Mánudagur, 5. febrúar 2007
Samfylkingin í fyrsta, öðru og þriðja sæti
Fyrir helgi stóðu Samtök Sprotafyrirtækja og Samtök Iðnaðarins fyrir svonefndu Sprotaþingi sem hátt í 200 manns sóttu í Laugardalshöllinni. Þingflokkum stjórnmálaflokkanna var boðið að mæta á þingið með 1-3 þingmál sem miðuðu að eflingu nýsköpunar- og þróunarstarfs hér á landi. Tillögurnar voru gagnrýndar af fagaðilum og í lokin var kosið um hvaða tillögur þóttu bestar. Fyrir þingflokk Samfylkingarinnar mættu Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður flokksins, Katrín Júlíusdóttir þingmaður og Dofri Hermannsson framkvæmdastjóri þingflokksins.
Dofri skrifar á vefsíðu sína:
Dofri skrifar á vefsíðu sína:
Við mættum til leiks með þrjár tillögur alls, tvær úr Hátækniáratugnum og heildartillöguna til að sýna að við vitum að hér þarf að taka á málum með heildstæðum hætti. Mat þeirra tæplega 200 gesta Sprotaþingsins á því hvaða þrjár tillögur væru bestar voru eftirfarandi:
1. Tillaga Samfylkingarinnar um að stórefla Rannsóknar- og Tækniþróunarsjóð
2. Tillaga Samfylkingarinnar um að koma upp endurgreiðslukerfi á R&D kostnaði
3. Tillaga Samfylkingarinnar um Hátækniáratuginn
Tillögur annarra flokka voru líka margar góðar en gestir Sprotaþings höfðu á orði að Samfylkingin hefði lagt mun meiri vinnu í sínar tillögur en aðrir þingflokkar. E.t.v. er eitthvað til í því. Alla vega hefur Samfylkingin lagt mikla vinnu í að finna leiðir til að búa Nýja atvinnulífinu sem best skilyrði. Hér fylgir hugur máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:35 | Facebook
Fólk
Hugmyndabankar Sósíaldemókrata
-
The New Policy Institute
-
The Fabian Society
-
Global Progressive Forum
-
Progressive Policy Institue
-
Policy Network
Sósíaldemókratar um heim allan
-
Norski Verkamannaflokkurinn
-
Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Danski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Breski Verkamannaflokkurinn
-
Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Grænlenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Færeyski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Franski Sósíalistaflokkurinn
-
Hollenski Verkamannaflokkurinn
-
Belgíski Sósíalistaflokkurinn (hollenskumælandi)
-
Belgíski Jafnaðarmannaflokkurinn (frönskumælandi)
-
Austuríski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Írski verkamannaflokkurinn
-
Ítalski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Verkamannaflokkurinn í Lúxemburg
-
Maltneski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Framfaraflokkurinn
-
Spænski Sósíalistaflokkurinn
-
Pórtúgalski Sósíalistaflokkurinn
-
Skoski Þjóðarflokkurinn
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Wales
-
Svissneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Gríski Sósíalistaflokkurinn
-
Króatíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tékkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Ungverski Sósíalistaflokkurinn
-
Eistneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Lettneski Verkamannaflokkurinn
-
Lettneska Samfylkingin
-
Pólski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Pólski Vinstriflokkurinn
-
Pólska Vinstrifylkingin
-
Rúmenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Serbneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Slóvakíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Afríska Þjóðarráðið
-
Japanski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Japanski Lýðræðisflokkurinn
-
Ísraelski Verkamannaflokkurinn
-
Madaraka flokkurinn í Kenýa
-
Indónesíski Lýðræðisflokkurinn
-
Indverska Þjóðarráðið
-
Indverski Sósíalistaflokkurinn
-
Sósíalistaflokkur Chile
-
Lýðræðisflokkur Chile
-
Þjóðfrelsisflokkur Costa Rica
-
Samstöðuflokkkurinn í Quebec
-
Þjóðarflokkurinn í Quebec
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Hong Kong
-
Framlínuflokkurinn í Hong Kong
-
Borgaraflokkurinn í Hong Kong
-
Demókratíski byltingarflokkurinn í Mexíkó
-
Jafnaðar- og valfrelsisflokkur bænda í Mexíkó
-
Mongólski Þjóðbyltingarflokkurinn
-
Ný-sjálenski Verkamannaflokkurinn
-
Pakistanski Þjóðarflokkurinn
-
Verkamannflokkurinn í Singapore
-
Suður-Kóreski Verkamannaflokkurinn
-
Tyrkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tyrkneski Þjóðarflokkurinn
-
Afganski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Kanadíski Lýðræðisflokkurinn
-
Ástralski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski sósíalistaflokkurinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu afstöðu
Ríkisstjórn hvaða flokka vilt þú af loknum kosningum 12. maí nk.?
Tenglar
Íslenskir sósíaldemókratar á netinu í stafrófsröð
- Agnar Freyr Helgason
- Alma Joensen
- Andrés Jónsson
- Anna Kristín Gunnarsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Arndís Anna Gunnarsdóttir
- Atli Bollason
- Atli Rafnsson
- Ágúst Einarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Páll Árnason
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Bjarni Gaukur Þórmundsson
- Björgvin G. Sigurðsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bryndís Nielsen
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagur B. Eggertsson
- Dofri Hermannsson
- Einar Örn Einarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Gauti Eggertsson
- Glúmur Baldvinsson
- Grétar Gunnarsson
- Guðbjartur Hannesson
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðmundur Rúnar Árnason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Guðrún Erlingsdóttir
- Guðrún Ögmundsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar H. Gunnarsson
- Gunnar Svavarsson
- Gylfi Þorkelsson
- Helga Rakel Guðrúnardóttir
- Helga Tryggvadóttir
- Helga Vala Helgadóttir
- Helgi Hjörvar
- Hildur Edda Einarsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hörður Guðbrandsson
- Ingimundur Sveinn Pétursson
- Ingólfur Margeirsson
- Jakob Frímann Magnússon
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ársælsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Jón Gunnarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Karl V. Matthíasson
- Katrín Júlíusdóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Sveinbjörnsson
- Kristrún Heimisdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Lúðvík Bergvinsson
- Lúðvík Geirsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Norðdahl
- Mörður Árnason
- Oddný Sturludóttir
- Páll Einarsson
- Ragnheiður Hergeirsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Róbert Marshall
- Sandra Franks
- Sigrún Elsa Smáradóttir
- Sigurjón Sveinsson
- Sonja B. Jónsdóttir
- Stefán Benediktsson
- Stefán Jóhann Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Svanfríður Jónasdóttir
- Sveinn Kristinsson
- Tinna Mjöll Karlsdóttir
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður B. Eggertsdóttir
- Valgerður Bjarnadóttir
- Þorleifur Örn Arnarsson
- Þórhildur Þorleifsdóttir
- Þórir Hrafn Gunnarsson
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Þórður Sveinsson
- Örlygur Hnefill Jónsson
- Össur Skarphéðinsson
Athugasemdir
Munur að kunna fjaðrafok:
"Kæri Dofri
Aftur þykir mér Samfylkingin vera einum of dugleg að "eigna" sér eitthvað sem hún á ekki. ég skrifaði þetta hér að neðan á annað blogg um sama misskilninginn.
Ég vil alls ekki vera of neikvæður og fagna því mjög að þið hafið tekið upp þessa baráttu. Ég óttast reyndar aðeins að sjálfstæðisflokkurinn fari í vörn þegar þið leggið þetta fram en sjáum samt til því varla getið þið eignað ykkur neitt þarna.
Þetta sprotaþing er að nokkru leyti framhald af hugaflugsfundi sem Vísinda- og tækniráð hélt fyrir rúmu ári í Reykholti. Það var ótrúlega skemmtilegur fundur og þar komu nú þessar hugmyndir fram ásamt ca 100 öðrum. Fundarmenn (fagaðilar - engir stjórnmálamenn) gáfu hverri tillögu stig og þannig var hægt að búa til lista yfir þau verkefni sem flestir töldu mikilvægust.
Þar fékk m.a. verkefnið "Efla samkeppnissjóði vísinda, tækni, nýsköpunar og framhaldsnáms" 8,7 af 10 mögulegum og var hæst í forgangsröðun. Önnur sem skoruðu hátt fjölluðu um endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði sprotafyrirtækja, eflingu hátækni og fleira í þessum dúr. Það er einhver útdráttur úr þessari skýrslu á vef vt.is.
Það lítur því allt út fyrir það að þið hafið valið þarna þau verkefni sem flestir voru sammála um og lagt þau fram sem ykkar eigin. Annars á það ekki að skipta máli hvaðan gott kemur en ég tel þó verulega vafasamt að ríkið endurgreiði kostnað við það sem það hefur nú þegar lagt pening í. "
Af síðu Dofra.
Herbert Guðmundsson, 5.2.2007 kl. 17:58
Þetta er nú dállítið hjákátlegt hjá ykkur S-lista fólki. Ég tók þátt í þessu þingi og veit að tillögurnar frá ykkur komu síðast inn. Maður var farinn að halda að ekkert kæmi frá ykkur. Síðan takið þið tilbúnar tillögur annarra, sem voru búnar að fá fyrstu einkunn á öðrum vettvangi og hreykið ykkur svo í hástert. How cheap can you go?
Ingi M. (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 22:51
Kæru Ingi M (ef þú heitir það) og Herbert Guðmundsson.
Ósköp er það nú aumt að þurfa að níða hælinn af Samfylkingunni með svona lágkúru.
Samfylkingin hefur í rúmt ár unnið að því að finna bestu leiðirnar til að efla hátækni- og þekkingariðnaðinn með markvissum hætti. Hér að ofan er talað um fund í Reykholti janúar í fyrra. Án efa hefur sá fundur verið prýðilegur og margar hugmyndir ræddar.
Þá voru hins vegar flestar ef ekki allar tillögurnar sem nú eru í heildartillögu Samfylkingarinnar, Hátækniáratugnum, löngu komnar fram á ýmsum vettvangi. Margar komu fram í tengslum við fyrstu drög Hátækniskýrslunnar frá SI og aðrar komu fram í tilboði SUT sem kallaðist þriðja stoðin. Sumar eru síðan alfarið frá okkur komnar.
Niðurstaða Samfylkingarinnar er að það þurfi að móta heildaráætlun um uppbygginu hátækniiðnaðarins á næstu tíu árum. Til þess hefur Samfylkingin valið og raðað saman 12 tillögum sem flokkurinn telur að muni, þegar þær allar vinna saman, skapa það umhverfi sem hátækniiðnaðurinn þarf á að halda.
Niðurstaðan er þessi: Samfylkingin vann 1. 2. og 3. sæti fyrir tillögur sínar á Sprotaþinginu. Samfylkingin hafði úr 12 tillögum að spila - allt tillögur sem við höfum rætt og þróað undanfarið ár. Allt tillögur sem Samfylkingin ætlar sér að leggja fram á Alþingi til að efla hátækni- og þekkingariðnaðinn.
Ef þetta átti að vera svona rakið til vinnings - af hverju datt þá ekki hinum flokkunum í hug að flytja þær? Ég held reyndar að svarið sé einfaldlega skortur á þekkingu. Hefðu hinir flokkarnir verið búnir að kynna sér málið í þaula, líkt og Samfylkingin hefur gert hefðu þeir séð í hendi sér að skattalækkanir á sprotafyrirtæki eru t.d. ekki málið.
Vona að þið komist yfir vonbrigðin.
Dofri Hermannsson, 6.2.2007 kl. 00:19
Dofri (ef þú heitir það) hvað vonbrigði áttu við? Mér finnst mjög jákvætt að þið skuluð láta ykkur þessi mál varða, en finnst það lélegt þegar þið eignið ykkur tillögur annarra eða látið líta út fyrir að þær séu ykkar þróunarvinna. Annars megið þið eiga það að koma mun betur út úr þessu heldur en t.d. VG, sem auðsýndu að þeir höfðu sparað sér alla heimavinnu hvað þetta varðar.
Ingi M. (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.