Leita í fréttum mbl.is

Jafnaðarmenn í meirihluta á nýjan leik

Jafnaðarmenn eru komnir í meirihluta í Árborg á ný en sl. kjörtímabil myndaði Samfylkingin meirihluta með Framsóknarflokknum. Eftir kosningarnar í vor mynduðu sjálfstæðismenn með Eyþór Arnalds í broddi fylkingar nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum. Sá meirihluti sprakk fyrir helgi aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann var myndaður.

Ragnheidur HergeirsRagnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Árborg, verður bæjarstjóri og eru það mikil gleðitíðindi. Ragnheiður er með háskólagráðu í uppeldisfræði og starfsréttindum í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún starfað á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi, Réttargeðdeildinni að Sogni og á nýjan leik á Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi og þá sem framkvæmdastjóri. Frá 2002 hefur Ragnheiður átt sæti í bæjarstjórn Árborgs og á seinasta kjörtímabili var hún varaformaður bæjarráðs.

Minnstu munaði að  Ragnheiður hreppti 2. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er fram fór í nóvember og munaði einungis 20 atkvæðum á henni og Lúðvík Bergvinssyni í sætið. Hefði Ragnheiður náð öðru sætinu hefði hún smellt tveimur sitjandi þingmönnum aftur fyrir sig. Ragnheiður endaði að lokum í 4. sæti en hún hefur nú gefið það út að hún muni ekki taka það sæti og einbeita sér að bæjarmálunum í Árborg á næstu árum. Guðrún Erlingsdóttir fyrrverandi bæjarfulltrúi og formaður Verslunarmannafélags Vestamannaeyja mun að öllum líkindum færast upp og skipa 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vegna kosninganna í maí nk.


mbl.is Nýr bæjarstjóri í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband