Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um sovéskt efnahagskerfi í stóriðjusölu

Árni Páll Árnason skrifar um orkuauðlindir og stóriðjusovét Sjálfstæðisflokksins á vefsíðu sína:

Forystumenn stjórnarflokkanna klifa nú á því að engin stóriðjustefna sé rekin af hálfu hins opinbera og ákvarðanir um virkjanir séu teknar í frjálsum viðskiptum milli orkukaupenda og orkufyrirtækja. Þetta er tómur þvættingur. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um sovéskt efnahagskerfi í stóriðjusölu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Mig langaði nú bara að benda ykkur Nýkrötum á að í skoðanakönnun ykkar er ekki boðið upp á að velja stjórn D + B  Er eingöngu verið að ganga út frá stjórnarmyndun þar sem möguleiki er á að Samfylkingin komist að Þetta er frekar leiðandi skoðanakönnun sem leitar uppi vissa útkomu ekki satt. Margir sjálfsagt sem lesa þetta blog sem geta ekki valið í skoðanakönnuninni. Þið verið að passa ykkur að blekkja ekki sjálf ykkur á útkomunni

Guðmundur H. Bragason, 4.2.2007 kl. 01:08

2 identicon

Það kemur úr hörðustu átt þegar sósíalistar eða ný-kratar eins og þeir kjósa að kalla sig núorðið eru að væna aðra um vinnubrögð í anda "alræði örgeigana" í fyrrum Sovét.  

Þið ættuð að hætta að sýna fólkinu úti á landi óvirðingu með því að gera í því að drepa niður vonir þess um uppbyggingu kröftugs atvinnulífs, sem er forsenda fyrir lífvanleika byggðalaga þess, að það þurfi ekki að fórna eignum sínum og flýja á mölina á suðvesturhorninu.    Reyniði a.m.k. að koma með önnur úrræði, sem eru raunhæf - við erum búin að fá leið á öllu kjaftæðinu í  ykkur um eitthvað sem stenst ekki.   Þekkingariðnaður og annað sem þið hafið enga þekkingu á, verður að byggjast á sterkum stoðum - það verður að byrja á því að byggja þær.

Ef ekki fyrir almenning fyrir hverja er stóriðja?   Þó að hér séu á ferðinni hátæknifyrirtæki, sem hvert veitir nokkra tugi starfa sem krefjast hámenntunnar, þá má ekki glíma því sem ekki síður skiptir máli, því þau greiða ófaglærðu verkafólki yfir 50% hærri laun en gengur og gerist hér á landi.  

Hvernig væri að þið s.k. ný-kratar færuð að koma með e-ð uppbyggilegt í umræðuna?   Það væri ekki síst hollt fyrir ykkur sjálfa ef þið ætlið ekki að fara sömu leið og Framsóknarflokkurinn - sem væri þó e.t.v. best m.v. hvaða þvættingur kemur frá ykkur.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 03:09

3 identicon

Ragnar; Hvaða fyrirtæki eru það?  Og hvernig skattaafslátt ert þú að tala um, sem að gagni gæti komið?  

Sigurður J (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:56

4 identicon

Einar Örn:   Ég er ekki reiður íhaldsmaður, ekki nema að þú skilgreinir gamlan Alþýðuflokksmann sem íhaldsmann.   Ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn og mun ekki geri það í næstu kosningum heldur – skila líklega auðu.   Ég er hins vegar orðinn leiður á málflutningi þeirra sem kalla sig krata í dag og heyrist hæst í.   Þeir kalla sig ný-krata, en ég leyfi mér að kalla þá malar-krata, því langflestir eruð þið af höfuðborgarsvæðinu og langflestir ykkar sem tjáið ykkur á opinberum vettvangi hafa aldrei komið nálægt atvinnurekstri, flestir á framfæri skattgreiðenda á einn eða annan hátt.   Ég tel að það sé e.t.v. skýringin á því að þið eyðið öllu ykkar púðri í að skrifa um hvað aðrir eru slæmir, því þið virðist ekki hafa neinar lausnir sjálfir.  Ég hef leitað logandi ljósi af einhverju raunhæfu og uppbyggilegu frá ykkur en finn hvergi.

 

Þú segist á móti “stalínskum ríkisframkvæmdum”.   Ef lausnin felst í því að einkavæða nýtingu orkulinda okkar í þágu, þá er ég meira en til í að styðja það.   

 

Skiptir það þig máli hvort um er að ræða amerísk eða rússnesk stórfyrirtæki.  Skiptir máli hvaðan fjármagnið kemur, svo framalega sem það skilar sér á heiðarlegum viðskiptalegum forsendum?   Helst myndi ég vilja sjá innlenda fjárfesta, en þeir eru því miður of fáir og smáir til að ráða við verkefni af þessu tagi, auk þess að skorta þekkingu, viðskipta/markaðstengsl o.s.frv.    Það vill svo til að loksins núna hafa erlendir fjárfestar sýnt okkur áhuga og ég tel að það tækifæri eigi að nýta.   Þjóðhagfræðilega, þá erum við samkeppnishæf á alþjóðlegum grundvelli hvað endurnýjanlegar orkulindar varðar.  Erlend fjárfesting er af mjög skornum skammti hérlendis og ég tel að það sé skammsýni að vísa henni á bug.

Það sem okkur vantar er stökkpallur til að byggja mannsæmandi lífsskilyrði fyrir fólk í norður hluta landsins.    Það lítur hins vegar vel út fyrir Austurland.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband