Leita í fréttum mbl.is

Við þurfum ekki leppstjórn í bleikum náttkjólum

Ingibjörg Sólrún
Í athyglisverðri ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um nýliðna helgi fjallaði formaðurinn hin ýmsu mál eins og t.d. Evrópumálin líkt og Kratabloggið benti á í gær. Ingibjörg talaði einnig um hið málefnalaga frumkvæði sem Samfylkingin hefur haft í íslenskum stjórnmálum undanfarið ár. Máli sínu til stuðnings nefndi hún nokkur dæmi og þ.á.m. var matvælaverðið og öryggis- og varnarmálin. Ingibjörg sagði að það væri gott að ríkisstjórnin væri loksins að átta sig á því að Samfylkingin er með bestu lausnirnar og að við þurfum ekki leppstjórn í bleikum náttkjólum.

Um matarverðið sagði Ingibjörg:
Í þessari viku, fimm mánuðum fyrir kosningar en eftir sextán ár í ríkisstjórn, mætti fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins til þings með tillögu að lækkun matarskatts. Hvers vegna?  Vegna þess að Samfylkingin tók frumkvæðið í haust með metnaðarfullum tillögum um lækkun matvælaverðs.  Tillaga ríkisstjórnarinnar er léleg eftirlíking: Ábati heimilanna verður bara helmingur þess sem Samfylkingin lagði til en kostnaður ríkissjóðs talsvert meiri vegna þeirrar leiðar sem valin var.

Og um öryggis- og varnarmálin sagði hún:
Í þessari viku kom fram að ríkisstjórnin leitar nú loksins til annarra þjóða en Bandaríkjanna um samstarf í öryggis- og varnarmálum. Hvers vegna? Vegna þess að ólíkt Samfylkingunni sagði ríkisstjórnin aldrei satt. Hún sagði þjóðinni aldrei að nýi varnarsamningurinn væri ófullnægjandi og í raun samningur á forsendum Bandaríkjanna um Keflavík sem vara- eða æfingaherstöð. Samfylkingin lagði til í mars á þessu ári að stjórnvöld leituðu fjölþjóðlegs samstarfs í öryggis- og varnarmálum á vettvangi Nató en nú átta mánuðum síðar er ríkisstjórnin loksins að ranka við sér og leitar í örvæntingu að fleiri samstarfsaðilum en Bandaríkjunum. Allt sem Samfylkingin sagði er komið á daginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband