Leita í fréttum mbl.is

Dómur markaðarins

167 íslensk fyrirtæki hafa þegar fellt dóm sinn yfir hagstjórn ríkisstjórnarinnar og hafa með þessari leyfisveitingu (hvort sem hún verður nýtt eður ei) lýst vantrausti á efnahagsstjórnina og íslensku krónuna.

Er það ekki merkilegt að á Íslandi er komin upp sú staða að helstu boðberar frjálshyggju keppast nú við að fordæma fyrirtæki sem kjósa að gera upp í annarri mynt en þeirri íslensku!

Íslenska frjálshyggjan er sífellt að opinbera sig betur og betur sem innihaldslaus hentistefna smákónga í Valhöll. Að sjálfsögðu eiga frjálshyggjudrengirnir að „laissez-faire“ þegar kemur að uppgjörsmynt íslenskra fyrirtækja, þarna eru markaðsöflin að verki -ekki satt? Markaðurinn er að dæma hagstjórnina, líkt og fyrirtækin! 

Það er kominn tími til að umskrifa fyrsta boðorð frjálshyggjunnar: „þér hafið frelsi til athafna svo fremi sem það skaði ekki ímynd Davíðs Oddssonar!“ 


mbl.is 167 fyrirtæki hafa fengið leyfi til að gera upp í erlendum gjaldmiðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jeremías minn einasti hafi ég einhvern tímann lesið tómt frjálshyggjublaður um fyrirtæki en ekki fólkið í landinu þá er það hér í þessum kratapistli.

ég er svo aldeilis hissa.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.1.2007 kl. 01:21

2 Smámynd: Jens Sigurðsson

Þú gerir þér grein fyrir að þetta er satíra, er það ekki?

Jens Sigurðsson, 12.1.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband