Leita í fréttum mbl.is

Svafa Grönfeldt er í "réttum" stjórnmálaflokki

Háskólinn í Reykjavík er eins og Verslunarskólinn í eigu aðila sem eru tengdir Sjálfstæðisflokknum sterkum svafa böndum.

Það var því aldrei möguleiki á öðru en að nýr rektor væri "Sjálfstæðismanneskja" eins og það er kallað.

Svafa Grönfeldt fellur í þann flokk en hún er einmitt virk í Sjálfstæðisflokknum. T.d. má sjá að hún studdi við bakið á Guðlaugi Þór Þórðasyni í nýafstöðnu prófkjöri og sömuleiðis var hún á stuðningslista hjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í fyrrahaust. 

Enginn vafi er á að Svafa er afar hæf í sínu fagi og eflaust góður valkostur fyrir HR. Það sakar hins vegar ekki að hitt komi fram enda er það líka væntanlega ein ástæða þess að mikið af metnaðarfullu fólki sækir inn í Sjálfstæðisflokkinn - hann sér um sína.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Hafði kannski smá áhrif að Svafa er öflug manneskja úr atvinnulífinu, vel menntuð, og HR hefur það sem stefnu að vera háskóli atvinnulífsins. Blá eða ekki...Pæling!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 27.11.2006 kl. 15:33

2 Smámynd: Nýkratar

Líklega hafði það sem þú nefnir meiri áhrif. Vissulega. En það breytir því ekki að Sjálfstæðismenn stýra þessum skóla og þeir voru alltaf líklegir til að velja flokksfélaga sinn í stól rektors.

Nýkratar, 28.11.2006 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband