Leita í fréttum mbl.is

Óeining efstu manna

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi voru nokkuð fyrirsjáanleg og ekki bara fyrir kristjan þór júlíussonþær sakir að í því notuðu flokksmenn tækifærið til þess að hafna Arnbjörgu Sveinsdóttur þingflokksformanni sem forystumanni í kjördæminu. Það er gömul saga og ný að konum vegnar illa í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins.  

Eflaust hefur það verið með þá staðreynd í huga sem að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins beindi því til flokksmanna að gæta þess að konur yrðu ekki eingöngu í baráttusætum – þær ættu ekki síður heima í öruggum þingsætum. Og eflaust hefur það haft eitthvað með hvatningu Þorgerðar að gera að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og keppinautur Þorgerðar í varaformannskjöri á síðasta landsfundi barðist þar við Arnbjörgu um oddvitasætið. Þorgerður hlaut rétt rúm 60% greiddra atkvæða á landsdfundinum sem verður að teljast nokkuð slök kosning í flokki þar sem rússneskar kosningar tíðkast í æðstu embætti. Hún hefur því eflaust talið sig eiga harma að hefna gegn Kristjáni Þór.  

Þorgerður KatrínMörgum brá hins vegar í brún yfir því hversu beinskeyttur Kristján var í garð Þorgerðar eftir að úrslitin lágu fyrir og talaði um ummæli hennar sem "afar óheppilegt inngrip". Arnbjörg sem tók úrslitunum nokkuð vel svaraði fyrir sig – og það er spurning hversu drengileg ummæli Kristjáns voru í ljósi þess að hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjörinu. Á sama tíma og Arnbjörg talaði um sterkan lista notaði bæjarstjórinn tækifærið og skammaði varaformann flokksins fyrir það sem hann taldi vera stuðningsyfirlýsingu við Arnbjörgu, þingflokksformanninn.  Í kvöldfréttum birtist því nokkuð áberandi óeining milli efstu manna á framboðslistanum auk þess sem að hörð gagnrýni kom fram á forystu flokksins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband