Leita í fréttum mbl.is

Víðsýnna og frjálslyndara Alþingi!

ungir thmennÍ kosningunum fyrir rúmu þremur og hálfu ári síðan varð umtalsverð nýliðun á Alþingi. Ungt fólk eins Ágúst Ólafur Ágústsson, Katrín Júlíusdóttir, Björgvin G. Sigurðsson, Sigurður Kári Kristjánsson, Birkir Jón Jónsson, Bjarni Benediktsson, Dagný Jónsdóttir og Birgir Ármannsson tóku öll sæti á þingi. Vafalítið vonuðust margir til þess að með tilkomu þessara nýju og ungu þingmanna að ferskari vindar myndu blása um sali Alþingis.

Kjörtímabilinu er ekki enn lokið og hvetur Kratabloggið ungu þingmennina sem og aðra þingmenn til að nýta tækifærið og beita sér fyrir því að áfengiskaupaaldur á bjór og léttvíni verði lækkaður til samræmis við önnur borgaraleg réttindi í 18 ár. Annað brýnt mál er frumvarp um breytingu ýmissa lagaákvæða er varða sölu á bjór og léttvíni í verslunum sem 14 þingmenn Samfylkingar, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks standa að.

Fyrir rúmum tveimur árum lögðu 23 þingmenn úr Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Frjálslynda flokknum (hvaða flokk afturhaldssinna vantar í þessa upptalningu?) fram frumvarp varðandi lækkun áfengiskaupaaldurs js ms as sftil samræmis við önnur réttindi, en af einhverjum ástæðum fékk það ekki afgreiðslu úr allsherjarnefnd. Jóhanna Sigurðardóttir var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en af því stóðu einnig m.a. núverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Arnbjörg Sveinsdóttir, sem og tveir ráðherrar Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir og Magnús Stefánsson.

Full ástæða er til að skora á þingmennina tuttugu og þrjá að fá að lágmarki níu aðra í lið með sér til viðbótar og klára þetta mál áður en kjörtímabilinu lýkur í vor.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband