Leita í fréttum mbl.is

Önum ekki blint áfram- tökum upplýsta ákvörðun!

111.jpg

Áhugaverð grein eftir Dofra Hermannsson, framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar birtist í lesblaði Morgunblaðsins um helgina. Þar skrifar hann opið bréf til umhverfisráðherra og sækir um leyfi til rannsókna á þeirri auðlind sem felst í núverandi náttúruverðmætum á nokkrum náttúruperlum. Iðnaðarráðherra hefur ekki gefið leyfi til orkurannsókna á þeim perlum en þær hafa verið inní umræðunni sem hugsanlegir virkjanakostir. Svo sannarlega sniðug hugmynd hjá Dofra. Greinina má sjá í heild hér.

Það er vert að velta fyrir sér hvers vegna stjórnvöld hafa ekki lagt fjármuni í rannsóknir á þessum svæðum svo hægt sé að meta gildi þeirra. Í stað þess hafa stjórnvöld gefið rannsóknarleyfi til orkuvinnslu fyrir hvert svæðið á fætur öðru án þess að vita hvaða verðmæti eru fólgin í því að nýta svæðið á annan hátt. Það er nauðynlegt að staldra við, rannsaka svæðin út frá náttúrufari og nýta þá þekkingu til að taka upplýsta ákvörðun um hvernig eigi að nýta svæðið sem gæti verið til orkuvinnslu, ferðaþjónustu, útivistar eða einhvers annars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband