Leita í fréttum mbl.is

Forgangsröðun í rugli?

Oft er forgangsröðun ríkisstjórnarinnar skrýtin. Í fjárlögunum sést þetta hvað einna best. bændahöllin

Í morgun kusu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gegn tillögum stjórnarandstöðunnar um að setja á fót 75.000 króna frítekjumark vegna atvinnutekna fyrir eldri borgara en slíkt hefði einungis aukið ríkisútgjöldin um 400 milljónir.

Þessi aðgerð myndi aftur á móti færa eldri borgurum mikla kjarabót og í raun fengið ríkið hluta af þessum fjármunum aftur í ríkiskassann vegna skatttekna af aukinni atvinnuþátttöku eldri borgara.
En þessu tímdu stjórnarliðar ekki.

Þeir voru hins vegar meira en til í að samþykkja um 500 milljón króna styrk til Bændasamtakanna. Þeir voru einnig til í að láta
 íslenska reðasafnið fá 800.000 kr. og Sögusetur íslenska hestsins fá 5 milljónir króna. Ungliðastarf hins jákvæða trúfélags, Krossins, fékk 2,5 milljónir frá skattgreiðendum og þá fékk Músík í Mývatnssveit hálfa milljón kr.
Og ekki má gleyma mótorbátnum Lóu sem fékk 2 milljónir eða vélbátnum Ölveri sem tókst að kría þrjár milljónir úr ríkiskassanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Boðandi þjóðkirkja fékk 3.838.000.000 kr, eða rúmar 51.000 kr frá hverri fjögurra manna fjölskyldu í ár. Svo betlar hún fé frá bæjarfélögum og einkafyrirtækjum til að boða "fagnaðarerindið" í skólum, gegn lögum og rétti. Vekið athygli á þessu.

Reynir (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband