Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta próf nýs bæjarstjóra Árborgar

arborg bæjarstjoriRagnheiður Hergeirsdóttir verður bæjarstjóri nýmyndaðs meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna í Árborg.

Í fréttum hefur komið fram að ein helsta ástæða þess að meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lauk hafi verið ósætti milli flokkanna hvort hækka ætti verulega laun kjörinna fulltrúa í bænum. Sjálfstæðismenn hafi staðið gegn óskum Framsóknar um slíkar hækkanir. Nú kann að vera að þetta eigi ekki við rök að styðjast. Framsóknarmenn hafa, eftir því sem Kratabloggið kemst næst, ekkert tjáð sig um þessar meintu fyrirhuguðu hækkanir.

eyþór arnalds En hvort sem um er að ræða spuna frá svekktum sjálfstæðismönnum eða ekki þá er ljóst að Ragnheiður getur ekki leyft neinar slíkar hækkanir á næstunni. Slíkt færi illa með trúverðuleika Samfylkingarinnar í bænum en flokkurinn hefur jafnan gagnrýnt hart þær hækkanir sem Kjaradómur hefur kveðið á um undanfarin ár.

Þó að Ragnheiður ætli sér sjálf ekki að sitja í baráttusæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum, fjórða sætinu sem hún hlaut í nýafstöðnu prófkjöri, þá er það einfaldlega ekki pólítískur möguleiki fyrir flokkinn að standa að verulegum launahækkunum bæjarfulltrúa í Árborg rétt fyrir kosningar.

Vonandi stenst nýr bæjarstjóri þetta próf og leggur ekki frekari byrðar á bæjarfélagið umfram útgjöldin sem biðlaunaréttur fráfarandi bæjarstjóra, Stefanía K. Karlsdóttur, kallar á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband