Leita í fréttum mbl.is

Vissum ekki að þeir væru feðgar

bjarni-hardarsonKratabloggið er í aðdáendahópi Bjarna Harðasonar fyrrverandi ritstjóra Sunnlenska fréttablaðsins.

Bjarni er einn fárra Framsóknarmanna sem reynir enn að bendla stefnu og störf flokksins síns við hugmyndafræði. Og hann hefur jafnframt þorað að láta forystuna heyra það í gegnum tíðina.

Vissulega vanþakklátt hlutverk það eins og dæmin sanna.

Við fjölluðum um framboð Bjarna til 2.sætis á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hér á síðunni fyrr í dag. Okkur var hins vegar bent á að það í dag að annar maður sem við höfum dáðst að úr fjarlægð, er einmitt sonur téðs Bjarna.

Þetta er Egill Bjarnason sem hefur staðið sig eins og hetja við hjálparstörf í Palestínu. Egill sem er egillbjarnasonaðeins 18 ára gamall hefur bloggað um reynslu sína af dvölinni í Palestínu og viðskiptum við Ísraleska setuliðið.

Það er eins og menn vita mjög alvarlegt ástand á þessum slóðum og meðferð Ísralea á palestínumönnum í rúm 50 ár gerir að ekki sér fyrir endann á því. Egill skrifar nú síðast um vin sinn sem hafi verið skotinn í höfuðið af Ísraelum, 15 ára gamall drengur úr flóttamannabúðum þar sem Egill hefur starfað.

Vonandi kemur Egill heill heim og ef svo ólíklega vildi til að karl faðir skyldi ná inn á þing þá væri óskandi að sonurinn hefði áhrif á hann í málefnum heimastjórnarsvæðanna.

Framsóknarflokkurinn hefur nefnilega ekki gert mikið við völd sín í utanríkisráðuneytinu til að stuðla að friði á svæðinu eða þrýsta á Bandaríkjamenn að láta af stuðningi sínum við mannréttindabrot Ísraela í Palestínu.

P.s. systir Egils mun vera slordóni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband