekki hjá mínum fyrrverandi flokki Sjálfstæðisflokknum.“ Hann nefnir vilja til að búa ungum fyrirtækjum hagstæðari skilyrði og „sterkari framtíðarsýn, sérstaklega í grænu málunum. Fagra Ísland þarf að ná fram að ganga.“


Sagði Reynir Harðarson, stjórnarmaður Framtíðarlandsins og stofnandi CCP, í Morgunblaðinu í gær. Reynir skipar 6. sæti framboðslista Samfylkingarinnar í Rvk.-Suður. Fjölmörg önnur áhugaverð nöfn er að finna á framboðslistum flokksins í Reykjavík eins og t.a.m. Sólveig Arnardóttir leikkona sem einnig hefur látið til sín taka í Framtíðarlandinu, Margrét Kristmannsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnurekstri, Bergur Felixson fyrrv. framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri og söngkonan Ragnheiður Gröndal.

Heiðurssæti framboðslistanna skipa Guðrún Halldórsdóttir fyrrv. skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur og fyrrv. þingmaður Kvennalistans, Bryndís Hlöðversdóttir fyrrv. þingflokksformaður Samfylkingarinnar, Grétar Þorsteinsson forseti Alþýðusambands Íslands og Guðrún Ögmundsdóttir alþingismaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er mjög ánægður með að sjá Reyni Harðarson á listanum. Betri mann  hefði ekki verið hægt að fá, en verra þykir mér að hafa Sólveigu þarna. Að vísu kýs ég í öðru kjördæmi svo ég missi ekki svefn útaf því.

Steini (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband