Leita í fréttum mbl.is

Fjölmiðlaþingmennirnir

myndÞorsteinn Pálsson fjallar á afgerandi hátt um íslenska alþingiskosningakerfið í leiðara dagsins í Fréttablaðinu. Telur hann kerfið vera meingallað enda hafi það verið málamiðlunarsamsull allra flokka árið 1999, sem enginn hafi í raun verið ánægður með. Þessu til stuðnings nefnir hann að einungis 35 þingmenn studdu málið í lokaafgreiðslu þess.

Galla kosningakerfisins telur hann fyrst og fremst vera þann að kjördæmin séu of stór, sem veldur því að bein tengsl þingmanna og kjósenda hafi að mestu verið rofin. Þeir einu sem lifi af í hörðum heimi prófkjaranna séu hinir svokölluðu fjölmiðlaþingmenn, sem lifa og hrærast í því að vekja athygli á sér og sínum málum. Fyrir vikið verður alþingissamkundan einsleit og skortir breidd til að geta með sönnu endurspeglað alla þjóðina.

germanyNefnir Þorsteinn nokkrar leiðir sem hægt væri að fara til að draga úr þessari slagsíðu og auka tengsl kjósenda við þingmenn. Tæpir hann sérstaklega á þeim aðferðum sem beitt er í Þýskalandi og í Írlandi. Þrátt fyrir að þær aðferðir séu síður en svo fullkomnar er mikilvægt að sífellt fari fram umræða um hvaða kosningafyrirkomulag sé heppilegast - sér í lagi þegar kerfið sem er notað núna er handónýtt - og gætu Íslendingar vafalaust lært eitthvað af þeim aðferðum sem beitt er í öðrum löndum. Pawel Bartoszek skrifaði þannig áhugaverða grein fyrir tveim árum um hvernig þýska kosningakerfið gæti fúnkerað á Íslandi - landinu væri þá skipt í 31 kjördæmi þar sem 31 þingmaður væri kjörinn persónukjöri, en 32 þingmenn væru kjörnir af landslistum (hér má sjá dæmi um þýskan atkvæðaseðil og á síðu Deutche Welle má finna ítarlegri umfjöllun um þýska kerfið). Enn fremur er fjöldi aðila á þeirri skoðun að landið ætti einfaldlega að vera eitt kjördæmi, þar sem öll atkvæði hefðu sama vægi og allir kysu af sama lista. Hvort sem mönnum hugnast sú leið sem Pawel skrifar um eða séu þeirrar skoðunar að farsælast sé að landið verði eitt kjördæmi, er mikilvægt að fram fari opinská umræða um fyrirkomulagið á næstu misserum - núverandi skrípi verður einfaldlega að víkja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýkratar

Nýkratar
Nýkratar er félagskapur fólks sem aðhyllist sósíaldemókratisma (jafnaðarstefnu) í stjórnmálum.

Fólk

Hugmyndabankar Sósíaldemókrata

Sósíaldemókratar um heim allan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband