Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 1. júní 2007
Lame
Frjálslyndir jafnaðarmenn eru fylgjandi opinni og sanngjarnri Evrópu (öfugt reyndar við einangrunarsinnana Vinstri Græna sem vilja ekki vinna með öðrum þjóðum innan ESB, en það er önnur saga).
Jafnframt er það áhyggjuefni að stefna nýrrar ríkisstjórnar sé að bjóða fólk velkomið eingöngu ef það sé fast í viðjum starfsmannaleiga.
Félagsmálaráðherra mun fá orð í eyra á næsta fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Mánudagur, 7. maí 2007
12. maí og næstu fjögur ár
Mánudagur, 16. apríl 2007
Ástir samlyndra hjóna?
Nú er það svo að við vitum öll að landsfundarályktanir eru yfirlýsingar um vilja einstakra flokka. Að loknum kosningum taka við stjórnarmyndunarumræður. Ef Sjálfstæðisflokkurinn verður þá í þeirri stöðu að koma að myndun ríkisstjórnar mun hann þurfa að fá fylgi við þessa hugmynd frá öðrum flokkum. Framsóknarflokkurinn hefur hingað til staðið gegn tilraunum Sjálfstæðisflokksins í þessa veru. Samfylkingin ætlar ekki með þessum hætti að koma orkuauðlindum þjóðarinnar í einkaeigu. Hver er þá tilbúinn?
Í útvarpi í síðustu viku var Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri Grænna, spurð hvort það væri úrslitaatriði við ríkisstjórnarmyndun að koma í veg fyrir einkavæðingu orkufyrirtækjanna. Katrín sagði að það væri mikilvægt stefnuatriði en það alltaf erfitt að tala um úrslitaatriði þegar kemur að stjórnarmyndunum og slíku. Í viðræðum VG og Sjálfstæðisflokksins þyrfti um margt að semja og við þurfum að sjá til en það er mjög skýrt að við teljum nóg komið af einkavæðingu.
Fimmtudagur, 12. apríl 2007
Rangfærslur um atvinnuleysi í ESB ríkjum
Fátt er leiðinlegra en síendurteknar rangfærslur ýmissa aðila varðandi Evrópusambandið. Ansi margir Íslendingar virðast hafa lært einhverja sleggjudóma um ESB, sem að fólk endurtekur í sífellu án þess að hafa nokkurt fyrir sér í því efni.
Eitt af því, sem heyrðist í framboðsþættinum á RÚV á þriðjudaginn var að Íslendingar ættu ekkert erindi inní ESB, þar sem að ástandið þar væri svo slæmt og sérstaklega það að atvinnuleysið í ESB löndunum væri alls staðar 10-15%. Þessar tölur hef ég heyrt ítrekað frá andstæðingum ESB
Látum það vera hversu fáránlegt það er að gefa í skyn að atvinnuleysi á Íslandi myndi verða fyrir áhrifum af atvinnuleysi í öðrum ESB löndum umfram þau áhrif, sem að frjálsar ferðir vinnuafls með EES, hefur (til að mynda, þá er atvinnuleysi í ríkjum Bandaríkjanna frá 2,0% uppí 7,5%)
En málið er hins vegar að ATVINNULEYSI Í ESB LÖNDUNUM ER EKKI 10-15%! Plís, þjóðrembur og andstæðingar ESB - hættiði að endurtaka þessa vitleysu!
Samkvæmt tölum frá Eurostat þá eru þetta atvinnuleysistölur fyrir ESB löndin (sjá heimild hér - PDF skjal)
Danmörk: 3,4%
Holland: 3,5%
Írland: 4,4%
Kýpur 4,5%
Austurríki: 4,5%
Slóvenía: 4,7%
Eistland: 4,9%
Lúxembúrg 5,0%
Bretland: 5,4%
Litháen: 5,7%
Lettland: 5,8%
Tékkland: 6,4%
Ítalía: 6,5%
Malta: 6,7%
Svíþjóð: 6,7%
Finnland: 7,0%
Danmörk: 7,1%
Rúmenía: 7,3%
(Meðaltal allra þjóðanna): 7,4%
Portúgal: 7,5%
Belgía: 7,7%
Ungverjaland: 7,0%
Búlgaría: 8,2%
Grikkland: 8,6%
Spánn: 8,6%
Frakkland: 8,8%
Slóvakía: 11,0%
Pólland: 11,8%
Talnaglöggir einstaklingar geta séð atvinnuleysið er ekki 10-15% í ESB löndunum. Mesta atvinnuleysið er hjá tveimur þjóðum, sem eru tiltölulega nýgengnar í ESB eftir hræðilega efnhagsstjórn sósíalista í áratugi. Það eru Pólland og Slóvakía, sem eru með 11-12% atvinnuleysi. Þannig að af 27 ESB þjóðum eru 25 þjóðir með atvinnuleysi undir 9%. 8 þjóðir eru með 5% atvinnuleysi eða minna.
En andstæðingar vilja auðvitað alltaf reyna að benda á það versta í ESB. Þegar að kemur að ESB aðild þá fara menn allt í einu að bera okkur saman við Pólland og Portúgal í stað þess að bera okkur saman við þau lönd, sem við viljum vanalega bera okkur saman við. Sem eru einmitt líka flest innan ESB.
(EÖE)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Ál-geðveiki og endalokin
Ef dæma ætti af viðbrögðum bloggara í morgun mætti ætla að gærdagurinn hafi markað upphafið að endalokum íslensks hagkerfið. Hafnfirðingar ákváðu í gær að leyfa ekki gríðarlega aukningu á stóriðju í sínu bæjarfélagi. Þeir ákváðu að þeir hefðu það ágætt og að ekki væri endalaust hægt að fórna náttúru landsins og öðrum lífgsæðum fyrir peninga. Þeir ákváðu að það væru aðrir hlutir sem þyrftu að huga að, þegar að stórar ákvarðanir eru teknar, fyrir utan fjármagn, hagvöxt og hag erlendra stórfyrirtækja.
Ég er ekki endilega að segja að ég sé sammála Hafnfirðingum. Ég frekar andvígur fleiri álverum, en þó hefur mér fundist þessi stækkun í Hafnarfirði vera einna skynsamlegust af þessum fjölmörgu álkostum, sem hafa verið í umræðunni, þar sem að í Hafnarfirði er um að ræða fyrirtæki sem hefur starfað hér lengi og væntanlega hagstæðara að hafa færri og stærri álver.
En Hafnfirðingar sögðu nei og ég skil það að mörgu leyti. Þeim var sagt að bærinn fengi 500 milljónir - um 300.000 á hvern íbúa - en þeir sögðu nei takk. Þeir ákváðu að það væri annað, sem væri mikilvægara. Þetta virðast sumir ekki geta skilið - þeir geta ekki skilið af hverju fólk ætti að kjósa útaf einhverju öðru en buddunni.
Svo virðist vera sem að fylgismenn ríkisstjórnarflokkanna séu alveg bandbrjálaðir útaf þessari höfnun. Ég veit ekki hvort að margir þeirra hafi verið að drekkja sorgum sínum í Campari í gærkvöldi, en ummælin á moggablogginu eru mörg hver hreint mögnuð. Ég tók saman nokkur komment (feitletranir mínar).
Já nú getur hnigunin hafist. Það verður aldrei neitt alræði öreiganna nema auka fátækt almennilega.
En það góða er að nú geta Hafnfirðingar einbeitt sér að grænni framtíð í formi prjónaskapar og álíka iðnaði
Stjórnmálamenn eru kosnir til þess að stjórna. Þegar þeirra nýtur ekki lengur við tekur múgur götunar að sér stjórnina.
Nú hefur lýðurinn takið afstöðu og meirihlutinn vill ekki samþykkja stækkun álversins í Straumsvík. Mikið slys, líklega bara umhverfisslys.
Sá hópurinn sem helst barðist gegn stækkuninni, sér heiminn rétt eins og félagi Davíðs fyrir westan. Sá heitir George Dobbljú Bush
þetta er svartasti dagur Íslandssögunar.
Jæja þá er það nú loksins staðfest að rétt rúmlega helmingur Hafnfirðinga eru Hálfvitar ef marka má þessa niðurstöðu úr álverskorsningunum.
Að mínu mati er þetta mjög svo svartur dagur fyrir Hafnfirðinga því að þetta hefur ekki bara áhrif á álverið heldur MÖRG önnur fyrirtæki í HFJ sem að fara líklega á hausinn og þetta gæti orðið til þess að Hafnarfjörður verði draugabær
Þetta náttúrlulega gekk ekki lengur. Endalaus velmegun, vöxtur og hagsæld öllum til handa. Atvinnuleysistölur langt undir ?eðlilegum? mörkum. Það varð bara að koma böndum á framþróunina og það tókst. Til hamingju Hafnfirðingar!
Álverið tapaði - fólkið í landinu tapaði.
Þetta er magnað. Ólíkt því sem hefur verið haldið fram á mörgum bloggsíðum, þá var ekki kosið um framfarir í gær. Það var kosið um stækkun á álverksmiðju. Fjölmargar aðrar þjóðir hafa búið við framfarir án þess að hafa til þess möguleika á að selja rafmagn á lágmarksverði. Þetta fólk hefur stuðlað að framförum með því að mennta íbúana og með því að búa svo í haginn í efnahagslífinu að heillandi sé fyrir einstaklinga að stofna fyrirtæki.
En á Íslandi virðast margir hægri menn telja að eina leiðin áfram sé með álbræðslu. Eina leiðin til framfara er sú að ríkið búi til einhverjar stórar hugmyndir um hvernig eigi að leysa öll vandamálin með pennastriki. Umræðin er orðinn einsog einhvers konar bizarro world þar sem upp er niður og hægri menn berjast fyrir stalinískum stóriðjulausnum á meðan að vinstri menn reyna að stoppa þá.
Þetta kemur líka að einhverju leyti fram hjá ungu fólki í dag. Það vilja allir vinna í bönkum, allir hjá stórfyrirtækjum. Ólíkt því sem er í Bandaríkjunum þar sem allir vilja sjálfstætt og small business owner er kóngur, þá er stórfyrirtækjum hampað á Íslandi. Það er hálfpartinn hallærislegt að vinna að einhverju litlu, og orðið athafnamaður hefur í margra huga frekar neikvæðar merkingar.
Það allra furðulegasta við þetta er þó sú krafa frá mörgum Sjálfstæðismönnum að aðrir flokkar skýri það út hvað eigi að koma í staðinn fyrir álver. Það er einsog að þetta fólk geri sér ekki grein fyrir því að það er ekki hlutverk stjórnmálaflokka í markaðshagkerfi, að finna upp atvinnugreinar til að skapa atvinnu útum allt land. Það er hlutverk ríkisvaldsins að skapa bestu hugsanlegu aðstæður til þess að einka-aðilar geti stofnað fyrirtæki og skapað atvinnu á landinu, en ríkið á ekki að búa til fyrirtækin og atvinnuna.
Það sem þetta fólk gleymir líka er að skýra út er hvað eigi að gera á eftir Húsavík. Ok, reddum Húsvíkingum með álveri. Þá erum við búin að redda tveim sveitarfélögum með álverum. En hvað eigum við svo að gera? Hvernig verksmiðjur eigum við að reisa þegar það koma upp vandamál á Ísafirði og á Höfn? Loðdýrarækt kannski?
Staðreyndin er auðvitað sú að það að nota nánast alla virkjanlega raforku á Íslandi í aðgerðir til að bjarga litlum sveitarfélögum útá landi er stórkostlega skammsýnt - og það að vera á móti því er ekki það sama og að vera á móti framförum. Nei, ég er ekki með neinar patent lausnir á þessum málum, enda hefur það enginn einn maður. Lausnin er að skapa hérna aðstæður til að fólkið geti bjargað sér sjálft. Að skapa hér aðstæður til þess að einstaklingurinn geti blómstrað. þar sem að lítil fyrirtæki geti tekið lán á eðlilegum vöxtum til þess að þeir geti komið hugmyndum sínum í framkvæmd. Meira að segja Davíð Oddson áttar sig á því að ef við viljum halda þessari þensluhvetjandi stóriðjustefnu áfram, þá mun það bitna á annarri uppbyggingu í landinu.
Nei, hugmyndir Ómars um eldfjallagarð eða einhver prjónastofa í Hafnarfirði, eða lítið fyrirtæki í ferðaþjónustu á Höfn, munu ekki koma í stað fyrir álver ein og sér. En ef að ríkið skapar aðstæður fyrir þessu fyrirtæki til að vaxa og dafna, þá getum við skapað hér fjölbreytt og áhugavert atvinnulíf, sem við getum verið stolt af. Atvinnulíf þar sem við getum ekki bara skilað hagsæld til næstu kynslóða, heldur líka stórum hluta af ósnertri náttúru landsins. Það væru svo sannarlega framfarir, sem við gætum öll verið stolt af.
(EÖE)
Erfið ákvörðun en nauðsynleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Gamli góði Villi ræður Hrafn Jökulsson
Að lokum var það upplýst að Borgarstjóri hefði ráðið Hrafn Jökulsson til sex mánaða til borgarinnar til að undirbúa skákakademíu Reykjavíkur.
Í ljósi þessa er ágætt að rifja upp skrif Hrafns Jökulssonar í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna fyrir rúmi ári síðan, en þá hafði hann þetta að segja um athafnastjórnmálamanninn:
Ég hef kynnst Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni vel í störfum hans á vettvangi Reykjavíkurborgar og engum treysti ég betur til þess að koma höfuðborg landsins úr þrátefli hagsmunapots og flokkadrátta, rífa hana upp úr stöðnun undanfarinna ára og leysa úr læðingi það afl, sem í borgarbúum býr, til þess að við getum saman byggt betri borg.
Staksteinar Morgunblaðsins tóku málið upp daginn eftir:
Ekki verður annað sagt en Hrafn Jökulsson, hinn kunni skákfrömuður, hafi leikið óvæntan leik á taflborði stjórnmálanna í grein hér í Morgunblaðinu í gær.
Það er gott að eiga gamla góða Villa að. Sér í lagi þegar losa á Reykjavíkurborg undan gæluverkefnum og sérhagsmunagæslu.
Fimmtudagur, 1. mars 2007
90% lánin voru mistök
Eins og flestir muna var eitt aðal kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar 90% húsnæðislán. Þeir stóðu við stóru orðin og varð það til þess að fasteignaverð hækkaði verulega á kjörtímabilinu. ... gríðarlegt framboð af lánsfjármagni er án efa aðal ástæða ört hækkandi fasteignaverðs. 90% lán íbúðalánasjóðs var pólitísk ákvörðun ríkisstjórnarinnar og í kjölfarið fóru bankarnir að keppa um kúnnana og buðu jafnvel 100% lán á tímabili. Það er alveg deginum ljósara að 90% lánin voru mistök.
Skrifar Guðríður Arnardóttur bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Á morgun hefst flokksþing Framsóknarflokksins. Hvað ætli flokkurinn draga upp úr hattinum að þessu sinni?
Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Neyslustýring
Fulltrúi Vinstri Grænna kom fram í Kastljósinu í gærkvöldi og lagði til að ríkið hlutaðist enn frekar til um það hvað Íslendingar borða og drekka með því að auka neyslustýringu skatta.
Fulltrúi Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur sat hinum megin við borðið. Að mínu mati sýnir þátturinn mikinn mun á þessum tveim flokkum, sem skilgreina sig vinstra megin við miðju íslenskra stjórnmála. Einn flokkurinn treystir fólki. Hinn flokkurinn vill stanslaust hafa vit fyrir almenningi. Því miður er afskaplega stutt í forsjárhyggjuna hjá Vinstri Grænum.
- EÖE
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 24. febrúar 2007
Mogginn í ham: Blár, svo bleikur og nú grænn
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar um ótrúlega ,,fréttaskýringu" á forsíðu Morgunblaðsins í dag:
Hversu trúverðugt er það þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vera orðinn grænn flokkur eftir allt sem er á undan gengið í stóriðjumálunum?
Hversu trúverðugt er það þegar Sjálfstæðisflokkurinn segist vera orðinn bleikur flokkur eftir allt sem er á undan gengið í jafnréttismálum? Má þar nefna ítrekuð brot ráðherra flokksins á jafnréttislögum við stöðuveitingar, 18-4 úrslitin árið 2003 (þ.e. 4 þingkonur og móti 18 körlum), engan árangur í baráttunni gegn kynbundum launamun á valdatímanum samkvæmt þeirra eigin skýrslu o.s.frv.
Í gær ritaði Dofri Hermannsson um ,,fréttaskýringu" Agnesar Bragadóttur sem birtist á forsíðu blaðsins.
Það er alveg frábært að sjá hinn rétta lit Moggans koma í ljós en þegar nálgast kosningar er hann sama flokksblaðið og hann var hér á árum áður. ... Ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn stendur illa en að hann standi svo höllum fæti að Mogginn þurfi að beita fyrir sig svona fornaldarvinnubrögðum í anda gömlu flokksblaðanna - það vissi ég ekki. Þegar vel er að gáð eru það hins vegar fréttir dagsins af forsíðu Moggans.
Laugardagur, 24. febrúar 2007
Sjallar í Reykjavík v.s. Sturla
...Sturlu Böðvarsson, sverð Sjálfstæðisflokksins sóma og skjöld í samgöngumálum, kynna framtíðaráætlanir sínar. Ekki hélt ég að fyrir okkur Reykvíkinga gæti vont versnað í þeim efnum, enda erum við vondu vön af samgönguráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þeir láta okkur greiða langstærsta hluta bensíngjaldanna en verja aðeins einum þriðja þeirra til samgöngubóta hjá okkur. Í nýrri samgönguáætlun versnar þetta enn og er engu líkara en að í þingflokki Sjálfstæðismanna sé enginn Reykvíkingur svo algjörlega eru verkefnin hér hundsuð.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk
Hugmyndabankar Sósíaldemókrata
-
The New Policy Institute
-
The Fabian Society
-
Global Progressive Forum
-
Progressive Policy Institue
-
Policy Network
Sósíaldemókratar um heim allan
-
Norski Verkamannaflokkurinn
-
Sænski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Danski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Breski Verkamannaflokkurinn
-
Þýski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Grænlenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Færeyski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Franski Sósíalistaflokkurinn
-
Hollenski Verkamannaflokkurinn
-
Belgíski Sósíalistaflokkurinn (hollenskumælandi)
-
Belgíski Jafnaðarmannaflokkurinn (frönskumælandi)
-
Austuríski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Írski verkamannaflokkurinn
-
Ítalski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Verkamannaflokkurinn í Lúxemburg
-
Maltneski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Verkamannaflokkurinn
-
Norður-írski Framfaraflokkurinn
-
Spænski Sósíalistaflokkurinn
-
Pórtúgalski Sósíalistaflokkurinn
-
Skoski Þjóðarflokkurinn
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Wales
-
Svissneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Gríski Sósíalistaflokkurinn
-
Króatíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tékkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Ungverski Sósíalistaflokkurinn
-
Eistneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Lettneski Verkamannaflokkurinn
-
Lettneska Samfylkingin
-
Pólski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Pólski Vinstriflokkurinn
-
Pólska Vinstrifylkingin
-
Rúmenski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Serbneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Slóvakíski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Afríska Þjóðarráðið
-
Japanski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Japanski Lýðræðisflokkurinn
-
Ísraelski Verkamannaflokkurinn
-
Madaraka flokkurinn í Kenýa
-
Indónesíski Lýðræðisflokkurinn
-
Indverska Þjóðarráðið
-
Indverski Sósíalistaflokkurinn
-
Sósíalistaflokkur Chile
-
Lýðræðisflokkur Chile
-
Þjóðfrelsisflokkur Costa Rica
-
Samstöðuflokkkurinn í Quebec
-
Þjóðarflokkurinn í Quebec
-
Jafnaðarmannaflokkurinn í Hong Kong
-
Framlínuflokkurinn í Hong Kong
-
Borgaraflokkurinn í Hong Kong
-
Demókratíski byltingarflokkurinn í Mexíkó
-
Jafnaðar- og valfrelsisflokkur bænda í Mexíkó
-
Mongólski Þjóðbyltingarflokkurinn
-
Ný-sjálenski Verkamannaflokkurinn
-
Pakistanski Þjóðarflokkurinn
-
Verkamannflokkurinn í Singapore
-
Suður-Kóreski Verkamannaflokkurinn
-
Tyrkneski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Tyrkneski Þjóðarflokkurinn
-
Afganski Jafnaðarmannaflokkurinn
-
Kanadíski Lýðræðisflokkurinn
-
Ástralski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski Verkamannaflokkurinn
-
Brasilíski sósíalistaflokkurinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Taktu afstöðu
Tenglar
Íslenskir sósíaldemókratar á netinu í stafrófsröð
- Agnar Freyr Helgason
- Alma Joensen
- Andrés Jónsson
- Anna Kristín Gunnarsdóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
- Arndís Anna Gunnarsdóttir
- Atli Bollason
- Atli Rafnsson
- Ágúst Einarsson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Páll Árnason
- Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
- Bjarni Gaukur Þórmundsson
- Björgvin G. Sigurðsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bryndís Nielsen
- Dagbjört Hákonardóttir
- Dagur B. Eggertsson
- Dofri Hermannsson
- Einar Örn Einarsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Gauti Eggertsson
- Glúmur Baldvinsson
- Grétar Gunnarsson
- Guðbjartur Hannesson
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðmundur Rúnar Árnason
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðríður Arnardóttir
- Guðrún Birna le Sage de Fontenay
- Guðrún Erlingsdóttir
- Guðrún Ögmundsdóttir
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar H. Gunnarsson
- Gunnar Svavarsson
- Gylfi Þorkelsson
- Helga Rakel Guðrúnardóttir
- Helga Tryggvadóttir
- Helga Vala Helgadóttir
- Helgi Hjörvar
- Hildur Edda Einarsdóttir
- Hrafn Jökulsson
- Hörður Guðbrandsson
- Ingimundur Sveinn Pétursson
- Ingólfur Margeirsson
- Jakob Frímann Magnússon
- Jens Sigurðsson
- Jóhann Ársælsson
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Jón Gunnarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Karl V. Matthíasson
- Katrín Júlíusdóttir
- Kristján L. Möller
- Kristján Sveinbjörnsson
- Kristrún Heimisdóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Lúðvík Bergvinsson
- Lúðvík Geirsson
- Magnús Már Guðmundsson
- Magnús Norðdahl
- Mörður Árnason
- Oddný Sturludóttir
- Páll Einarsson
- Ragnheiður Hergeirsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Róbert Marshall
- Sandra Franks
- Sigrún Elsa Smáradóttir
- Sigurjón Sveinsson
- Sonja B. Jónsdóttir
- Stefán Benediktsson
- Stefán Jóhann Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steinunn Valdís Óskarsdóttir
- Svanfríður Jónasdóttir
- Sveinn Kristinsson
- Tinna Mjöll Karlsdóttir
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Valgerður B. Eggertsdóttir
- Valgerður Bjarnadóttir
- Þorleifur Örn Arnarsson
- Þórhildur Þorleifsdóttir
- Þórir Hrafn Gunnarsson
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
- Þórður Sveinsson
- Örlygur Hnefill Jónsson
- Össur Skarphéðinsson