Leita í fréttum mbl.is

Betra seint en aldrei

árni johnsenÁrni Johnsen og Jón Sigurðsson eru í dag báðir búnir að segjast vera voða sorrý. Kratabloggið fagnar því. Batnandi manni er best að lifa.

En það hefði auðvitað verið trúverðugara ef þeir hefðu komið fram með þetta fyrr. Það er erfiðara að taka mark á afsökunarbeiðni sem kemur eftir að hvatningar um slíkt hafa dunið yfir mánuðum og árum saman.

Árni Johnsen fengi sjálfsagt líka jákvæðari undirtektir almennings ef að "iðrun" hans kæmi ekki akkúrat nú þegar að sú hætta virðist raunveruleg að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins treysti sér ekki til að bjóða hann fram til Alþingis fyrir flokkinn. 

Grein hans í Morgunblaðinu myndi sömuleiðis virðast einlægari ef að það væri ekki alvarleg PR-krísa í gangi akkúrat núna vegna fjöldaúrsagna úr flokknum. Og ekki síður vegna eindreginna stuðningsyfirlýsinga formanns og varaformanns flokksins sem stinga í stúf við yfirlýsingar Landssambands sjálfstæðiskvenna og fleiri áhrifamikilla sjálfstæðismanna.

Kratabloggið leyfir sér því, eins og eflast margir fleiri, að efast um iðrun Árna Johnsen. Dæmin sem sýna takmarkaðan skilning hans á alvarleika brotana sem hann framdi eru því miður svo mörg.

---

jon presturEn að þætti Jóns Sigurðssonar. Hann er nú loksins búinn að feisa fyrir hönd flokks síns þau alvarlegu mistök sem stuðningurinn við Íraksstríðið var.

Íslenskir kjósendur munu engu að síður refsa Framsóknarflokknum fyrir sauðsháttinn í næstu kosningum. Ræða Jóns ætti hins vegar að flýta fyrir enduruppbyggingu flokks sem er hugmyndafræðilega gjaldþrota.

Jón var reyndar aðeins náinn persónulegur ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar þegar að ákvörðunin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var tekinn og er því ekki persónulega ábyrgur.

Sjálfstæðismenn eru strax byrjaðir að blogga um yfirlýsingu Framsóknarformannsins og eru alls ekki sáttir eftir því semgeir staðfasti lesa má í skrif þeirra. Þeir halda fast við að Íraksstríðið hafi verið rétt aðgerð miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á sínum tíma og saka Jón Sigurðsson um að vera popúlisti.

Það er því ekki útlit fyrir því að Geir H. Haarde gangi til sambærilegra skrifta gagnvart þjóðinni í bráð.


mbl.is Iðrast af djúpri einlægni og biðst fyrirgefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þessari greiningu. Það er þess vegna ömurlegt að sjá þennan algjörlega málefnalega gjaldþrota, gjörspilta Framsóknarflokk ennþá sitja við alla kjötkatlana og háma í sig eigur og gæði almennings. Hvernig geta menn réttlætt að sá innantómi og valdagráðugi Björn Ingi Hrafnsson geti setið í svo mörgum og ráðandi nefndum í Reykjavík. Maðurinn sem enginn kaus nema innflytjendur sem hann keypti til slíks. Formaður Borgarráðs, borgarstjórnarmaður, formaður Hafnarstjórnar, Næsti formaður Orkuveitu Reykjavíkur, stjórn Sorpu og væntanlega fleiri nefndum og ráðum sem ég kann ekki að nefna. Hvílík skömm. Er það nú lýðræði.  

tralli (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband