Leita í fréttum mbl.is

Álafosskvosin og VG

Kristín Svava Tómasdóttir háskólanemi skrifar um Álafosskvosina og umhverfisstefnu Vinstri grænna:

Álafosskvosin er eini fallegi staðurinn í þessu annars ljóta bæjarfélagi, Mosfellsbæ. Mér finnst kannski fullmikið gert úr mikilvægi þess að hljómsveitin Sigur Rós hafi kyrrð og næði til tónlistaræfinga, en burtséð frá því þá ríkir í kvosinni kyrrð og næði, þar er gróið útivistarland, minjar um íslenska iðnaðarsögu og eitt stykki friðlýst á. Samkvæmt bæjaryfirvöldum hefur verið lögð áhersla á það í hönnun vegarins að hann „valdi sem minnstri röskun á umhverfi, hljóðvist og útsýni“. Í fyrsta lagi: hljóðvist? Í öðru lagi: hvernig sem þessi vegur er hannaður þá verður því ekki breytt að hann liggur svo að segja beint ofan í kvosina og verði hann ekki byggður inni í hljóðeinangruðu röri og þar að auki gerður ósýnilegur, þá mun hann valda heilmikilli röskun á „hljóðvist“ og útsýni.

Mosfellsbær er eina sveitarfélag landsins þar sem Vinstri grænir eru í meirihlutasamstarfi. Ætli þetta sé forsmekkurinn af umhverfisstefnu flokksins, komist hann til valda annars staðar? Mér finnst þetta allavega ekki lofa góðu. Þetta stjórnmálapakk sökkar svo feitt upp til hópa að ég gæti ælt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband