Leita í fréttum mbl.is

Löglegt en siðlaust

Kristján Þór Er frasi sem gjarnan er kenndur við Vilmund Gylfason og var hluti af þjóðfélagsgagnrýni hans á 8. og í upphafi 9. ártugar seinustu aldar. Gott er að hafa gagnrýni hans í huga í tengslum við umræðuna um biðlaun bæjarstjóranna fráfarandi Kristjáns Þórs Júlíussonar á Akureyri og Stefaníu Katrínar Karlsdóttur í Árborg.

Ekki eru allir á eitt sáttir með útskýringar Kristjáns Þórs og þá ákvörðun hans að þiggja sex mánaða biðlaun.

Hlynur Hallsson, varaþingmaður Vinstri grænna, segir:
Er þetta ekki eitthvað einkennilegt? Var það semsagt Samfylkingin sem sagði bæjarstjóranum upp? En nú er Kristján Þór ekkert að hætta, hann verður forseti bæjarstjórnar. Verður hann þá á tvöföldum launum? Og svo verður hann væntanlega þingmaður eftir þann 12. maí í vor og þá einnig á þingmannslaunum. Verður hann þá á þreföldum launum í maí og júni. Er þetta ekki einum of... eða jafnvel tveimur of.... eða bara þremur of? Talandi um löglegt en siðlaust.

Stjórnarmaður í félagi ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ segir þetta um ákvörðun flokksfélaga síns:
Eins og Kristján Þór hafi ekki verið búinn að hugleiða að gefa kost á sér til þingsetu þegar hann undirritar framlengingu á starfssamning sínum að loknum sveitastjórnarkosningum?

Ég fæ ælu í hálsinn við það að lesa þessar aumu og lélegu afsakanir sem hann týnir til. Þessir sveitastjórnarmenn eru meira og minna siðlausir upp til hópa.

mbl.is Halldór naut ekki biðlaunaréttar sem bæjarstjóri á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband